Fréttablaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 45
MARKAÐURINN 21MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 Við sækjum! S. 520 2220 www.efnamottakan.is Spillum ekki framtíðinni Við eyðum trúnaðargögnum Efnamóttakan býður fyrirtækjum upp á sérhæfða og umhverfisvæna þjónustu. Rík áhersla er lögð á fullkomið öryggi og trúnað. Efnamóttakan í Gufunesi er opin virka daga frá 7.30 – 16.15. Einkamál Dæmi: Trúna›arskjöl Filmur Tölvugögn M IX A • fí t • 51 00 2 H É Ð A N O G Þ A Ð A N „Ég held af ýmsum ástæðum að nú sé ágætur tími til framkvæmdastjóraskipta hjá SA, bæði fyrir mig og samtökin. Ég hef haft ómælda ánægju af þessu starfi og vil að lokum þakka öllum aðildarfyrirtækjum samtakanna fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna að málefnum íslensks atvinnulífs á þessum skemmtilegu upp- gangs og umbrotatímum,“ segir Ari Edwald, fráfarandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í fréttabréfi samtakanna. Tekur hann við forstjórastarfi hjá 356 miðlum, sem gefa meðal annars út Markaðinn, í byrjun febrúar. Ari segir eitt mikilvægasta, ef ekki lang mikilvægasta, verkefni samtaka á borð við SA, sé að stuðla að vinnufriði, í samvinnu við aðra aðila á vinnumarkaðnum og stjórnvöld. Á því sviði hafi vel farnast á undanförnum árum. Kjarasamningar sem SA eigi aðild að núna hafi gildistíma út árið 2007 eða lengur, en séu háðir forsendu um verðbólguþróun. „Það hefur reyndar verið bjargföst trú okkar sem störfum fyrir SA, að æðsta markmið samtakanna sé að bæta lífskjör á Íslandi. Auk aðkomu að kjaramálum kemur það fyrst og fremst fram í tillöguflutningi samtakanna um umbætur á ýmsum sviðum þjóðlífsins, sem er ætlað að hafa jákvæð áhrif á samkeppnisstöðu Íslands, auka verðmætasköpun, framleiðni og samkeppni, en vinna gegn óhagkvæmni,“ segir Ari Edwald í kveðjupistli sínum. KVEÐUR SAMTÖK ATVINNULÍFSINS Ari Edwald ritar kveðjupistil í fréttablað Samtaka atvinnulífsins, en hann mun taka við forstjórastarfi hjá 365 miðlum í febrúar. Ágætur tími til að skipta um framkvæmdastjóra SA Flutningar Geest og Samskipa á milli Rotterdam og hafna við Óslóarfjörðinn hafa þrefaldast á síð- ustu tveimur árum. Hefur Geest, dótturfé- lag Samskipa, fjölgað ferðum þarna á milli með því að gera sam- starfssamning við Lys Line. Í fréttatilkynningu kemur fram að frá ára- mótum hafa tvö 750 gámaeininga skip, Lys- Box og Lys-Point, ann- ast siglingar tvisvar í viku milli Rotterdam og fjögurra hafna við Óslóarfjörð, Óslóar, Moss, Brevík og Kristiansand, auk þess sem hvort skipið hefur viðkomu einu sinni í viku í Fredrikstad og Larvík. Jafnframt mun annað skipanna hafa viðkomu vikulega í Hamborg, á leið frá Noregi til Rotterdam. Haft er eftir Gerard de Groot, fram- kvæmdastjóra markaðssviðs Geest, að Samskip voru með sterka stöðu á þessum markaði og munu styrkja stöðu sína enn frekar með þessum samningi. Hann sé jafnframt sannfærður um að markað- ur sé fyrir aukna gámaflutninga milli Rotterdam og Noregs. Frá Rotterdam geti Geest boðið upp á flutninga um alla Evrópu, hvort sem er með lestum, fljótaprömmum, vöruflutningabílum eða skip- um Geest. GERARD DE GROOT, FRAMKVÆMDASTJÓRI MARKAÐSSVIÐS GEEST Samskip fjölgar ferðum til Noregs Strax Holdings hefur keypt allt hlutafé í more... Mobilfunkzubehor GmbH og dótturfélagi þess, more... International Ltd. Eftir kaupin starfar Strax í tíu löndum í þremur heimsálfum við ýmsa þjónustu sem tengist aukahlutum fyrir farsíma, svo sem dreifingu, pökkun, rekstur vefsíðna, vöru- þróun, birgðastýringu og fleira fyrir farsímafélög jafnt sem smásala. Strax tók við rekstri more... þann 1. janúar 2006 og kemur félagið inn í rekstur Strax frá og með þeim degi. Samanlögð velta Strax og more... var samkvæmt fréttatilkynningu um 200 milljónir dollara á árinu 2005 og hagnaður fyrir fjármagns- liði og skatta um 3,5 prósent af veltu. Eru það tæpar 430 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dollars í gær. Kaupin voru fjármögnuð með nýju hlutafé í Strax og lántöku og er kaupverðið trúnaðarmál. Strax keypti more... Mobilfunkzubehör GmbH Hátúni 10c • S: 562-8500 • Fax: 552-8819 • www.mulalundur.is Mikið úrval Dagbóka Tilboðsmöppur TILBO Ð! Bic Atlantispennar 1.080kr. pk. Skrifborðs Mottur 634.-kr 339kr. pr.stk. DAGAT ALI!Með Milliblöð TILBO Ð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.