Fréttablaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 65
Bíll bakkaði aftan á mótorhjól Arnolds Schwarzenegger, rík- isstjóra Kaliforníu, og þurfti að sauma 15 spor í vör hans. Með Arnold í för var 12 ára sonur hans, Patrick, en mótor- hjólið var með hliðarvagni. „Rík- isstjórinn gat ekki forðað sér frá farartækinu og lenti í árekstri á litlum hraða,“ sagði í yfirlýsingu. Arnold og sonurinn fóru á sjúkra- hús í skoðun en fengu að fara heim nokkru síðar. Arnold braut sex rifbein í mót- orhjólaslysi árið 2001 og þurfti þá að dvelja á sjúkrahúsi í fjóra daga. Tólf spor saumuð ARNOLD SCHWARZENEGGER Ríkisstjórinn og leikarinn lenti í mótorhjólaslysi á dög- unum. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Ég sá þessa pilta spila á Nasa á síðustu Airwaveshátíð og fannst þeir ekkert sérstakir. Það var kannski þess vegna sem ég var ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að hlusta á þessa frumraun þeirra. Fannst þetta vera ófrumlegt indírokk eins og önnur hver sveit er að spila í dag, auk þess sem piltarnir hafa lítinn sjarma á sviði. En af einhverjum undarlegum ástæðum er miklu meiri galdur á sveitinni á plasti. Hún er þó lítið frumlegri en lögin njóta sín betur við endurtekna hlustun. Mesti sjarminn er í gölluðum söngnum. Þegar hann teygir sig í hærri nóturnar hljómar söngvarinn eins og ungt klón af David Byrne úr Talking Heads. Sú sveit hefur augljóslega verið mikill áhrifavaldur. Ég er heldur ekki frá því að Modest Mouse sé í uppáhaldi líka. Í laginu The Skin Of My Yellow Teeth brotnar rödd söngvarans á viðkvæmum stað í laginu, nægilega illa til þess að honum yrði hent út úr Idol, bæði af dómurum og áhorfendum. Hann fær prik fyrir það að halda því inni. Platan hefst á sirkuslegu forspili, þar sem söngvarinn býður hlustandann velkominn með gjallarhorni og hvetur svo alla til þess að klappa saman höndunum. Sena sem minnir óneitanlega á Tom Waits-plötuna Black Rider. Það er helsti galli þessarar sveitar, því þó svo að lögin séu nokkur góð og grípandi minna þau alltaf aðeins of mikið á einhverja aðra tónlistarmenn. Það eina sem er ferskt við þessa sveit er sú ungæðislega gredda sem fylgir oft sveitum á fyrstu plötu. Clap Your Hands Say Yeah verða því að taka stórt stökk með næstu plötu, ætli þeir að halda áhuga gagnrýnenda og almennra grúskara. Annars er óhætt að mæla með þessari plötu fyrir alla þá sem hafa gaman af skítugu og unggæðislegu indírokki. Þetta er hin fínasta frumraun og ætti að nægja sveitinni til þess að vekja á sér athygli hér og þar um hnöttinn. Vonum bara að þeir nái að þróa með sér stíl í framtíðinni sem er meira þeirra eigin, því þetta eru góðir lagahöfundar og eiga skilið að blómstra. Eitt klapp fyrir indírokki! CLAP YOUR HANDS SAY YEAH: CLAP YOUR HANDS SAY YEAH Niðurstaða: Frumraun Clap Your Hands Say Yeah er hin fínasta afurð. Sveitin er þó aðeins of föst í áhrifavöldum sínum til þess að ná að blómstra almennilega. Trúbadorinn Halli Reynis held- ur tónleika á Café Rosenberg á morgun. Þar mun hann spila efni af væntanlegri plötu sinni auk nokkurra eldri laga. Upptökur á plötunni hefjast á föstudag og er stefnan að ljúka þeim um helgina. Áætlað er að platan, sem ber vinnuheitið „Leiðin er löng“, komi út upp úr miðjum febrúar. Halli verður þar að stórum hluta einn með gítarinn en einhverjir gesta- spilarar verða þó með í för. Síðasta plata Halla, „Við erum eins“, kom út árið 2004 og fékk prýðilegar viðtökur. „Ég gerði þetta fyrir síðustu plötu líka,“ segir Halli Reynis. „Mig langaði að halda tónleika til að setja pressu á sjálfan mig og viðra lögin aðeins.“ Halli segist upphaflega hafa ætlað að gera plötu með hljóm- sveitinni sinni en hann hafi átt svo mikið efni að hann vildi nota eitt- hvað af því fyrir trúbadorinn. Halli Reynis spilar efni af nýjustu plötunni HALLI REYNIS Tónlistarmaðurinn Halli Reynis er að hefja upptökur á nýrri plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.