Fréttablaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 41
MARKAÐURINN
Markaðurinn og Sjóvá gangast
á árinu 2006 fyrir átaki á meðal
fyrirtækja til að draga úr slys-
um og tjónum á vinnustöðum og
auka þannig öryggi starfsmanna.
Hérlendis hafa vinnuslys verið
nokkuð tíðari en í nágrannalönd-
um okkar og margvísleg önnur
tjón einnig. Reglulega verða birt-
ir pistlar í blaðinu um hvern-
ig fyrirtæki hafa sýnt gott for-
dæmi og dregið úr slysum og
tjónum. Þá verður sýnt fram á
að margvísleg óhöpp og slys á
fólki á vinnustöðum má rekja til
þess að þjálfun starfsmanna var
ábótavant eða eðlilegar forvarnir
höfðu ekki verið gerðar.
Fyrirtæki læra mest af því að
heyra reynslusögur annarra fyr-
irtækja, bæði þar sem vel hefur
tekist og þar sem betur hefði
mátt standa að málum. Tilgangur
átaksins er fyrst og fremst að
vekja athygli á þessum málum
í fyrirtækjum og sýna fram á
mögulegan ávinning fyrirtækja
af meiri forvörnum.
Mörg dæmi má taka um fyr-
irtæki sem hafa sinnt sínum for-
varnarmálum af mikilli prýði og
uppskorið ríkulega. Þannig var
til að mynda með málningarverk-
smiðjuna Hörpu. Þegar eldur
kom upp í nýrri verksmiðju fyr-
irtækisins á Ártúnshöfða fyrir
fáeinum árum kom í ljós hversu
góðar eldvarnir fyrirtækisins
reyndust ábatasamar fyrir það.
Fyrirtækinu hafði verið skipt
upp í eldhólf og brunavörnum
verið fylgt í hvívetna og þess
vegna náðist að afmarka eldinn
við einungis einn hluta bygging-
arinnar. Það þýddi síðan að fyrir-
tækið gat áfram þjónað flestum
viðskiptavinum sínum fljótlega
eftir brunann.
Þegar starfsmenn tileinka sér
öryggi á vinnustað, minnkar það
líkur á slysum og skemmdum á
munum fyrirtækisins sem eykur
síðan framleiðni. Þá hefur komið
í ljós að starfsmenn sem tileinka
sér öryggi á vinnustað eru lík-
legri til að yfirfæra það á frítím-
ann. Loks hefur fyrirtæki sem
helgar sig forvörnum jákvæðari
ímynd á markaði.
Við þurfum að losna við vissa
helgislepju sem hvílir á forvörn-
um hérlendis. Fyrirtæki eiga að
taka mun meira frumkvæði í
þessum efnum og gera forvarnir
að eðlilegum þætti í sinni dag-
legu starfsemi. Með því getum
við einnig dregið úr umfangi
opinberrar eftirlitsstarfsemi. Við
eigum að geta tekið upp vissa
gæðavottun í öryggis- og for-
varnamálum og séð um þessi mál
meira sjálf.
Þór Sigfússon, forstjóri
Ö R U G G F Y R I R T Æ K I
S P Á K A U P M A Ð U R
17MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006
S K O Ð U N
Helgislepju af forvörnum fyrirtækja!
Þegar starfsmenn tileinka sér öryggi á vinnustað, minnkar
það líkur á slysum og skemmdum á munum fyrirtækisins
sem eykur síðan framleiðni... Loks hefur fyrirtæki sem helg-
ar sig forvörnum jákvæðari ímynd á markaði.
Ég vona að ekki hafi nokkrum
lifandi manni dottið í hug að hlusta
á mig þegar ég fór að fabúlera um
að maður ætti að minnka stöðuna
á markaðnum.
Ég bara skil ekki hvað kom
yfir mig, enda fór ég ekki að eigin
ráðum sem betur fer. Sala Straums
á bréfunum í Íslandsbanka hefur
aldeilis hleypt lífi í þetta allt
saman á ný. Ég fresta því öllum
áætlunum mínum um að draga
úr fjárfestingum á innlendum
hlutabréfamarkaði og hana nú.
Þetta er bara svo einfalt.
Enginn þessara stóru mun tíma
að leyfa markaðnum að lækka
svo nokkru nemi. Íslandsbanki
fer á fullt með Karli Werners
og Baugi, meiri kraftur fer í allt
hjá bankanum. Þetta var bara
fyrsta skrefið í stærri fléttu.
Jón Ásgeir á eftir að auka hlut
sinn í bankanum þegar fram líða
stundir. Mér finnst það dáldið
fyndið í ljósi þess að hér gekk
maður undir manns hönd til að
koma í veg fyrir að hann eignaðist
hlut í nokkrum fyrirtækjum.
Tryggingamiðstöðinni, Íslands-
banka og Flugleiðum. Hvar er
hann nú? Sjóvá, Íslandsbanka
og FL Group. Svona eru örlögin
oft gráglettin og ekki skrýtið
að Styrmir sendi SOS-skeyti
í leiðurum til hins ónefnda og
þessara þriggja sem eftir eru
sama sinnis.
Ég spái því að Karl Werners
kaupi hlut í FL Group og Baugur
meira í Þætti. Svo spái ég því að
Ólafur Ólafsson eigi eftir að kaupa
einhverjar eignir af FL Group,
sennilega fraktflugið. Ég held
að farþegaflugið sé ekki til sölu.
Hannes ætlar að fara með það
módel miklu lengra. Hann hættir
ekki fyrr en hann er með stærsta
flugfélag í Evrópu í höndunum, og
hættir þá sennilega ekki heldur.
Straumur er líka búinn að
gera góðan díl. Innleysa helling
á sölunni í Íslandsbanka og
óskráðu eignunum til Baugs.
Straumur getur því farið á fullt
í erlend verkefni með Björgólfi
Thor. Svo eiga Bjöggarnir það
alltaf uppi í erminni að slá saman
Landsbankanum og Straumi.
Ég spái því fyrir páska eða um
páskana, því þeir nota gjarnan
langar helgar til að klára slík
viðskipti.
Það verður alla vega engin
lognmolla á næstunni og þegar
hann blæs, fer ég út með flug-
drekann minn og græði á tá og
fingri.
Spákaupmaðurinn á horninu.
Draumur
að hafa
Straum