Fréttablaðið - 16.01.2006, Síða 1

Fréttablaðið - 16.01.2006, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR 16. janúar 2006 — 15. tölublað — 6. árgangur ERLA SÓLVEIG OG ÓSKAR Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni fasteignir hús Í MIÐJU BLAÐSINS ÁSGERÐUR JÚNÍUSDÓTTIR Kemst ágætlega frá hlutverkinu í Carmen Sýningin er veisla fyrir augað MENNING 26 GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Byrjar með sjónvarpsþátt á Skjá einum Þátturinn fjallar um meðgöngu, fæðingu og fyrstu skrefin FÓLK 34 16% 31% F ré tt a b la › i› F ré tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í október 2005. Fasteignablað Morgunblaðsins Allt-fasteignir. á mánudegi LESTUR MEÐAL 25-45 ÁRA Húsnæðisleitin hefst í Fréttablaðinu LÍTILSHÁTTAR ÉL Á vesturhluta landsins og snjókoma framan af degi fyrir austan en svo úrkomulítið og léttir smám saman til suðaustan til. Frost 1-9 stig, kaldast inn til landsins fyrir norðan. VEÐUR 4 Gerir upp hinn fornfræga stað 22 Gunnar Már Þráins- son ætlar að bjóða upp á klúbb að hætti evrópskra stórborga. FÓLK 34 LÖGREGLUMÁL Lögreglan hafði afskipti af byssumanni sem skaut 18 skotum úr litboltabyssu á hús nágranna síns um klukkan ellefu á laugardagsmorgun. Skaut hann af svölum sínum í fjölbýlishúsi í Njarðvík að öðru fjölbýlishúsi sem er í um 50 metra fjarlægð. Að sögn lögreglunnar eru þess- ar byssur nokkuð kraftmiklar og geta því verið hættulegar. Tók lögreglan byssuna í sína vörslu og má maðurinn eiga von á að verða ákærður fyrir brot á vopnalaögum. Að sögn lögreglu fékk hann einnig föðurlegt tiltal, en nokkuð er um að afskipti séu höfð af unglingum við svona iðju en þessi byssumað- ur var á fullorðinsaldri. Gaf hann þá skýringu á athæfinu að hann vildi hrella nágranna sinn. - jse Litboltabyssumaður: Skaut ítrekað á nágrannann Viggó bætti met Þorbjörns Viggó Sigurðsson bætti met Þorbjörns Jenssonar í gær þegar handboltalandsliðið lék sinn sextánda leik í röð undir hans stjórn án taps. Ísland gerði í gær jafntefli við Noreg, 32-32. ÍÞRÓTTIR 30 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Í dag eru liðin 30 ár síðan Ólafur Jóhann Sigurðsson hlaut verðlaunin, fyrst- ur Íslendinga. TÍMAMÓT 20 PRÓFKJÖR Sjálfstæðiskonur eru undrandi og ósáttar við hlut kvenna í prófkjörinu í Garðabæ á laugardag. Karlar skipa fjögur efstu sætin. Sjö konur og fimm karlar buðu sig fram. Konur náðu fimmta, sjötta og sjöunda sæti. „Niðurstaðan er áfall fyrir konur og áfellisdómur. Konum er hafnað í prófkjörinu í Garðbæ,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, núver- andi bæjarfulltrúi sem lenti í sjö- unda sæti. Sjálf er hún ekki sár yfir slæmu gengi sínu. Ásta Möller, formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna, segir niðurstöðuna slys sem hvorki eigi né megi gerast. „Þarna voru frambærilegir karlar, það vantar ekki, en líka mjög frambærilegar og góðar konur með mikla reynslu sem og nýjar og öflugar,“ segir Ásta. „Ég held að Garðbæingar þurfi að skoða hvaða kostir eru í stöðunni, hvort og þá til hvaða ráða hægt sé að grípa.“ Erling Ásgeirsson bæjarfulltrúi hreppti fyrsta sætið. Hann segir að vinna þurfi í góðri sátt við alla eigi að hrófla við úrslitum próf- kjörsins. „Vegna mikillar þátttöku í prófkjörinu eru niðurstöðurnar í fyrstu sjö sætin bindandi,“ segir Erling: „En það er jú fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ sem hefur síðasta orðið um það hvernig framboðslistinn verður settur saman.“ Jón Guðmundsson, formaður fulltrúaráðsins, segir ráðið funda á næstu dögum. Þar verði niður- staða prófkjörsins rædd. Ekki sé útilokað, þó ólíklegt sé, að breyt- ingar verði gerðar. Fordæmi séu fyrir því að karl víki úr sæti fyrir konu. Laufey segir greinilegt að konur sýni ekki sama liðstyrk og karlar sýni hvor öðrum. „Það er alveg ljóst að framboðslisti sem er eingöngu skipaður körlum í bæjar- stjórnarkosningunum í vor fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins er ekki sigurstranglegur.“ Ragnheiður Inga Guðbjartsdóttir, er sammála því þótt hún sé ánægð með þann mikla stuðning sem hún fékk í prófkjörinu, hún stefndi á þriðja til fjórða sæti en hlaut það fimmta. Flokksmönnum í félagi sjálfstæðismanna í Garðabæ fjölg- aði um ríflega helming í aðdrag- anda kjörsins. Kosningaþátttakan var nær 81 prósent. Laufey segir að smalað hafi verið í prófkjörið til síðustu stundu: „Þetta er ekki lengur prófkjör sjálfstæðismanna í Garðabæ heldur er þetta prófkjör sjálfstæðismanna í karlabæ.“ - gag Konunum hafnað í prófkjöri í Garðabæ Konur eru undrandi á því að engin kona náði kosningu í fjögur efstu sætin í prófkjöri sjálfstæðismanna í Garðabæ. Ásta Möller segir prófkjörsniðurstöðuna slys. Laufey Jóhannsdóttir segir konum hafnað. Það sé áfall og áfellisdómur. SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar náði í tvo slasaða í gærdag. Fyrst barst tilkynning um að vélsleða- maður hefði slasast þegar hann blindaðist og keyrði í skafl við Halldórsfell skammt hjá Land- mannalaugum. Skall hann með brjóstið á stýrið. Að sögn vakthaf- andi læknis á Landsspítalanum er hann með brjóstholsáverka en er ekki í lífshættu. Á leiðinni til Reykjavíkur sótti þyrlan stúlku sem slasaðist á skíðum í Bláfjöllum. Hún fór heim eftir læknisskoðun. - jse Landhelgisgæslan: Tveir slasaðir af fjöllum SJÚKRAFLUTNINGAR Komið með hina slösuðu úr Líf, þyrlu Landhelgisgæslunnar, á Landspítala - háskólasjúkrahús í gær. FINNLAND, AP Tarja Halonen, forseti Finnlands, náði rúmum 46 prósent- um atkvæða í forkosningum þar í landi fyrir næstu forsetakosningar. Þar af leiðandi þarf hún að heyja kosningaeinvígi við fram- bjóðanda íhaldsmanna, Sauli Niinisto sem náði rúmum 24% atkvæða, ætli hún að ná endur- kjöri. Halonen, sem er fyrsti kven- forseti Finnlands, þurfti meira en 50% atkvæða til þess að komast hjá kosningaeinvíginu. Í þriðja sæti í kosningunum var Matti Vanhanen, forsætis- ráðherra, með tæp 19% atkvæða. „Þetta er synd en það þýðir ekk- ert að kvarta. Ég er ennþá í góðri stöðu,“ sagði Halonen nokkuð vonsvikin þegar úrslitin voru orðin ljós. Fimm frambjóðendur úr smærri stjórnmálaflokkum, tóku þátt í kosningunum. Fengu þeir á bilinu 0,4 til 3,5% atkvæða. Kosningaþátttaka var rétt undir 74%, sem er þremur prósentum minna en í síðustu forsetakosn- ingum. Önnur umferð forsetakosning- anna verður haldin 29. janúar. Þá kemur í ljós hvort Halonen muni sitja í forsetastólnum í sex ár til viðbótar. - fb Kosið verður milli tveggja efstu í forsetakosningunum í Finnlandi: Halonen náði ekki meirihluta SLYS Tvær konur féllu niður um vök á Rauðavatni þegar þær voru á gangi þar um 50 metra frá landi rétt fyrir klukkan eitt í gærdag. Sjúkraliðsmenn, slökkviliðs- menn og lögreglumenn voru fljót- lega komnir á svæðið og náðu þeim upp úr vatninu en lögreglan telur að þær hafi verið í um tíu mínútur ofan í. Önnur var send á slysadeild en fór fljótlega heim. Þær voru á göngu ásamt gönguhópi þegar ís brotnaði undan þeim með fyrr- greindum afleiðingum. - jse Slys á Rauðavatni: Féllu ofan í vök BJÖRGUNARMENN MEÐ FLEKANN Björg- unarmenn notuðu fleka til að ná konunum upp úr vökinni. SIGURSTEINN MÁSSON Í PREDIKUNARSTÓL Fulltrúar samkynhneigðra stigu í predikunarstól í Fríkirkjunni í gær en guðsþjónustan var tileink- uð baráttu þeirra. Landsþekktir tónlistarmenn léku fyrir safnaðargesti sem fylltu kirkjuna. Hér sést Sigursteinn Másson hins vegar predika og hið sama gerði Ragnhildur Sverrisdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gríðarlegt tap bregðist loðnan Óvissa er um loðnuveiðar á Íslands- miðum og kenningar uppi um að loðnan sé að færa sig í kaldari sjó. Aðrir telja að árgangurinn 2004 hafi misfarist. Það hefur gerst á árum áður. BAKSVIÐ 12

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.