Tíminn - 31.12.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 31.12.1976, Blaðsíða 19
Föstudagur 31. desember 1976 19 Wmmw Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. R'.stjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsinga- slmi 19523. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., Samstarf um þjóðarhag Hinn 16. þessa mánaðar voru liðin 60 ár frá form- legri stofnun Framsóknarflokksins. Hún gerðist með þeim hætti, að átta þingmenn komu saman og lýstu þvi yfir, að þeir hefðu stofnað stjórnmála- flokk, en flokkar á þeim tima voru einkum tengdir við þingmenn. Stefnuskrá flokksins var samþykkt skömmu siðar, eða 12. janúar 1917. Hún sýnir glöggt, að fyrir flokknum vakti að fylgja þjóðlegri umbótastefnu, eins og jafnan siðan hefur verið leið- arljós hans. Lokaorð hennar voru á þessa leið: „Loks vill flokkurinn lýsa þvi yfir, að hann af fremsta megni vill aftra illvigum flokksdeilum i þingi og utan þings og stuðla að heiðarlegu og undir- hyggjulausu landsmálastarfi.” Stofnun Framsóknarflokksins bar að á mjög erfiðum timum i lifi þjóðarinnar. Heimsstyrjöldin fyrri var i algleymingi og þrengdi að efnahag lands- ins og aðflutningum til þess á margan hátt. Mikill óróleiki hafði verið i stjórnmálum þjóðarinnar sið- ustu árin og fáir ráðherrar verið við völd nema skamma hrið. Gömlu flokkarnir, sem voru tengdir sjálfstæðisbaráttunni við Dani, voru að leysast upp, og komnir i marga mola. Þetta var óviðunandi á- stand á timum, þegar þjóðin þurfti að sameina kraftana vegna aðsteðjandi erfiðleika. Það var fyrsta verkefni hins nýja flokks og flýtti raunar stofnun hans, að samstarf á þingi yrði að setja ofar sundrungu. Þvi tók hann höndum saman við megin- flokksbrot gömlu flokkanna um myndun þjóðstjórn- ar, sem sneri sér fyrst og fremst að lausn hinna margvislegu vandamála, sem fylgdu styrjöldinni. í hópi þessara flokka var þó að finna marga hörðustu andstæðinga hins nýja flokks. Það var ekki látið ráða ferðinni, heldur hitt að þjóðin þurfti að sameinast vegna sérstaks vanda. Ógerningur er að spá þvi, hvernig farið hefði, ef ekki hefði náðst samkomulag um stjórnarmyndun á breiðum grundvelli haustið 1916. Þvi hefði vel getað fylgt mikill afturkippur i sjálfstæðisbaráttunni, ef þjóðinni hefði mistekizt stjórn sin á þessum árum. Óhætt er hins vegar að segja, að stjórn Jóns Magnússonar á árunum 1917-20 er ein hin merkasta. sem hér hefur verið. Hún fleytti þjóðinni farsællegs yfir erfiðieika styrjaldarinnar. Hún leiddi sjálf- stæðisbaráttuna við Dani til góðra lykta. Hún ei gott fordæmi um, hver viðbrögð þjóðarinnar eiga a? vera, þegar mikinn vanda ber að höndum. Þá verð- ur að setja samstarf ofar sundrungu. Lokaorð stefnuskrárinnar frá 12. janúar 1917 hafa jafnan verið vegvisir Framsóknarflokksins , þegar miklir erfiðleikar hafa steðjað að þjóðinni og hún hefur þurft á samstarfi að halda i stað sundrungar. Þess vegna beitti flokkurinn sér fyrir þjóðstjórninni 1939, þegar siðari heimsstyrjöldin var fyrirsjáan- leg. Þess vegna tók flokkurinn höndum saman við Sjálfstæðisflokkinn sumarið 1974, þegar fyrirsjáan- legir voru miklir erfiðleikar af völdum nýhafinnar heimskreppu. Það var skylda stærstu flokka þjóð- arinnar, þótt margt hafi skilið þá og skilji, að reyna að bjarga þvi, sem bjargað yrði, þegar aðrir skár- ust úr leik. Það verður ekki annað sagt en að þetta hafi tekizt vonum betur. Meginþorri þjóðarinnar býr óneitan- lega við góð kjör, þegar gerður er samanburður við langflestar þjóðir. En gæta verður þess, að það rek- ur að nokkru leyti rætur til þess, að lifað hefur verið um efni fram. Áreiðanlega er þvi þörf fyrir aðgætni, þvi að efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er engan veginn tryggt. Þvi er þörf fyrir viðtækt samstarf um að tryggja efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálf- stæði þjóðarinnar. Með þeim orðum vill Timinn þakka liðna árið og óska öllum farsæls komandi árs. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Hvers er að vænta af Carter og Hua? Horfur í alþjóðamálum um áramótin SENNILEGA mun athygli fjölmiðla á árinu 1977 beinast einna mest að tveimur nýjum valdamönnum, eða þeim Jimmy Carter, nýkjörnum forseta Bandarikjanna, og Hua Kua-feng, nýorðnum aðalleiðtoga Kina. Tvö af þremur helztu stórveldum heimsins verða þannig undir' leiðsögn nýrra leiðtoga á árinu og miklu getur skipt, hvernig þeim farnast. Að visu er ekki búiztvið neinum stórbreyting- um á stefnu Bandarikjanna undir stjórn hins nýja forseta, en það getur þó haft mikil á- hrif hvaða mál það verða sem hann lætur sitja i fyrirrúmi. Tekst honum t.d. að ná þvi markmiði að útrýma atvinnu- leysiheima fyrir? Slikt myndi ekki aðeins styrkja hann heima fyrir, heldur auka álit Bandarikjanna út á við. Tekst honum að bæta samstarf Bandarikjanna við Vestur- Evrópu og Japan og byggja á þeim grundvelli nýja samn- inga við Sovétríkin um tak- mörkum kjarnorkuvopna og annars vigbúnaðar? Tekst honum að bæta sambúðina við þriðja heiminn? Nái Carter verulegum árangri á þessum sviðum, hefurmikið umþokazt til betri vegar, en slikt er hins vegar auðveldara sagt en gert. Spurningamerkin eru sízt færri i sambandi við forustu Hua Kua-feng. Það virðist enn óráðnara hvert hann hyggst stefna. Valdabaráttan i Kina virðist hafa verið harðari en vitað var um i fyrstu, og henni virðist enn ekki fullkomlega lokið. Vel getur farið svo, að það verði herinn, sem segir siðasta orðið. En meðan þann- ig er ástatt i Kina, er erfitt að spá um framtiðina. Spárnar eru hins vegar frekar þær, að Hua muni færa stjórnarfarið i áttina til meiri stöðugleika og efnahagslegrar uppbyggingar, ef hann festist i völdum, en Mao fyrirrennari hans, sem lagði áherzlu á ævarandi bylt- ingarástand. Einkum væri þetta þó liklegt ef herinn fengi meiri völd. Hjá þriðja helzta stórveldinu Sovétrikjunum, virðist flest i föstum skorðum undir forustu hins sjötuga flokksleiðtoga, Leonid Brésnjef. Sitthvað virðist þó benda til, að hann viljikóróna starf sitt meö nýj- um samningi við Bandarikin um takmörkun á framleiðslu kjarnorkuvopna. Þegar mun afráðið, að þeir Carter og Brésnjef hittist á næsta ári, en áður mun Carter ræða við leiðtoga i Vestur-Evrópu og Japan. Ef til vill fæst skorið úr þvi á næsta ári, hvort held- ur þokast áleiðis í vigbúnað- armálum, eða allt situr við hið sama. ÁRIÐ, sem er að liða, hefur ekki verið ár mikilla tiðinda i alþjóðamálum. Kosningarnar i Bandarikjunum áttu sinn þátt i þvi. Bandarikin gátu ekki beitt sér fyrir neinum meiri háttar aðgerðum meðan úrslitin voru óviss. önnur riki voru lika ófús til samninga við þau á meðan þessi óvissa hélzt. Ariö 1976 hefur þvi verið ár kyrrstöðu og athafnaleysis að þessu leyti. Hins vegar hafa engins sérstök óhöpp gerzt og þróunin, þótt hæg væri, frekar beinzt i rétta átt. Um þessi áramót mun rikja meira frið- arástand i heiminum en dæmi erum lengi. Þannig má heita, Hua Kua-feng að nú eigi sér hvergi staö vopnuð átök, nema þá minni háttar vopnaviðskipti milli skæruiiða i Libanon og milli skæruliða og herliðs i Ródesiu. Vonandi er þetta góðs viti. Þá gera mennsér meirivonirum það nú en oftast áður, að hægt verði að ná samkomulagi i deilum Arabarikjanna og Israels. Báðir aðilar hafa sýnt aukin merki þess, að þeir séu reiðubúnirað vikja nokkuð frá fyrri kröfum. Flest bendir þvi til þess, að á árinu 1977, verði gerðný meiri háttar tilraun til að ná samkomulagi. Takist sú tilraun, verða deilur settar niður i þeim heimshluta, þar sem striðshætta hefur verið talin hvað mest. Það má þvi segja að verulegar vonir séu bundnar við árið 1977 um, að ýmsum málum þoki þá i frið- vænlegra horf eftir kyrrstöðu ársins, sem er að liða. Varð- andi þessi efni sem önnur mun þó hófleg bjartsýni bezt. A ARINU, sem er að liða, hef- ur orðið nokkur efnahagslegur afturbati i flestum vestrænum löndum eftir að kreppuástand hafði rikt um skeið. Batinn hefur þó orðið mun minni en spáð hafði verið og ýmsir efast um, að hann haldist áfram heldur geti nokkur afturkipp- ur komið til sögu, m.a. vegna oliuverðhækkunarinnar. Þvi rikir nú nokkur svartsýni i þessum efnum i Vestur- Evrópu i stað þeirrar bjart- sýni, sem rikti þar um siðustu áramót. 1 Vestur-Evrópu telst það sennilega helzt til tiðinda á ár- inu 1976, að helztu kommún- istaflokkar þar virðast á all hraðri leið til hægri og leita eftir samstarfi við hægri öflin. Einkum gildir þetta um it- alska kommúnistaflokkinn og aðalleiðtoga hans, Berlinguer, sem nú er dáður allra manna mest i Þjóðviljanum. Berling- uer leggur höfuðkapp á að komast i stjórn með Kristileg- um demókrötum og segist reiðubúinn til að vinna það til, að Italia verði áfram i Nato og að bandariskar herstöðvar verði áfram á Italiu. Eftir er að koma i ljós, hvort hér er um raunveruleg skoðanaskipti að ræða eða hina gamalkunnu hernaðarlist að vinna vigi inn- an frá. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.