Tíminn - 31.12.1976, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 31. desember 1976
ANNÁLL ÁRSINS 1976
Janúar
LandhelgisstriöiB við Breta
var mjög hart i janúar. Brezk
verndarskip gerðu margar og
itrekaðar ásiglingartilraunir á
islenzk varðskip og stór-
skemmdu þau. Stjórnmála-
. slitum við Breta hótað, ef
ásiglingartilraunum verði ekki
hætt. Luns framkvæmdastjóri
Atlandshafsbandalagsins
kemur til Reykjavikur og reynir
að leysa deiluna. Bretar kalla
herskipin út eftir að þeim hafði
verið veittur nokkurra daga
frestur til þess, en stjórnmála-
sambandi að öðrum kosti slitið.
Geir Hallgrimsson forsætisráð-
herra ræðir viö Wilson i London.
Týr klippir á landhelgisbrjót á
meðan, sem neitað hafði að
hætta veiðum. Togararnir
heimta hervernd og sigldu út,
þegar þeir fengu hana ekki.
Héldu aftur á miðin, þegar
brezka stjórnin ákvað að veita
þeim styrk vegna tapaðra veiði-
daga.
Sex hús á Kópaskeri gjöreyði-
lögðust i jarðskjálfta og fjöl-
mörg önnur stórskemmd. Flest-
ir ibúarnir fluttir burt um
stundarsakir. Enginn maður
fórst i þessum hamförum. Jörð
rifin og tætt viða um öxarfjörð.
300 ferkilómetra landsvæði á
hreyfingu og nær svæðið úr
Mývatnssveit og norður i öxar-
fjörð. Stöðvarhúsið við Kröflu
sigur. Nokkrir visindamenn
skrifa iðnaðarráðherra bréf og
telja óráðlegt að halda fram-
kvæmdum við Kröflu áfram.
Miklar umræður um hvort
hætta eigi framkvæmdum, en
ekki varð þó af þvi. Stóra bor-
holan við Kröflu hrynur saman
og stór hver myndast.
Mikið heitt vatn kemur úr
holum, sem verið er að bora við
Laugaland i Eyjafirði. Akveðið
að leiða vatnið til Akureyrar.
Ólafur Jóhann Sigurðsson
hlýtur bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs og Atli Heimir
Sveinsson hlýtur tónlistarverð-
laun ráðsins.
Mikil ófærð er i Reykjavik i
mánuðinum og hjálparsveitir
oft önnum kafnar við að hjálpa
fólki. Flugvél eyðileggst i
nauðlendingu á Borgarfirði
eystra, en flugmaðurinn slapp
ómeiddur. Flugfélagið Ernir á
ísafirði hættir flugi um tima.
Einn fjölmennasti fundur, sem
haldinn hefur verið i Húnaþingi
styður eindregið virkjun
Blöndu.
Hermann Jónasson fyrr-
verandi forsætisráðherra lézt i
Reykjavik 79 ára gamall.
Febrúar
Ólafur Jóhannesson dóms-
málaráðherra segir f útvarps-
Mikið tjón varð á mannvirkj-
um á Kópaskeri í jarðskjálft-
um og jörð rifnaði. Tima-
myndir: M.E. og Gsal.
rannsóknarlögreglu rikisins
lagt fram á Aiþingi.
Arni Guðmundsson fyrrum
bóndi að Brekku i Dýrafirði
varð 100 ára á hlaupársdaginn
29. febrúar. Einsdæmi, sem vart
gerist næstu aldirnar.
Sjómenn fara i verkfall og
flotinn stöðvast. Allsherjar-
verkfall i landi. 35 þúsund
manns leggja niður vinnu.
Bændur verða að hella niður
mjólk vegna verkfallanna.
Brezku herskipin stunduðu ofsalegar ásiglingar á fslenzku varöskipin. Þannig kom Vereitt sinn tilhafnar og var mildi að enginn
skinveria skyldi týna lífinu f þessari bamslausu árás Bretanna.
Timamynd: G.E.
þætti að það sé sin persónulega
skoðun að ekki sé grundvöllur á
sámkomulagi við Breta á
grundvelii þeirra viöræðna, sem
fram fóru milli forsætisráö-
herra íslands og Bretlands.
Hugmvndum Breta
um samninga hafnað af rikis-
stjórninni tveim dögum siðar.
Boðið upp á viðræður um veiði-
heimildir til skamms tlma.
Brezkar freigátur koma aftur
inn i landhelgina, og hefja
ásiglingar. Norðmenn gefa
yfirlýsingu um að þeir styðji
íslendinga heils hugar. Stjórn-
málasambandi við Breta slitið.
frar koma til landsins á skinnbát. Tfmamynd G.E.
Eldur kom upp I fataverksmlöjunni Hekiu á Akureyri I marz og
hlauzt af þvi tugmilljóna tjón.
Loðnuaflinn orðinn 137 þúsund
lestir fyrir verkfall. Mokafli um
það bil, sem vinnustöðvun hefst.
Ibúðarhús brennur að Efri-
Mýrum i A.-Hún. Fólkið bjarg-
ast naumlega. Búnaðarþing sett
i Reykjavik. Frumvarp um
ANNÁLL ÁRSINS 1976