Tíminn - 14.12.1976, Síða 5

Tíminn - 14.12.1976, Síða 5
Þriðjudagur 14. desember 1976 5 Geiri hefur byrgt reykháfinn og bíöur eftir aö mennirnir komi út! Þaö er allt aö T Æ, ég fullast af reyk J sé ekki hér! Á neitt! Hvaöþá’l \ Hvaöa reykur er' þetta? Hóst, j hóst.' Hérna koma þeir! IvVLl MkWm AAunið eftir síma happ- Munið eftir simahappdrættinu, er kjörorð samtaka sem eru að safna krónum til þess að standa straum af starfi sinu og rekstri nokkurra hjálparstofnana. Þaö er Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra að Háaleitisbraut 13 í Reykjavik. Félagið hefur viðtæka starfsemi, bæði i Reykjavik og nágrenni. Að Háaleitisbraut 13 eru aðalstöðvar félagsins. Þar eru hjúkrunarklefar, æfingastof- ur og skrifstofur félagsins. Þar er einnig sundlaug. Þar er læknir i fullu starfi. Sérhæfður sundkenn- ari kennir og leiðbeinir i laúginni, en þangað sækja tiðum 96 manns tvisvar og þrisvar i viku hverri. Aðallega ersent þangað sjúkt fólk af Grensásdeild. Auk hins fasta læknis félagsins, starfa 3 læknar að hluta. Daglega koma i æfingar 120— 130 sjúklingar eftir tilvisun lækna. En við stofnunina eru 8 sjúkraþjálf- arar, auk þess nokkrar aðstoðar- stúlkur sjúkraþjálfara, en á heimilinu er starfsfólk alls 32. Til æfingastöðvarinnar er kom- ið með sjúklinga frá mörgum stöðum, svo sem öskjuhliðar- skóla við Reykjanesbraut, úr Hliðaskóla, Kjarvalshúsinu og frá Grensásdeild. Félagið hefur bil til þess að sækja fólk og skila þvi aft- ur. Þá má geta þess, að félagið hefur i 14 sumur haft barnaheim- ili að Reykjadal i Mosfellssveit. Aðalfé uppbyggingarstöðvarinn- ar og heimilisins kemur frá sima- happdrættinu. Fyrir þá peninga hefur félagið byggt hinar nyt- sömu stofnanir Qg rekið með myndarbrag. Nú býður félagið 5 Austin Mini bila, en verð hvers miða er kr. 400.00. Dregið verður 23. desem- ber. Undirrituðum, sem um nokkurt skeið hefur notið góðrar hjálpar á þessari stofnun, er ljúft aö minna á hið mikilsverða happdrætti fé- lagsins —ogá bilana 5, sem iboði eru. G.M.M Vegaframkvæmdir á Snæfellsnesi F.F.S.Í.: Engar forsendur fyrir veiðiheimildum handa útlendingum E.H. Dal. — Miklar endurbætur voru gerðar á Kerlingarskarðs- vegi i haust og standa vonir til, að þær leiði til mun færri snjómokst- ursdaga næstu vetur. Kostuðu þær framkvæmdir milli 8 og 9 millj. króna, og má fullyrða, að með álika framlagi á næsta ári yrði þessi mikilvægi tengivegur milli byggðanna norðan — og sunnanfjalls á Snæfellsnesi greið- fær, nema i aftaka snjóaveðrum. Þá hafa staðið yfir vegafram- kvæmdir hér i Miklaholtshreppi siðari hluta nóv. Hefur verið gerður upphækkaður vegur, þar sem áður voru aðeins ruddar brautir á melum, milli Laxár og Kleifár og aftur hjá Fáskrúðs- bakka. Þessir vegakaflar voru löngum ógreiðir yfirferðar, ef um nokkurn snjó var að ræða, og kröfðust mikils moksturs, en lágu aftur á móti stöðugt undir vatni i leysingum og rigningum. Þessi framkvæmd kostaði rösk- ar þrjár milljónir króna, en frá- gangi er ekki að fullu lokið. Gegn- ir furðu, að ekki skuli i þetta hafa verið ráðizt fyrir áratugum, þar sem segja má, að allt efni hafi verið við höndina og ekki þörf á öðru en að ýta þvi saman og upp. Það er sameiginlegt með þessum vegaframkvæmdum, að þær eru að verulegu leyti unnar fyrir lánsfé úr héraði. Ræktunarsam- band Snæfells- og Hnappadals- sýslu hefur lánað ýtuvinnu, og aðrir eigendur þungavinnuvéla og vörubifreiða hafa lánað til framkvæmdanna. Þá lánaði Miklaholtshreppur hálfa milljón kr. til vegabótanna þar i sveit. Er þó ekki svo að skilja, að sveitarfélagið hafi i rauninni bol- magn til slikra hluta, og þarf að taka bráðabirgðalán á móti, en þolinmæði hreppsbúa gagnvart fyrrgreindum vegaköflum var mjög á þrotum og þvi farið inn á þessa braut. Enn er þess að geta, að veitt var einni milljón króna af rikisfé til endurbóta og styrkingar á veg- inum að Laugargerðisskóla, en hann hefur illa staðizt aukna um- ferð og þurfti auk þess ekki mikið til að hann tepptist af snjóum. Viðar hefur verið unnið að vegabótum á Snæfellsnesi i haust. Lagfærðir hafa verið snjóakaflar i Breiðubik og Staðarsveit, og kafli á Skógarstrandarvegi styrktur. Fólk er ánægt með það, sem áunnizt hefur i þessum efn- um, og gerir sér vonir um, að framhald verði á næstu árum, en sannast sagna þá eru vegir á Snæfellsnesi viða mjög veikburða og illa uppbyggðir, til að þola þá umferð, sem á þeim mæðir. V12323 fBMg 40 sídur yg’; sunnudaga F.I. Reykjavik.— A ráðstefnu Farmanna og fiskimannasam- bands Islands, sem haldin var dagana 4.-5. des. s.l. var fagnað þeim áfanga, sem náðst hefur i Landhelgismálinu, og hvatt til einingar allra landsmanna gegn áframhaldandi veiðisamning- um við erlend riki. Ráðstefnan varar ráðamenn þjóðarinnar við, að skella skollaeyrum við aðvörunum og ályktunum Hafránnsóknastofn- unarinnar, sem hafi á að skipa færustu visindamönnum á sviði fiskifræði, og hvetur beinlinis til þess að eftir þeirra tillögum verði farið að fremsta megni. Ráðstefnan bendir á, að nú þegar.verðiaðhefjasthanda um úrbætur á sildarverksmiðjum rikisins. Er þeim tilmælum beint til rikisstjórnarinnar, að hún beiti sér fyrir þvi að aukið verði þróarrými sildarverk- smiðjanna, þar sem vitað er aö möguleikar eru á þvi að geyma hráefni um lengri tima óskemmt. Einnig voru á ráðstefnunni gerðar ályktanir um björg- unartæki, lifeyrissjóð sjómanna og skólamál. ELDRAUN A UTHAFINU Desmond Bagley lauk ekki það snemma við nýju söguna sína að hún gæti komið út á íslensku í ár og því kemur hún út næsta haust. En þess í stað gefur Suðri nú út spennandi og ævintýralega sögu eftir amerískan höfund, Charles Williams. Allar sögur hans gerast á sjó og þetta er sú fyrsta sem út kemur á íslensku. Charles Williams er tvímælalaust í fremstu röð þeirra sem skrifa spennandi bækur og nýja bókin eftir hann heitir ELDRAUN Á ÚTHAFINU. Tryggið yður eintak í tíma. CHARLES WILUAMS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.