Tíminn - 31.12.1976, Blaðsíða 27

Tíminn - 31.12.1976, Blaðsíða 27
Föstudagur 31. desember 1976 27 Yfirlýsing frá Varnarmálanefnd Fyrir nokkru voru flugmála- stjörn afhentar 3 notaðar slökkvibifreiðar frá varnarlið- inu. Blaðaskrif hafa orðið um mál þetta. Þannig birtist 17. des. s.l. viðtal við slökkviliðs- stjórann á Reykjavikurflugvelli i Þjöðviljanum þar sem segir: „Við skoðun hefur komið i ljós að hægt er aö gera einn af þess- um þremur bilum upp með all- miklum tilkostnaði, en hinir tveir eru algert rusl, sem eng- um dettur i hug að reyna að gera við, sundurryðgaðir auk alls annars”. Siðar segir: „Enda væri það svo aö Kaninn væri að losa sig við bilana vegna þessaðþeir væru ónýtir. Fleiri eru ummælin og öll i sama dúr. Þetta er svo endurtekið i Visi sama dag þar sem m.a. er full- yrt: „Gjafabilarnir ónýtt rusl”. t Þjóðviljanum 22. des s.l. fer svo flugmálastjóri sjálfur af stað og segir m.a.: „Þetta væru tæki, sem herinn væri hættur að nota, en það hefðu aftur á móti verið mistök hjá varnarmála- nefnd að þiggja þá, eins og þeir væruá sig komnirog láta lita út sem um einhverja „þjóðargjöf” til tslendinga væri að ræða. Þar sem i viðtölum þessum er mjög hallað réttu máli telur varnar- málanefnd nauðsynlegt að eftir- farandi komi fram: Upphaf máls þessa er bréf, dags. 2. marz 1976 stilað til ut- anrikisráðuneytisins, og undir- ritað af Agnari Kofoed-Hansen, en bréiið er svohljóðandi: „A 878. fundi flugráðs, sem hald-' inn var 26. f.m. var m.a. rætt um nauðsynlegar úrbætur á slökkviþjónustu á islenzkum flugvöllum og kom þar fram að slökkvilið Keflavikurflugvallar er að losa sig við ýmsan eldri búnað. Af þessu tilefni var gerð eftirfarandi samþykkt: „Flugráð beinir þeim ein- dregnu tilmælum til utanrikis- ráðuneytisins, að það hlutist til um, að allur sérhæfður slökkvi- búnaður fyrir flugvallaslökkvi- liðið, þ.á.m. bifreiðar og tæki, sem slökkvilið Keflavikurflug- vallarhefurekkilengur not fyr- ir, verði fenginn flugmálastjórn til að sinna brýnustu úrbótum i slökkviþjónustu á öðrum flug- völlum á Islandi.” Utanrikisráðherra taldi strax að óhjákvæmilegt væri að Sala varnarliðseigna afgreiddi málið á venjulegan hátt þ.e. með sölu þessa varnings til hæstbjóð- anda. Hins vegar vildi flugráð fá bifreiðarnar beint til ráöstöf- unar, og var þessi ösk margend- urtekin i samtölum ýmissa flugráðsmanna og starfsmanna flugmálastjórnar við ráðherra og starfsmenn varnarmála- deildar. Lauk þessu máli svo að sam- þykkt var aö afhenda bif- reiðarnar flugmálastjórn til ráðstöfunar, en beiðnir um þær höfðu lika borizt utan af landi. Jafnframt var Sölu varnarliðs- eigna falið að tollafgreiða þær. Meðan mál þessi voru til um- ræðu kom fram að varnarliðið var fúst til þess að gefa bifreið- ar þessar, og tvær til viðbótar á næsta ári, gegn þvi að þær færu til flugvalla á Islandi þar sem þeirra væri mest þörf, en væru ekki seldar i pörtum, eins og fram að þessu hefur tiðkazt hjá Sölu varnarliðseigna. 1 fyrrgreindum blaðaskrifum er látið að þvi liggja að ástand biíreiðanna hafi komið viðtak- endum algjörlega á óvart. Stað- reynd málsins er hins vegar sú að trúnaðarmenn flugmála- stjórnar höfðu kynnt sér ástand bifreiðanna með endurteknum skoðunarferðum til Keflavikur- flugvallar. Þetta staðfestir flug- málastjóri raunar með þessum orðum i Visi 23. þ.m. „Guömundur Guðmundsson, slökkviliðsstjórinn okkar og Gunnar Sigurðsson, flugvallar- stjóri, voru löngu búnir að skoða þessa bila, suðurfrá, og vissu vel um ástand þeirra.” Sjálfur skoðaði flugmálastjóri bif- reiðamar á s.l. vori. Þegar kunnugt var að bif- reiðarnar yrðu afhentar til notkunar á islenzkum flugvöll- um lögðu slökkviliðsmenn á Keflavikurflugvelli sig fram um að afla til þeirra tækja og búnaðar, þannig að þær gætu komið að sem beztum notum. Af framansögðu er ljóst að umræddar 3 slökkvibifreiðar voru afhentar flugmálastjórn samkvæmt eindregnum tilmæl- um hennar, aö undangenginni nákvæmri skoðun bifreiðanna af tilkvöddum trúnaðarmönn- um flugmálastjóra svo og hon- um sjálfum. Ummæli flugmála- stjóra og starfsmanna hans um hið gagnstæða eru þvi bæði röng og villandi. Páll Asg.Tryggvason Hallgrimur Dalberg Höskuldur Ólafsson Hannes Guðmundsson Valtýr Guðjónsson. Gleðilegt nýór þökkum viðskiptin á liðnum órum RAFN H.F. SANDGERÐI Útgerð Sfldarvinnslunnar Neskaupstað óskar öllum viðskiptavinum starfsmönnum svo og landsmönnum öllum farsældar á nýja árinu Óskum öllu starfsfólki okkar og viðskipta- vinum farsældar ó nýja órinu Þökkum samstarfið á árinu sem er að liða. Haraldur Böðvarsson & Co Akranesi Útgerðarfélag Akureyringa h.f. óskar öllu starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegs nýárs Gleðilegt nýár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Bjarni Þ. Halldórsson & Co., Garðastræti 4. Gleðilegt nýár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. KAUPFÉLAG REYKJAVlKUR OG NAGRENNIS Óskum viðskiptamönnum okkar, svo og landsmönnum öllum farsœldar á koinandi ári Þökkum þau liðnu. Gluggasmiðjan Gissur Simonarson, Siðumúla 20, simi 38220.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.