Fréttablaðið - 16.01.2006, Page 4

Fréttablaðið - 16.01.2006, Page 4
4 16. janúar 2006 MÁNUDAGUR Skeifan 4 S. 588 1818 GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 13.01.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 61,08 61,38 Sterlingspund 107,91 108,43 Evra 73,64 74,06 Dönsk króna 9,872 9,93 Norsk króna 9,12 9,174 Sænsk króna 7,916 7,962 Japanskt jen 0,5331 0,5363 SDR 88,49 89,01 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 103,3046 KÁRAHNJÚKAR Sigurður Arnalds, kynningarstjóri Kárahnjúkavirkj- unar, segir vinnu við samsetningu á þrýstipípum í tveimur samsíða aðfallsgöngum virkjunarinnar töluvert á eftir áætlun. Starfs- menn Slippstöðvarinnar á Akur- eyri hófu verkið en aðalverktaki þess, DSD Noell, tók við verkinu eftir gjaldþrot Slippstöðvarinnar. „Ég veit ekki n á k v æ m l e g a hversu mikið verkið er á eftir áætlun en DSD ætlar að vinna upp tafirnar á árinu með fjölgun starfsmanna og meiri vaktavinnu en áður var áform- að. Sú ákvörðun DSD mun ekki þýða aukinn kostnað fyrir Landsvirkjun og tafirnar munu ekki hafa áhrif á framkvæmdirnar í heild,“ segir Sig- urður. Þýska fyrir- tækið Pro Works H & E kom að sama verki sem undirverktaki hjá Slippstöðinni. Pro Works tapaði um 20 milljónum króna á gjaldþroti Slippstöðvarinnar en Thomas C. Kenny, einn framkvæmdastjóra Pro Works, fullyrðir að gjald- þrot Slippstöðvarinnar eigi eftir að kosta Landsvirkjun ófyrirséð fjárútlát. „DSD mun á einhverjum tímapunkti kúga Landsvirkjun til að fallast á aukagreiðslur í tengsl- um við verkið. Á hvaða grunni þær kröfur verða byggðar get ég ekki sagt til um nákvæmlega en ég er ekki í nokkrum vafa um að þær munu líta dagsins ljós, fyrr eða síðar,“ segir Kenny. Sigurður Arnalds segir að sér vitanlega hafi DSD enn sem komið er ekki farið fram á neinar aukagreiðslur. „Þeir hafa engar forsendur til að leggja fram slík- ar kröfur enda hafa engin ytri skilyrði breyst sem kalla á slíkar greiðslur. Þótt DSD lendi í hremm- ingum með sína undirverktaka þá er það þeirra mál og á ekki að koma niður á Landsvirkjun sem verkkaupa“ segir Sigurður. Samsetning þrýstipípanna í aðfallsgöngum Kárahnjúkavirkj- unar er gríðarlega umfangsmikið verk. Í upphafi var gert ráð fyrir að framkvæmdin tæki eitt og hálft ár en göngin verða þau lengstu sinnar tegundar í veröldinni; 420 metrar að lengd hvor göng. kristjan@frettabladid.is Kárahnjúkaverkefni Slipp- stöðvarinnar á eftir áætlun Gjaldþrot Slippstöðvarinnar á Akureyri hefur raskað tímaáætlun við umfangsmikið verk við Kárahnjúka- virkjun. Einn kröfuhafa í þrotabú Slippstöðvarinnar segir að Landsvirkjun muni neyðast til að fallast á aukagreiðslur vegna verksins. TRÖLLVAXIN STÁLRÖR Starfsmenn Slippstöðvarinnar unnu að samsetningu á röraeiningum í aðfallsgöngum Kárahnjúkavirkjunar áður en félagið varð gjaldþrota. Hver eining vegur um 45 tonn. LÖGREGLA Gæsluvarðhaldsúr- skurður yfir átján ára pilti hefur verið framlengdur til 10. mars. Hann er grunaður um árás á jafn- aldra sinn með sveðju í samkvæmi í Garðabæ í byrjun október. Lögmaður piltsins, Jóhannes Rúnar Jóhannsson, segir rann- sóknina taka of langan tíma sem sé unga manninum ekki boðlegt. Hann segir lögreglu nánast ekk- ert hafa unnið að rannsókninni því hún hafi beðið eftir niðurstöð- um úr DNA-rannsókn í Noregi á sýnum á sveðjunni. „Þetta er búið að taka allt of langan tíma og með eindæmum hvað DNA-rannsóknin hefur tekið langan tíma. Það er mjög alvarleg- ur hlutur því hann er aðeins átján ára gamall, bara unglingur.“ Jóhannes segir óljóst fyrir hvaða verknað pilturinn verði ákærður og því liggi ekki fyrir hvort hann fái þungan dóm. „Ég hef í tvígang kært gæsluvarð- haldsúrskurðina til Hæstaréttar. Rétturinn hefur hins vegar stað- fest þá í bæði skiptin.“ Hann gerir fastlega ráð fyrir að kæra þriðja gæsluvarðhaldsúrskurðinn í dag. Staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því á föstudag verður pilturinn í gæslu- varðhaldi í rúma fimm mánuði. Sá sem ráðist var á höfuðkúpu- brotnaði og fékk slæma skurði á höfuð, handleggi og hendur. Fjöldi vitna var að atvikinu. Lögreglan í Hafnarfirði fer með rannsókn málsins og neitar að gefa upplýsingar um það nema á virkum degi. - gag Á KVÍABRYGGJU Pilturinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í byrjun október. Gæsluvarðhald framlengt til 10. mars vegna sveðjuárásar: Átján ára í haldi án ákæru THOMAS C. KENNY Einn af fram- kvæmdastjórum Pro Works. SIGURÐUR ARN- ALDS Kynningar- stjóri Kárahnjúka- virkjunar. TYRKLAND,AP Muhammet Ozcan, fimm ára drengur í Tyrklandi hefur smitast af fuglaflensu. Þetta staðfestu tyrknesk yfirvöld í gær. Alls hafa því nítján manns smitast af þessari banvænu veiru í land- inu, þar á meðal tólf ára systir drengins, Fatma, sem lést í gær. Börnin voru frá bænum Dogu- bayzit skammt frá Van í austur- hluta Tyrklands. Voru þau flutt á sjúkrahús fyrir sex dögum. -fb Fuglaflensa í Tyrklandi: Fimm ára drengur sýktur KISTAN BORIN Fjölskylda og aðstandendur hinnar 12 ára Fatma sem lést úr fuglaflensu bera kistu hennar. DANMÖRK Dönskum hermönnum í Afganistan mun fjölga úr hundrað og sextíu í þrjúhundruð og sextíu á næstu misserum. Samkvæmt frétt Politiken í gær mun stærsti hluti mannafl- ans vera við störf í suðurhluta landsins eftir fjölgunina, en þar er meiri hætta á átökum. Varnar- málaráðherra Dana fullyrti í nóv- ember þegar fjölgunin var fyrst kynnt að meirihluti heraflans yrði áfram við höfuðborgina Kabúl en ekki á þeim svæðum þar sem meiri órói ríkir. - ks Herafli í Afganistan: Danir fjölga hermönnum LÖGREGLUFRÉTTIR Blaðamaður frelsaður úr gíslingu Breskur blaðamaður var frelsaður úr gíslingu fyrir slysni eftir áhlaup bandarískra hermanna á sveita- býli í útjaðri Bagdad. Blaðamanninum, sem vinnur fyrir dagblað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hafði verið rænt þann 26. desember en ekki hafði verið tilkynnt um hvarf hans. Bandarísku hermennirnir fundu manninn þar sem hann var keflaður og bundinn og voru mannræningjarnir handteknir. ÍRAK Líkamsárásir í Keflavík Fimm manns þurftu að leita sér læknisaðstoðar eftir slagsmál og líkamsárásir í Keflavík í fyrrinótt. Einn rotaðist og annar nefbrotnaði. Mestu átökin urðu um klukkan sex í gærmorgun fyrir utan einn skemmtistaðinn en þá þurfti sjö lögreglumenn til að skakka leikinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.