Tíminn - 31.12.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.12.1976, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 31. desember 1976 3) örnólfsdalur i Þverárhllö um 1920 Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga 154 4) Gamli bærinn á Meium I HrútafirOi Litum á Hvamm i Norðurár- dal um 1920. Þar er kirkja og var fyrrum prestssetur. Lengi geröi „Sverrir i Hvammi”, for- maður stjórnar Stéttarsam- bands bænda, garðinn frægan. Ibúðarhúsið, er sést á myndinni, stendur ennþá, en hefur veriö stækkað og gerðar á þvi breytingar. önnur mynd sýnir gamla bæ- inn á Klettstiu i Norðurárdal 1938. Þriðji borgfirzki bærinn, sem hér kemur fyrir sjónir er 1) Hvammur i NorOurárdal um 1920 2) Gamlí bærinn I Klettstiu f Noröurárdal (1938) 1 > |r. i Vlgl” . l iH 1 örnólfsdalur i Þverárhlið um 1920, gamall torfbær með timburstafni. Tröö framundan? Liklega hefur staðið þarna stór og reisulegur skáli á söguöld, er Blund-Ketill bjó þar og var inni brenndur, sem frá er sagt i H^nsna-Þórissögu. Blund-Ketill var manna auðgastur og bezt að sér i fornum sið. Bær hans var nokkru ofar en nú stendur bærinn, segir i sögunni. Bregðum okkur norður i Hrútafjörö og litum á gamla bæinn á Melum, reisulegan torf- bæ f burstastil. Ekki veit ég aldur myndarinnar. Oft var vel búið að Melum. Frá Melum var Bjarni Jósefsson efnafræðingur er lengi starfaði við efnarann- sóknarstofurikisins og siöan við Atvinnudeild Háskólans. Spurt var um bæjarmynd, er birt var i 147. þætti 7. nóv. sl., og eru nú komnar upplýsingar frá Arna Þorlákssyni og myndin birt hér aftur. Þetta er Syðri-Reistará á Gatmaströnd i Mööruvallasókn við Eyjafjörð. Tók Garðar Þorláksson mynd- ina um eða fyrir 1930. Þorlákur Hallgrimsson bjó þá i þessum bæ. 1 dyrum stendur Anna Jó- hannsdóttir kona hans, og við grindurnar tvö börn þeirra — Arni og Hólmfriöur. Syðri-Reistará var um skeið prestssetur og bjó þar séra Davið Guömundsson , afi Daviðs Stefánssonar, skálds og þeirra systkina, og faðir þjóðsöguþúlsins og grasa- fræðingsins Ólafs Daviðssonar. Reistaráin fellur i fögrum smá- fossum niður hliöina fyrir utan og ofan, og skógarlundur hefur verið ræktaður þar i einum hvamminum. Samkomuhús og fjárrétt standa á áreyrunum þarna, en langt á áin enn til sjávar: hún bugðast um flat- lendið fyrir neðan. Reistur er lika fornt nafn á ormi og ormar bugða sig oft. Ytri-Reistará stendur skammt noröan árinnar en smábýlið Grund (nú i eyði) stóð rétt við ána. Þar var sundpollur, sem nú er horfinn, á Reistarármelunum. 5) Syöri-Reistará um 1930

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.