Fréttablaðið - 30.12.2005, Síða 32
30. desember 2005 FÖSTUDAGUR6
Hanastél slá alltaf í gegn í
veislum, hvort sem þær eru
áramótaveislur eða haldn-
ar af öðru tilefni.
Sumir veigra sér við að búa þau
til, en þau þurfa hvorki að vera
flókin né tímafrek og eru alltaf
flott. Sérstaklega er gaman að
þeim ef maður á skemmtilegar
regnhlífar, sker niður appelsínur
eða blæjuber eða skreytir glasið
á annan hátt. Stefán Ólafsson,
yfirbarþjónn á veitingastaðnum
SALTi í Pósthússtræti í gamla
Eimskipshúsinu, er vel kunnur
fyrir hanastélin sín. Hann lærði
til barþjóns í Þýskalandi. Hann
skellti nokkrum skemmtilegum
áfengum sem og óáfengum hana-
stélum í glös fyrir Fréttablaðið á
dögunum.
„Það er líka rétt að benda á
að það er hægt að gera flestalla
kokteila óáfenga, og þá er gott að
nota síróp í staðinn fyrir áfeng-
ið,“ segir Stefán og bætir við að
hægt sé að fá ótal bragðtegund-
ir af bæði sætu og sykurlausu
sírópi. Jafnframt áréttar hann
að þegar glös eru forkæld með
klaka, þarf að muna eftir því
að hella vatninu, sem safnast
hefur saman í glasinu, úr áður en
drykknum er hellt yfir klakann.
Classic lime margaríta (áfengur)
Fyrst hellir maður salti á disk, rennir
límónusneið yfir brúnina á víðu glasi
og dýfir svo brúninni í saltið.
4 cl gull tequila
2 cl Triple Sec Curacao
1 cl ferskur límónusafi
2 cl sykurvatn (sykur sem leystur
hefur verið upp í heitu vatni og síðan
látið kólna)
Sett í blandara með klaka og síðan
er öllu hellt í glasið. Ekki á að drekka
margarítuna með röri, heldur á
maður að drekka saltið með.
Ipanema (óáfengur)
Ein límóna er skorin í tvennt og saf-
inn kreistur úr. Svo er límónan skorin
í átta bita og sett í glas.
Aldinkjötið sett í glasið, sem og
safinn.
3 teskeiðar af hrásykri settar ofan
á límónuna - mikilvægt er að nota
hrásykur og ekki hvítan sykur, því sá
síðarnefndi leysist fyrr upp, er mun
sætari og öðruvísi á bragðið.
Hræra í glasinu.
Engiferöli hellt í glasið, og muldum
ís bætt í þar til glasið er fullt. (Ef fólk
á ekki ísmulningsvél má alltaf setja
klaka innan í tusku og lemja svo með
kjöthamri eða einhverju álíka áhaldi.)
Hræra síðan aftur í glasinu.
Þennan drykk má gera áfengan, og
heitir hann þá Caipirinha.
Þá eru 6 cl af Chachaca 51 notaðir í
staðinn fyrir engiferölið, og sett í á
eftir sykrinum.
Frosinn jarðarberjadaquiri (áfeng-
ur) - eftirréttadrykkur
6 cl hvítt romm
límónusafi eða sítrónusafi eftir smekk
2 stór eða 4-5 lítil jarðarber (fersk
eða frosin)
6 cl jarðarberjasíróp
skvetta af grenadine-sírópi
Allt sett í blandara með klaka og svo
hellt í hátt og fallegt glas. Upplagt að
skreyta með ferskum jarðarberjum.
Epla-martini eða eplatini (áfeng-
ur) - upplagður fordrykkur
2 cl Sour Apple líkjör
4 cl vodka
Hristur, enginn klaki
Pina colada (áfengur) - sætur
eftirréttadrykkur
3 cl hvítt romm, til dæmis Bacardi
Carta Blanca
3 cl dökkt romm, til dæmis Bacardi
Black
1-3 cl kókoshnetusíróp (eftir smekk)
Fylla glasið með ananassafa
Smá skvetta af rjóma
Hrist og hellt yfir klaka í forkældu
glasi. Skreytt með sætum ávexti,
til dæmis ananas, kirsuberi eða
jarðarberi.
Vorgos (óáfengur eftirréttadrykk-
ur sem Stefán bjó til)
3 cl Cassis-sólberjasíróp
3 cl ástaraldinsíróp
Fylla glasið með ananassafa
Smá skvetta af rjóma
Hrist og hellt yfir klaka í forkældu
glasi. Gott er að skreyta með blæj-
uberjum.
Space boy (óáfengur)
3 cl ástaraldinsíróp
3 cl Curacao bleu síróp
skvetta af sítrónusafa
Fylla glasið með Sprite
Sírópið og sítrónusafinn hrist saman
- gæta verður þess að hrista gosið
ekki! Svo má skreyta glasið með
blæjuberjum.
Þennan má gera áfengan með því að
setja vodka í hann.
Áramótahanastél
Stefán Ólafsson, yfirbarþjónn á SALTi. FRÉTTABLAÐIÐ E. ÓL.
Classic lime margaríta
(áfengur)
Frosinn jarðarberjadaquiri
(áfengur)
Apple martini eða Appletini
(áfengur)
Pina colada (áfengur)
- sætur eftirréttadrykkur
Vorgos (óáfengur)
Space boy (óáfengur)Ipanema (óáfengur)