Fréttablaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 23
][ , Páskafríið er næsta langa fríið og því er alveg tilvalið að fara að skipuleggja það ef fara á eitthvert út fyrir landsteinana. Icelandair ætlar að fljúga með ástfangna til Boston 11. til 15. febrúar. Boston er ein skemmtilegasta borg Bandaríkjanna í margra augum þar sem hún sker sig nokk- uð frá öðrum bandarískum borg- um. Boston býður upp á fjölda áhugaverðra veitingahúsa, iðandi menningarlíf og marga merkilega sögustaði. Icelandair býður upp á Valentínus- arferð til Boston um miðjan febrú- ar, en vafalaust geta þeir sem ekki vilja halda upp á Valentínusardag- inn skellt sér með í för. Innifalið í ferðinni er gisting í fjórar nætur á Copley Square Hotel með morgun- verði, flugvallarskattar og þjón- ustugjöld. ■ Valentínus í Boston Boston er ein af skemmtilegustu borgum Bandaríkjanna. Þangað ætlar Icelandair að fljúga í Valentínusarvikunni um miðjan febrúar. KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 Margir kjósa að ferðast á eigin vegum og styðjast við lág- gjaldaflugfélög. Á internetinu má finna margar síður sem gefa þann kost að setja saman ódýrar ferðir. Þær síður sem helst ber að nefna eru www.ryanair.com, www.eas- yjet.com, www.scandinavian. net, www.statravel.com og www. searchguide.biz. Á öllum þessum síðum má finna lág fargjöld sem koma áhugasömum út í heim fyrir lítið fé. Einnig eru á vefnum tvær hagnýtar leitarvélar sem skanna heimasíður annarra flugfélaga í leit að ódýrasta fargjaldinu. Leit- arvélarnar eru www.dohop.com og www.mobissimo.com. Dohop er mun stærri þar sem hún skannar yfir 600 flugfélög meðan Mobiss- imo skannar rúmlega hundrað. Hagstæðasta lausnin er sýnd hvort sem það er í beinu flugi eða tengi- flugum. Á Mobissimo er hægt að bóka flugið gegnum síðuna en á Dohop opnast vefur viðkomandi flugfélaga sem selja ferðina. Alltaf er mælst til þess þegar fólk kaupir farmiða á vefnum að kynna sér skilmálana vel og passa að greiðslukerfið sé öruggt. Farmiðinn keyptur á netinu Reglum Icelandair um farangur til Bandaríkjanna var breytt fyrir jól og nú mega farþegar á almennu farrými taka með sér tvær einingar af far- angri sem hvor um sig má ekki vera meira en 23 kíló. Farþegar á viðskiptafarrými mega hins vegar taka með sér tvær einingar sem hvor um sig má vera 32 kíló. Um daginn birtust úreltar upp- lýsingar hér á ferða- síðunni um farangur til og frá Bandaríkjunum. Reglur um þyngd farangurs sem hafa má með sér til Evrópu með bæði Icelandair og Iceland Express eru hins vegar óbreyttar. Almennt gildir að farþegar mega hafa með sér farangur sem samtals má ekki vega meira en 20 kíló. Um handfarangur gilda þær reglur hjá Icelandair að farþegar á almennu farrými mega taka með sér sex kíló en farþegar á við- skiptafarrými níu kíló. Hjá Iceland Express mega farþegar hafa með sér tíu kíló í handfarangur. Reglur eru nokkuð breytilegar hjá flugfélögum en hægt er að fá frekar upplýsingar um leyfilega þyngd og stærð farangurs á flestum heimasíðum flugfélaga. Hversu þung er taskan? ÁÐUR EN HALDIÐ ER UTAN VAKNA OFT UPP SPURNINGAR UM HVERSU MIKINN FARANGUR MÁ HAFA MEÐ SÉR. Margir nýta sér lággjaldavefsíður flugfélaga og leitarvélar til að kaupa ódýra farmiða út í heim. Eitt af þeim námskeiðum sem í boði eru núna hjá Sumarferðum kallast Ný og betri kona og er það námskeið sem Sumarferðir standa að í samvinnu við Dale Carnegie. Námskeiðið verður haldið dagana 16. til 23. febrúar og er ofið saman úr námskeiðum frá Dale Carnegie um hreyfingu, næringarfræði og gleði. Dale Carnegie á Íslandi og Bjargey Aðalsteinsdóttir íþróttafræðingur sjá um skipulagða dagskrá alla dagana. Markmið námskeiðsins er að efla sjálfstraustið, bæta hæfni í mannlegum samskiptum, efla tjáningarhæfileikana, þróa leiðtogahæfileika, hafa stjórn á áhyggjum, streitu og kvíða, læra hnitmiðaða markmiðasetningu og bæta heilsu. Ný og betri kona á Kanaríeyjum SUMARFERÐIR BJÓÐA UPP Á SKEMMTILEG NÁMSKEIÐ SEM HALDIN ERU Á ERLENDRI GRUND OG ERU UNDIR HEITINU NÝ OG BETRI. ÖLL HAFA NÁMSKEIÐIN ÞAÐ AÐ MARKMIÐI AÐ BYGGJA UPP LÍKAMA OG SÁL. Konur, sem hafa áhuga á að efla líkama og sál, fá frí um leið og örlítið dekur, geta skellt sér á námskeiðið Ný og betri kona, sem Sumarferðir bjóða upp á í samvinnu við Dale Carnegie.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.