Fréttablaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 25
Evrópskir bankaræningjar Sífellt harðari 6 Fjárfestingar útlendinga Takmarkanir ekki bundnar við fisk 4 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 11. janúar 2006 – 2. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Keops kaupir | Danska fasteigna- félagið Keops sem er að stórum hluta til í eigu Baugs Group hefur keypt 84 fasteignir í Svíþjóð fyrir 22 milljarða króna. Grænt ljós | Samkeppnisyfirvöld hafa ekki gert athugasemd við kaup FL Group á Sterling og telj- ast kaupin því fullgengin í gegn. Stoðir kaupa | Fasteignafélagið Stoðir hefur keypt danska fast- eignafélagið Atlas Ejendomme og eignaðist þannig 150 þúsund fer- metra húsnæði. Straumhvörf í ÍSB | Hlutur Straums-Burðaráss í Íslandsbanka var seldur á 60 milljarða. Þáttur er nú stærsti hluthafinn með hlut að verðmæti 54 milljarða. Fimmta frjálsasta | Ísland er í fimmta sæti á lista yfir frjálsustu hagkerfi heims og hækkar um þrjú sæti milli ára. 100 milljarðar | Actavis hefur gengið frá 100 milljarða fjármögn- un sem byggist annars vegar á sambankaláni og hins vegar á sölu forgangsréttarhluta-bréfa. Styrkingu lokið | Krónan mun leita til baka á árinu og styrking- arferli hennar er lokið að mati greiningardeildar Landsbankans. 122.7 milljarðar | 9. janúar var veltumesti dagur Kauphallarinnar frá upphafi. Alls námu hlutabréfa- viðskipti 122,7 milljörðum króna. Um 68 milljarða viðskipti voru með bréf Íslandsbanka. Metár Volkswagen | Volkswagen bílarisinn seldi á síðasta ári 5,24 milljónir ökutækja og hefur aldrei selt meira á einu ári. F R É T T I R V I K U N N A R Gott til síðasta dropa Markaðurinn og Sjóvá gangast á árinu 2006 fyrir átaki á meðal fyrirtækja til að draga úr slys- um og tjóni á vinnustöðum og auka þannig öryggi starfsmanna. Reglulega verða birtir pistlar í blaðinu um hvernig fyrirtæki hafa sýnt gott fordæmi og dregið úr slysum og tjóni. Tilgangur átaksins er fyrst og fremst að vekja athygli á þessum málum í fyrirtækjum og sýna fram á mögulegan ávinning fyrirtækja af meiri forvörnum. Fyrsti pist- ill Þórs Sigfússonar, forstjóra Sjóvár, birtist í Markaðnum í dag. Á eftir munu fylgja pistlar frá starfsfólki Sjóvár um þennan mikilvæga málaflokk. Sjá pistil á blaðsíðu 17 Átak gegn vinnutjóni Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar FL Group mun hafa leitað hófanna hjá Straumi- Burðarási fyrir áramót um að Straumur seldi hlut sinn í Finnair en ekkert varð af því. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum eiga félögin tvö um sautján prósent hlutabréfa í finnska flugfélaginu, þar af er hlutur Straums sá næststærsti í félaginu á eftir finnska ríkinu. Málefni Finnair munu þó ekki hafa verið til umræðu um helgina þegar Straumur og kaupendur Íslandsbankabréfanna réðu saman ráðum sínum en FL Group keypti einmitt bréf í Íslandsbanka af Straumi. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, hefur greint frá því að félagið hafi mikinn hug á að taka frekari þátt í starfsemi Finnair ef finnska ríkið losi um hlut sinn. Hlutabréf í Finnair hafa tekið mikinn kipp upp á við eftir fjárfestingu FL Group og hækk- að um tæp sautján prósent frá áramótum. Í samtölum Markaðarins við sérfræðinga á finnskum hlutabréfamarkaði kom fram að harla ólíklegt sé að finnska ríkið sleppi hendinni af meiri- hlutaeign sinni, enda ku ekki vera pólitískur vilji fyrir því og lítil krafa frá fjármálamarkaðnum um frekari einkavæðingu félagsins. Ríkið hefur heim- ild til þess að selja átta af 58,1 prósenta eignarhlut sínum en ekkert hefur verið ákveðið hvenær eða hvort af því verði. Rekstur Finnair er í miklum blóma. Félaginu hefur tekist vel að skera niður kostnað í rekstr- inum en síðustu uppgjör hafa öll verið fyrir ofan væntingar markaðsaðila. Töluverður vöxtur hefur verið á flugleiðunum til Asíu og hyggst félagið vaxa frekar á þeim vettvangi. Starfsemi eins af dóttur- félögunum, lággjaldaflugfélagsins FlyNordic, sem gerir út frá Svíþjóð, hefur einnig vaxið hratt. Finnska félagið greindi frá því í gær að það hafi flutt 8,5 milljónir farþega á síðasta ári sem er mesti farþegafjöldi í sögu félagins. Er það 4,5 prósenta aukning á milli ára. Í desember jókst farþegafjöldi allrar samstæðunnar um þrjú prósent og var sæta- nýting um 74 prósent. Burðarás hóf að fjárfesta í Finnair snemma á síðasta ári og fór yfir tíu prósenta hlut undir lok árs. Hlutur íslensku félaganna er um fimmtán milljarðar króna að markaðsvirði. FL Group vildi kaupa hlut Straums í Finnair Finnska ríkið mun ekki láta frá sér meirihlutastöðu. Fimmtán milljarða fjárfesting Íslendinga. Intrum Justitia hefur fengið leyfi sænsks móður- félags síns til að hefja starfsemi í Færeyjum og hefur Sigurður Arnar Jónsson, forstjóri Intrum, verið á ferð um eyjarnar undan- farna daga í leit að heppilegum fjárfestingar- kostum. KB banki, Landsbankinn, tu ttugu sparisjóðir og Intrum Justitia bv eiga hver sinn fjórðungshlutinn í Intrum Justitia á Íslandi og segir Sigurður óvanalegt að félagi sem ekki er í hundrað prósenta eigu Intrum Justitia bv sé heimilað að reka starfsemi undir merkjum Intrum utan heimamarkaðar. „Rétturinn var í rauninni í eigu Intrum í Danmörku en var fenginn okkur. Þetta verður dótturfélag hins íslenska Intrum.“ Landsbankinn á tæplega sautj- án prósenta hlut í Intrum Justitia bv og situr Sigurjón Árnason bankastjóri í stjórn félagsins. -jsk Intrum opnar í Færeyjum HÖFUÐSTÖÐVAR INTRUM VIÐ LAUGAVEG Íslandsbanki hefur selt einn milljarð nýrra hluta í lokuðu útboði til fagfjárfesta. Bréfin voru seld á genginu 18,6 og nemur söluandvirðið því 18,6 milljörðum króna. Mikill áhugi var fyrir þessu útboði. Áttatíu fagfjárfestar óskuðu eftir því að kaupa bréf fyrir 27 milljarða króna og var umframeftirspurnin því 56 pró- sent. Þá miðlaði Íslandsbanki hlutabréfum í sjálfum sér fyrir tíu milljarða króna en þetta voru þeir hlutir sem bankinn keypti af Straumi. Hlutafjáraukningin styrkir bankann fjárhagslega og gefur honum kost á frekari vexti erlend- is að sögn Bjarna Ármannssonar, forstjóra Íslandsbanka. Stjórn bankans hefur ákveðið að bjóða hluthöfum upp á að taka helming arðgreiðslna fyrir síð- asta ár í formi nýrra hlutabréfa í bankanum. Þá hefur Bjarni Ármannsson keypt bréf fyrir 930 milljónir að markaðsvirði. Eignarhlutur Bjarna og tengdra aðila í bank- anum nemur því tæpum 2,5 millj- örðum króna. Einnig var tilkynnt um kaup félaga í eigu stjórnar- mannanna Karls Wernerssonar og Róberts Melax. Karl kaup- ir fyrir þrjá milljarða króna í gegnum Milestone og er hlutur félagsins kominn í um fimm pró- sent af hlutafé bankans. - eþa Íslandsbanki selur nýtt hlutafé fyrir 19 milljarða Bjarni Ármannsson kaupir fyrir 930 milljónir og Karl Wernersson fyrir þrjá milljarða. Nýtt hlutafé gefur bankanum tækifæri til frekari vaxtar. Íslenskur bókamarkaður Stendur styrkum fótum 12-13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.