Fréttablaðið - 16.01.2006, Qupperneq 20
[ ]
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
����������������
����������
�����������
������������
��������������
����� ������
�����������������
����������
�������������
������������������������
����� �����
�
�
�
��
��
��
���
�
���������������������������������
534 1300
w w w . g l u g g a l a u s n i r . i s
Hafðu samband
og við komum
heim til þín
Vandað, einfalt og ódýrt
Nú stendur yfir sýning á verk-
um feðginanna Óskars Lárusar
Ágústssonar og Erlu Sólveigar
Óskarsdóttur í Hönnunarsafni
Íslands. Óskar er húsgagna-
smíðameistari en Erla er
húsgagnahönnuður og því á
orðatiltækið sjaldan fellur
eplið langt frá eikinni vel við.
Óskar hefur haft hamar við hönd-
ina í rúm 70 ár eða allt frá því að
hann fékk hefilbekk að gjöf 13 ára
gamall. Hann lærði húsgagnasmíði
á verkstæði Hjálmars Þorsteins-
sonar við Klapparstíg. „Pabbi vildi
alltaf að ég færi til Danmerkur að
læra. Það vildi ég ekki þó að ég
viti nú að þar hefði ég lært miklu
meira,“ segir Óskar.
Óskar lauk námi 1942 en
sveinsstykki hans var forláta
skrifborð smíðað úr viði er féll
til við innrétt-
ingu hátíðasals
Háskóla Íslands.
Skrifborðið seldi
hann síðar fyrir
5.000 kr. sem þóttu
miklir peningar þá.
Til viðmiðunar festu
Óskar og kona hans,
Elín Kjartansdóttir,
kaup á íbúð í Mávahlíð
nokkrum árum síðar
fyrir 110.000 kr.
Erla útskrifaðist
frá Danmarks Design
Skole í Kaupmannahöfn 1993. Dan-
merkurför hennar reyndist heilla-
spor því hún hefur hlotið fjölmörg
hönnunarverðlaun bæði hérlendis
og erlendis fyrir verk sín. Flagg-
skip hennar eru stólarnir Dreki,
Jaki og Bessi, en fyrir Jaka hlaut
hún meðal annars viðurkenning-
una Hönnun ársins 1999.
Þó að feðginin vinni á svipuð-
um sviðum segist Erla ekki hafa
haft það að leiðarljósi er hún valdi
sér starfssvið. „Það er ekki fyrr
en síðustu ár,“ segir Erla, „sem
ég er farin að sjá samhengið milli
þess sem ég geri og þess sem
pabbi gerði.“
Þessa dagana er Erla að leggja
lokahöndina á stól sem á að fara
í nýja sendiherrabústaðinn í Róm.
„Stóllinn heitir ekki neitt opinber-
lega en hingað til hef ég kallað
hann Berlínarstólinn og ætli það
festist ekki við hann,“ segir Erla.
Óskar er langt frá því að leggja
hamarinn á hilluna. Í gegnum tíð-
ina hefur hann smíðað flest allar
frumgerðir að verkum
Erlu og gerir
það enn. „Ég er
svo hæstánægð-
ur með að hafa
verið smiður. Það
er svo skapandi og
verk manns endast
von úr viti,“ segir
Óskar.
Sýningin Eplið og
eikin er opin alla daga
nema mánudaga frá
kl. 14-18 í Hönnunar-
safni Íslands, Garða-
torgi 7 í Garðabæ.
Eplið og eikin í Garðabæ
Á nýju ári huga margir að
breytingum á heimilinu. Hægt
er að nálgast teikniforrit á net-
inu sem hjálpa til við að hanna
þitt eigið eldhús.
Ikea, HTH innréttingar og Orms-
son bjóða upp á teikniforrit fyrir
eldhús á heimasíðum sínu. Það
eina sem þarf að gera er að hala
niður forritinu. Svo er stærð og
lengd rýmisins og gert ráð fyrir
gluggum og hurðum. Svo er hægt
að raða inn í forritið þeim innrétt-
ingum og einingum sem í boði eru
hjá verslununum. Einfalt að prenta
út teikninguna að draumaeldhús-
inu og fara með í búðina sem aftur
hjálpar sölumönnum við að fá betri
hugmynd um hverju þú leitar að.
Í verslunum Ikea má einn-
ig finna eins konar púsluspil úr
kubbum þar sem hægt að raða upp
hugmyndum að skipulagi í eldhúsi
á einfaldan hátt.
Teikniforritin má sjá á www.
gds-hth.dk, www.ikea.is og www.
oemsson.is.
Teiknaðu eigið eldhús
Snjómokstur við hús borgar sig þegar snjór er mikill. Það
er betra að gefa sér tíma til þess að moka frá dyrunum heldur
en að vaða snjó upp að hnjám í hvert skipti sem farið er út.
FEÐGININ ÓSKAR LÁRUSAR ÁGÚSTSSON OG ERLA SÓLVEIG ÓSKARSDÓTTIR Á BEKK SEM ÓSKAR SMÍÐAÐI 1962. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Stóllinn Bessi er hannaður af Erlu en fyrir
hann hlaut hún meðal annars verðlaun á
World‘s Trade Fair í Chicago 2002.
FRÉTTABLAÐIÐ/FRIÐRIK ÖRN HJALTESTED
Auðvelt er að teikna sitt eigið eldhús með
teikniforriti og fá þannig betri sýn á það
hverju er óskað eftir.
Sófi eftir Erlu Sólveigu Óskarsdóttur.