Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 46
 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR Á öllum heimilum verða að vera til góðir hnífar til hvers kyns verkefna. Rétt meðhöndl- un hnífanna er hins vegar mikilvæg. Jólahátíðinni fylgir yfirleitt fjöl- breytt eldamennska. Þegar að henni kemur eru hnífarnir nánast jafnmikilvægir og steikin sjálf. Margir vita hins vegar ekki hvernig hnífa á að kaupa því hægt er að fá fjölmarga mismunandi hnífa í öllum stærðum og gerðum. Hin venjulegi steikarhnífur, sem einnig er kallaður kokkahnífur, er mikilvægastur þar sem hann nýtist við fjölbreyttustu og mikil- vægustu verkin. Stórir hnífar eru þægilegir þegar skera á kjöt eða annað stórt og til þess að saxa og hakka. Minni hnífar eru meðfærilegri og nýt- ast því ágætlega til minni verka. Einnig er hægt að fá margar aðrar gerðir hnífa eins og flökunarhníf, fiskihníf, kjöthníf, brauðhníf og fleiri. Nafnið á þeim gefur yfir- leitt best til kynna til hvers á helst að nota þá. Á heimasíðu verslunarinnar Kokku á Laugaveginum má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um bæði val og viðhald hnífa. Þegar kaupa á inn nýja hnífa er miklvægt að velja gæði umfram verð. Bitið á ódýrum hnífum getur horfið mjög fljótlega og þeir eiga það mjög oft til að vera mjög endingarlitl- ir. Slíka hnífa þarf að endurnýja mjög reglulega og þess vegna er ekki óvitlaust að fá sér gæðahníf sem endist í mörg ár. Hnífarnir eru hins vegar einskis nýtir ef þeir eru ekki rétt meðhöndlaðir. Passa þarf að brýna þá reglulega, samt ekki of oft. Þrífa þarf þá strax eftir hverja notkun því matarleifar geta fest við hnífinn og jafnvel haft skaðleg áhrif á hnífinn. Best er að þrífa hnífa einfaldlega með vatni strax eftir notkun, þá er líka auðveldast að ná matarleifunum af. Löng bið í uppþvottavélum getur líka verið skaðleg fyrir hnífa auk þess sem mikil og sterk sápa getur tært upp hnífinn. Nú er því tíminn til þess að huga vel að hnífunum sínum en hafa ber í huga að velja þarf hníf- ana og sinna þeim eftir notkun og þörfum hvers og eins. ■ Jólasteikarhnífarnir Týpískir steikarhnífar sem hægt er að fá í mörgum stærðum og má nota við fjölbreytt verkefni í eldhúsinu. Hér má sjá margar mismunandi tegundir hnífa. Búáhöld í Kringlunni sel- ur hið klassíska sænska Ostindia-stell. Ostindia-stellið hefur verið framleitt af fyrirtækinu Rörstrand frá 1931 og er til bæði í höllum og kotum Svíaríkis. Það á sér merka sögu. Mynstrið er nefnilega af kínversku postulínsbroti sem fannst eftir að Austurindíafarið Götheborg sökk við vesturströnd Svíþjóðar árið 1745 með mjög verðmætan farm. Mynstrið hefur lifað af allar tískusveiflur og post- ulínið staðist tímans tönn, þrátt fyrir uppþvottavélar og hinar ýmsu gerðir þvottaefna. Ostindia- borðbúnaðurinn er ljósblár með blómamynstri og handmálaðri rönd. Hann fæst bæði fyrir mat og kaffi. ■ Heimilis- legt stell í háum gæðaflokki. Bollinn er af þægilegri stærð. Könnur og bollar eru með dökkblárri rönd. STELLIÐ: OSTINDIA Þegar annríki er á heimilinu er oft erfitt að sinna bæði börnum og heimilisverkunum á sama tíma. Þurfir þú frið til að skrifa jólakort- in, baka skinkuhornin, skreyta eða þrífa skaltu gefa þér tíma til að börnin fái verkefni sem hafa ofan af fyrir þeim. Afskipt börn geta orðið vansæl og pirruð og einstaka sinnum til vandræða. Einfalt er að útvega sér þykkan pappa eða papp- ír sem er límdur tryggilega á heilan vegg í íbúðinni. Börnin fá svo liti og frjálsar hendur til að mála jólalegar myndir á pappann. Mikilvægt er að brýna vel fyrir börnunum að halda sig innan pappaveggjarins. Eftir situr að börnin skemmta sér, þú færð frið til að sinna verkum þínum og heimilið eignast glæsilegt og risa- stórt málverk að degi loknum. Hafðu ofan af fyrir börnunum Glæsilegt úrval af handklæðum - gæði, ending og góð þjónusta Skólavörðustíg 21 • Sími 551 4050 • Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.