Tíminn - 31.12.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.12.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 31. desember 1976 7 SAMANTEKT: MAGNÚS ÓLAFSSON Marz Samningar takast i kjara- deilunni og verkföllum aflýst. Kauphækkanir verða 24% i áföngum, auk 1500,00 kr. lág- launauppbótar. Fjögur félög fella sjómannasamningana, en verkfalli þeirra siðan frestað. 12 hundruð þúsund litrum af mjólk hellt niður i verkfallinu. Brezkir togaraskipstjórar brjótast út úr flotakvinni, sem herskipin hafa haldið þeim i að undanförnu þvi þau hafa ekki getað verndað þau gegn ásókn varðskipanna. Meiri heift færist i baráttuna á miðunum. Baldur stórskemmdur eftir ásiglingar. Aðstoðarráðherra i brezku stjórninni flaug yfir miðin og sendi sinar beztu kveðjur og hamingjuóskir til skipshafna brezku verndarskipanna og sagði að þau hefðu- unnið hið bezta verk Byssur á brezku herskipi mannaðar og miðað á islenzkt varðskip. Togarinn Ver fer til gæzlustarfa. Stálskipið Hafrún AR 28 frá Eyrarbakka ferst og með þvi átta manna áhöfn. Einn maður fórst þegar fólksflutningabill steyptist niður snarbratta fjallshlið við mynni Stráka- gangna i Siglufirði. 16 manns tókstað komast út úr bifreiðinni á siðustu stundu. Ofsaveður á Austf jörðum. Tveir bilar fuku út af veginum og gjöreyðilögðust. Annar billinn var mannlaus, en i hinum voru piltur og stúlka, og fóru þau 6 veltur áður en þau komust út. Pilturinn ómeiddur, en stúlkan meiddist litilsháttar. Tugmilljónatjón varð i Fata- verksmiðjunni Heklu á Akur- Island komst heldur betur I heimsfréttirnar, þegar flugvélaræn ingjar lentu á Keflavikurflugvelli. Róbert tók þessar myndir og á neðri myndinni sést vél ræningjanna t.h. ásamt fylgdarvélinni og á efri myndinni sjást starfsmenn Flugleiða flytja töskur með dreifimiðum úr vél ræningjanna i fylgdarvélina og voru töskurnar gegnumlýstar í millitíðinni. Friðrik ólafsson, stórmeistari, sigraði á sjöunda Reykjavikurskákmótinu. Hoilenzki stórmeist- arinn Timman varð jafn Friðrik að vinningum og hér eru meistararnir i hófi menntamálaráð- hérra að mótinu loknu. Timamynd: G.E. ir færa sig á Vestfjarðamiö. Varðskipin gera mikinn usla og gengur vel i baráttunni, og brezku freigáturnar gefast upp við að vernda togarana i hópum. Freigáturnar láta dráttar- bátunum eftir ásiglingatilraun- ir. Loftskeytamenn á strand- stöðvum neita að afgreiða brezk skip við landið. Bandarikja- menn beðnir um skip til gæzlu- starfa. Islenzkir netabátar staðnir að ólöglegum veiðum mitt i þorskastriði. Alftanes GK 51 ferst út af Hópsnesi og með bátnum tveir menn. Skipverjar á Hrafni Sveinbjarnarsyni II bjarga sex skipverjanna. Tuttugu og átta ára maður, Guðbjörn Tryggvason, skotinn til bana á Akureyri. Atján ára piltur, úlfar ólafsson var hand- tekinn kvöldið eftir og viðurk. hann morðið sólarhring siðar. Skinnadeild Heklu hefur vinnslu i nýju húsnæði. Nýr tog- ari kom til Dalvikur. 800 lesta oliugeymir hjá Alverinu sparkk og eldur kviknaði i oliunni. Lá við stórslysum á Holta- vörðuheiði, þegar margir lögðu á heiðina um páska án nægilega góðs útbúnaðar og stórhrið brast á. Margir lentu i miklum hrakningum. „Böðunarstrið” var i Húna- þingi. Mai Landhelgisgæzlan fær nýja þyrlu. Freigáturnar hefja á ný ásiglingar á varðskipin. Baldur svaraði einni ásiglingunni i sömu mynt, og stórt gat kom á freigátuna. Sjö sinnum siglt á varðskipin einn daginn, og stóð- ust þau ásiglingarnar með prýði, en ein freigátan hrökklaðist burt með brotið stefni. Byssa varðskipsins Týs mönnuð og skotið fyrir framan togara. Nimrodþota hótar að skjóta varðskipið niður. Ekki fyrr vitað, að þoturnar væru vopnaðar. Fjölmennar mót- mælaaðgerðir gegn dvöl varnarliðsins og veru íslands i Nato. Farin var Keflavikur- eyri, þegar eldur kom upp i hrá- lager verksmiðjunnar. Daglegt lif færist i eðlilegt horf á Kópaskeri. Samiö um hönnun hitaveitu fyrir Akureyri. Búnaðarþingi lýkur i Reykjavik. Innlend kjarnfóður- framleiðsla, orkumál og lána- mál landbúnaðarins voru meðal merkustu mála þingsins. Þingið stóð i 17 daga og voru 20 fundir haldnir. Ný flugvél bætist i flugflota Norðurlands. ASI á 60 ára afmæli. Þórarinn Þórarinsson á 40 ára ritstjórnarafmæli. April 'Varðskipið Týr verður að sigla á brezka freigátu til að komast hjá þvi að verða sjálft siglt niður. Brezku veiðiþjófarn- 437 kindur fórust i Svartá, þegar safnið slapp úr nátthaganum við Stafnsrétt og spennti á ána. Timamynd Mó. SAMANTEKT: MAGNÚS ÓLAFSSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.