Tíminn - 14.12.1976, Side 21

Tíminn - 14.12.1976, Side 21
Þriðjudagur 14. desember 1976 21 Mikill fögnuðurá ..Brúnni" þegar Chelsea stal öðru stiginu frá Úlfunum á síðustu stundu Eftir 75 minútna leik á Stam- ford Bridge á milli Chelsea og Wolves leit svo út sem Chelsea myndi tapa sinum fyrsta heima- ieik á keppnistimabilinu. Þá hafði John Richards nýlega skorað þriðja mark Wolves og sitt annað mark i leiknum og staðan var 3-1 fyrir Wolves. En eins og leikmenn Chelsea hafa áður sýnt i leikjum sinum i haust og vetur, gefast þeir ekki upp við mótlætið, eins og var svo áberandi hjá þeim á síð- asta keppnistimabili. Þegar 10 minútur voru til leiksloka, minnkaði Ian Britton muninn fyr- ir þá i 2-3 með góðu marki, og á siðustu minútu leiksins tókst Steve Finnieston að jafna metin fyrirþá, eftir mikinn barning inni i vitateig Wolves, við mikinn fögnuð hinna 36 þús. áhorfenda, sem voru á Stamford Bridge — „Brúnni”. Það var Richards, sem skoraði fyrsta mark leiksins snemma i fyrri hálfleik, en skömmu siðar tókst „Butch” Wilkins að jafna metin fyrir Chelsea. Var staðan þvi i hálfleik 1-1. Snemma i seinni hálfleik kom Bobby Gouid Úlfunum i 2-1, og siðan kom mark Richards, eins og lýst er hér að framan. Það er greinilegt, að keppnin um þrjii efstu sætin i 2. deild verð- ur hörð i vetur. Liklegast munu fimm lið berjast um þau, eða Chelsea, Wolves, Bolton, Black- pool og Nottingham. Má allt eins búast við þvi, að sú keppni verði ekki útkljáð fyrr en siðasta um- ferð verður leikin þann 14. mai 1977. Nottingham Forest vann sigur (2:0) yfir Millwall á The Den i London. Þessi sigur sýnir ljóslega hve sterkt lið Nottingham er að verða undir stjórn Brian Clough. Mörk þeirra skoruðu þeir O’Neill og O’Hare. Rafferty náði foryst- unni fyrir Carlisle i fyrri hálfleik á móti Bristol Rovers, en mörk frá Fearnley og Staniforth sáu til þess, að bæði stigin voru um kyrrt i Bristol. Hull náði jafntefli i Cardiff, Daniel skoraði fyrir þá en Buchanan jafnaði fyrir Cardiff úr vitaspyrnu. Ronson skoraði mark Blackpool á móti Hereford, en þegar nokkuð var liðið á seinni hálfleik, var leiknum frestað vegna slæms ástands vallarins. ANNAN laugardaginn f röð gerðu veðurguðirnir brezkum iþróttaá- hugamönnum mikinn grikk. Fresta varð öllum veðreiðum I Englandi og alls 35 knattspyrnu- leikjum f Englandi og Skotlandi. Um allt land var frost, og sums staðar mikil þoka. T.d. var ekki ákveðið, að leikur Liverpool og QPR gæti farið fram, fyrr en fimm minútum áður en leikurinn hófst. Orsliturðu þessi i 1. og 2. deild i Englandi. Birmingham— Sunderland ....2:0 Coventry—Everton.........4:2 Leeds—Aston Villa........1:3 Liverpool—QPR............3:1 Tottenham— Man.City......2:2 WBA—Leicester ...........2:2 Leik Newcastle og Ipswich var frestað I hálfleik, er staöan var 1:0 fyrir Newcastle. Þá var eftir- töldum leikjum frestað: Derby—West Ham, Manchester Utd,—Bristol City, Middles- borough — Arsenal, Norwich — Stoke. 2. deild: Bristol—Carlisle...........2:1 Cardiff—Hull...............1:1 Chelsea—Millwall...........3:3 Millwall—Nott.For..........0:2 Orient—Fulham..............0:0 Plymouth—Sheff.Utd.........0:0 Leik Blackpool og Hereford var frestað, er staðan var 1:0 fyrir Blackpool, og leik Notts og Burn- ley var frestað, er staðan var 0:0. Eftirtöldum leikjum var einnig frestað: Blackburn—Southamp- ton, Bolton—Luton, Oldham— Charlton. inu með varnarleik, fór Aston Villa aftur i sóknarleik, eins og f fyrri hálfleik, og ekki leið á löngu þar til þeir höfðu aftur náð foryst- unni. Aftur var það Andy Gray, sem skoraði fyrir þá. Hann er einn af þeim sóknarmönnum, sem alltaf eru á réttum stað á réttum tima. Og til að sýna yfir- burði sina enn betur skoraði Alex Cropley þriðja mark Aston Villa eftir mikinn og glæsilegan ein- leik. Það bar yfirleitt litið á Crop- ley meðan hann lék með Arsenal, en eftir aö hann fluttist til Birmingham og hóf að keppa með Aston Villa, hefur hann sýnt það I leik eftir leik, hvaða afburða- knattspyrnumaður þar fer. Það verður að segja Leeds það til málsbóta svona I lokin, að það vantaði þá Tony Currie, Allan Clarke, Paul Madeley og Paul Reaney i lið þeirra og munar um minna. Ó.O. „Jólasveinarnir voru erfiöir”... — sagði Marteinn Geirsson, eftir að sætta sig við jafntefli (2:2) gegn — Við urðum að sætta okkur við jafntetli (2:2) gegn jólasveinunum hjá St. Nicolas-liðinu, sem voru í jólaskapi, þegar þeir mættu okkur, sagði Mar- teinn Geirsson, í stuttu spjalli við Tímann. — Þrátt fyrir þetta óvænta jafntefli gegn St. Nicolas, sem er eitt af botnliðunum, höfum við tekið forystuna í 2. deildarkeppninni, þar sem RC Malines, sem var við hliðina á okkur á toppn- MARTEINN GEIRS- SON...,Sýndi ágætan leik”, sagði Asgeir. Royale Union varð að botnliðinu St. Nicolas um, tapaði óvænt (0:2) fyrir neðsta liðinu — Eup- en, sagði Marteinn. Marteinn sagði, að Stefán heföi ekki leikið með, þar sem hann væri kominn i keppnisbann. — St. Nicolas fékk óskabyrjun i leikn- um, þegar liðið skoraði strax eftir 3 minútur, en okkur tókst að jafna og komast yfir (2:1) fyrir leikhlé en jólasveinarnir náðu slðan að tryggja sér jafntefli (2:2), rétt fyrir leikslok, sagði Marteinn. — Baráttan i deildinni er mjög hörð. Við (Royale Union) erum á toppnum með 19 stig, en siðan koma þrjú lið með 18 stig, sagði Marteinn að lokum. — SOS Simonsen var hetja ..Gladbach" — skoraði sigurmarkið (1:0) gegn Bayern AAunchen Leikur dagsins i V-Þýzka- Mest á óvart kemur sigur landi var tvimælalaust leikur botnliðsins RW Essen yfir liðinu meistara undanfarinna 8 ára, ' öðru sæti Eintr.Braunschweig. Bayern Miinchen og Mönchen- Þaö var Wieczorkowski sem gladbach. Þau mættust á heima skoraði tvfvegis fyrir Essen lið- velli „Gladbach”, og var fyrir ið, en Handschudh minnkaði löngu uppselt á leikinn, enda inn fyrir Braunschweig, er 10 tekur leikvangur Mönchenglad- mfnútur voru til leiksloka. bach Bökelberg ekki nema Bochum náöi góðum leik á móti rúmlega 30.000 áhorfendur. Hamborg, og i liði þeirra bar Þrátt fyrir mikil meiðsl I liði mest á Kaczor, sem skoraði „Gladbach” tókst þeim að sigra „hat-trick”, eöa þrjú mörk. Hið l-0fmjöggóðum leik. AianSim- fjóröa gerði Köper, en bæði onsen skoraði markið þegar eft- mörk Hamborg gerði Steffen- ir 20 minútna leik, og þrátt fyrir hagen. mikla pressu leikmanna Bayern Gerd Miiller hefur skoraö i seinni hálfleik, fundu þeir ekki flest mörk, eða 19 en i siöustu leiðina i markið og 1-0 sigur þremur leikjum hefur hann ekki Mönchengladbach var staö- skorað mark. Næstir honum reynd. koma þeir Heynckes og Wendt, Urslitini Þýzkalandi um helg- báðir með 14 mörk, en með 13 ina urðu þessi: mörk eru þair Frank (Braunschweig) og Dieter Mull- Bochum — Hamborg........4-2 er (Köln). Duisburg — Karlsruhe ...3-1 t 2. deild Súd lék lið Elmars „Gladbach” — Bayern ... 1-0 Geirssonar, Eintracht Trier við Essen —Braunsch.........2-1 efsta liðið i deildinni, VfB Stutt- Kaisersl. — TB. Berlin .3-1 gart, og var leikið i Stuttgart. Bremen — Köln...........2-1 Eftir mikinn barning tókst Dortmund — Schalke......2-2 Stuttgart að merja 1-0 sigur, og Hertha —Saarbrúcken.....1-1 má telja frammistöðu Trier i Frankfurt —Dússeldorf...1-1 þessum leik góða. „Okkur vantar marka- skorara" — segir Ásgeir Sigurvinsson — Okkur vantar nú illilega markaskorara. Það er ekki hægt að búast viö miklu ef ekki skoruð mörk, sagði As- geir Sigurvinsson, eftir að Standard LIEGE HAFDI TAPAD 80:1) mjög óvænt fyrir Lokaren á heimavelli. — Við réðum að mestu gangi leiksins, en það var eins og fyrri daginn — sóknarmenn okkar voru ekki á skotskón- um. Þeir fóru afar illa með gullin tækifæri. — Þjálfari okkar var ekki öfundsverður eftir leikinn, þvi að óánægðir áhorfendur létu hann heyra þaö — það var baulað á hann. Ég held, að hann fari nú að leita eftir markaskorurum, þvi að þetta gengur ekki lengur svona — við höfum aðeins skorað 14 mörk i 14 leikjum, og það er ekki góöur árang- ur, sagði Asgeir. -SOS P m .11 1g|r ' - Swwxl&é1*; »5w3{ f * i ALAN SIMONSEN... sést hér skora hjá Sepp Maier markverði Bayern Múnchen.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.