Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.12.2005, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 30.12.2005, Qupperneq 32
 30. desember 2005 FÖSTUDAGUR6 Hanastél slá alltaf í gegn í veislum, hvort sem þær eru áramótaveislur eða haldn- ar af öðru tilefni. Sumir veigra sér við að búa þau til, en þau þurfa hvorki að vera flókin né tímafrek og eru alltaf flott. Sérstaklega er gaman að þeim ef maður á skemmtilegar regnhlífar, sker niður appelsínur eða blæjuber eða skreytir glasið á annan hátt. Stefán Ólafsson, yfirbarþjónn á veitingastaðnum SALTi í Pósthússtræti í gamla Eimskipshúsinu, er vel kunnur fyrir hanastélin sín. Hann lærði til barþjóns í Þýskalandi. Hann skellti nokkrum skemmtilegum áfengum sem og óáfengum hana- stélum í glös fyrir Fréttablaðið á dögunum. „Það er líka rétt að benda á að það er hægt að gera flestalla kokteila óáfenga, og þá er gott að nota síróp í staðinn fyrir áfeng- ið,“ segir Stefán og bætir við að hægt sé að fá ótal bragðtegund- ir af bæði sætu og sykurlausu sírópi. Jafnframt áréttar hann að þegar glös eru forkæld með klaka, þarf að muna eftir því að hella vatninu, sem safnast hefur saman í glasinu, úr áður en drykknum er hellt yfir klakann. Classic lime margaríta (áfengur) Fyrst hellir maður salti á disk, rennir límónusneið yfir brúnina á víðu glasi og dýfir svo brúninni í saltið. 4 cl gull tequila 2 cl Triple Sec Curacao 1 cl ferskur límónusafi 2 cl sykurvatn (sykur sem leystur hefur verið upp í heitu vatni og síðan látið kólna) Sett í blandara með klaka og síðan er öllu hellt í glasið. Ekki á að drekka margarítuna með röri, heldur á maður að drekka saltið með. Ipanema (óáfengur) Ein límóna er skorin í tvennt og saf- inn kreistur úr. Svo er límónan skorin í átta bita og sett í glas. Aldinkjötið sett í glasið, sem og safinn. 3 teskeiðar af hrásykri settar ofan á límónuna - mikilvægt er að nota hrásykur og ekki hvítan sykur, því sá síðarnefndi leysist fyrr upp, er mun sætari og öðruvísi á bragðið. Hræra í glasinu. Engiferöli hellt í glasið, og muldum ís bætt í þar til glasið er fullt. (Ef fólk á ekki ísmulningsvél má alltaf setja klaka innan í tusku og lemja svo með kjöthamri eða einhverju álíka áhaldi.) Hræra síðan aftur í glasinu. Þennan drykk má gera áfengan, og heitir hann þá Caipirinha. Þá eru 6 cl af Chachaca 51 notaðir í staðinn fyrir engiferölið, og sett í á eftir sykrinum. Frosinn jarðarberjadaquiri (áfeng- ur) - eftirréttadrykkur 6 cl hvítt romm límónusafi eða sítrónusafi eftir smekk 2 stór eða 4-5 lítil jarðarber (fersk eða frosin) 6 cl jarðarberjasíróp skvetta af grenadine-sírópi Allt sett í blandara með klaka og svo hellt í hátt og fallegt glas. Upplagt að skreyta með ferskum jarðarberjum. Epla-martini eða eplatini (áfeng- ur) - upplagður fordrykkur 2 cl Sour Apple líkjör 4 cl vodka Hristur, enginn klaki Pina colada (áfengur) - sætur eftirréttadrykkur 3 cl hvítt romm, til dæmis Bacardi Carta Blanca 3 cl dökkt romm, til dæmis Bacardi Black 1-3 cl kókoshnetusíróp (eftir smekk) Fylla glasið með ananassafa Smá skvetta af rjóma Hrist og hellt yfir klaka í forkældu glasi. Skreytt með sætum ávexti, til dæmis ananas, kirsuberi eða jarðarberi. Vorgos (óáfengur eftirréttadrykk- ur sem Stefán bjó til) 3 cl Cassis-sólberjasíróp 3 cl ástaraldinsíróp Fylla glasið með ananassafa Smá skvetta af rjóma Hrist og hellt yfir klaka í forkældu glasi. Gott er að skreyta með blæj- uberjum. Space boy (óáfengur) 3 cl ástaraldinsíróp 3 cl Curacao bleu síróp skvetta af sítrónusafa Fylla glasið með Sprite Sírópið og sítrónusafinn hrist saman - gæta verður þess að hrista gosið ekki! Svo má skreyta glasið með blæjuberjum. Þennan má gera áfengan með því að setja vodka í hann. Áramótahanastél Stefán Ólafsson, yfirbarþjónn á SALTi. FRÉTTABLAÐIÐ E. ÓL. Classic lime margaríta (áfengur) Frosinn jarðarberjadaquiri (áfengur) Apple martini eða Appletini (áfengur) Pina colada (áfengur) - sætur eftirréttadrykkur Vorgos (óáfengur) Space boy (óáfengur)Ipanema (óáfengur)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.