Fréttablaðið - 16.01.2006, Qupperneq 22
16. janúar 2006 MÁNUDAGUR4
PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is
Þegar farið er að huga að
viðgerðum á fjölbýlishúsinu,
margborgar sig að láta fyrst
gera úttekt á nauðsynlegum
viðgerðum. Best er að nota
veturna í þessar úttektir og eru
mörg húsfélög farin að huga að
þeim nú þegar.
„Núna er rétti tíminn til að láta
gera úttekt á fjölbýlishúsum og
þó það kosti nú eitthvað, þá má
tryggja það að sá kostnaður kemur
til baka í betri og ódýrari útboð-
um,“ segir Ragnar Gunnarsson.
framkvæmdastjóri Verkvangs,
verkfræðistofu sem í tvo áratugi
hefur sérhæft sig á sviði við-
halds eldri fjölbýlishúsa og er
einn þeirra aðila sem gera þessar
úttektir.
Í úttekt skoða sérfræðingar
húsið, en skoðun á fjölbýlishúsi
með fleiri en 12 íbúðir getur tekið
á milli 30 og 40 klukkustundir. Svo
fær húsfélagið skýrslu í hendurn-
ar sem segir því hvað er a ð
húsinu, hvað þarf að gera
og hvernig, og hvað
það kostar.
„ Pen i ng ur -
inn sem fer í
úttektina er bara
s m á p e n i n g u r
miðað við þann
sem fer í viðgerð-
ina. Þetta er grunn-
urinn að því að hægt
sé að framkvæma
viðgerðina eins ódýrt
og hægt er og með
þeim gæðum sem
þurfa að vera, því það er nú alveg
nógu slæmt að þurfa að fara út í
30 milljón króna framkvæmdir,
en það er agalegt ef þær heppnast
ekki,“ segir Ragnar.
Flest húsfélög reyna að
hafa skýrsluna til-
búna fyrir aðal-
fundi sem oft
eru haldnir á
þessum tíma
árs. Síðan
er skýrsl-
an sett í
útboðsgögn-
in, svo allir
verktakarn-
ir hafi sömu
upplýsingarnar
á milli hand-
anna þegar þeir
bjóða í verkið
á vormánuðunum. Þannig full-
nýtist sá stutti framkvæmda-
tími sem íslenska sumarið gefur
verktökum, ef hægt er að komast
hjá tímafrekum fundahöldum og
samningsviðræðum á vorin og
sumrin.
„Þú getur fengið fimm verk-
taka til að koma og bjóða í við-
gerðir á húsinu, og allir gera það
af einlægni. Sá sem býður 30
milljónir, hann er kannski með
sannvirði, en það yrði aldrei tekið
ef einhver annar býður 20 milljón-
ir,“ segir Ragnar.
Rannsóknir á ástandi mann-
virkja og viðhaldsþörf sýna að
gera má ráð fyrir því að árlega
þurfi að verja einu til tveimur
prósentum af byggingarkostnaði
húseignar í viðhald.
smk@frettabladid.is
Undirbúningur viðhalds
Það margborgar sig að láta gera úttekt á húsinu áður en viðgerðin á því er boðin út. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Verkvangs. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Vatnsleki, vatnssöfnun og
mikill raki innandyra getur
leitt til þess að myglublettir og
rakaskemmdir verða á heim-
ilinu með tilheyrandi gróður-
myndun.
Geri mygla, fúkkalykt, vatnsblettir
eða saggi vart við sig skaltu reyna
að komast að því hvar vandamálið
á upptök sín. Ef rakaskemmdin er
staðbundinn blettur á vegg, gólfi
eða lofti er líklega um leka að
ræða. Sé rakaskemmdin hins vegar
stærri flötur þá getur verið um
rakaskemmdir að ræða. Raka- og
vatnsskemmdir geta auðveldlega
valdið skemmdum á bygginga-
verki og eyðilagt málningu og því
er mikilvægt er að stöðva vatns-
leka sem allra fyrst til að koma í
veg fyrir myglu og gróðurvöxt.
Vatn smýgur auðveldlega inn
í veggi af leku þaki eða lekum
grunni. Einnig kemst vatn auð-
veldlega inn um illa þétta glugga
og hurðar. Vatnsleki og raka-
skemmdir geta líka átt uppruna
sinn innan veggja heimilisins
í pípum og lögnum hússins. Sé
lekinn í þakinu er öruggara að fá
fagmann til að laga hann. Láttu
pípulagningamann fara yfir allar
lagnir og eftir að lekinn er stöðv-
aður er nauðsynlegt að þurrka
svæðið vel.
Hátt rakastig innandyra getur
verið afleiðing af daglegum
athöfnum eins og baðferðum,
eldamennsku, þvotti og þurrkun.
Nauðsynlegt er að loftræsta vel
þau herbergi með viftum sem
leiða loftið beint út. Nauðsynlegt
er að þrífa loftsíurnar reglulega.
Tengi úr þurrkaranum þarf einn-
ig að leiða beint út og tryggja að
hann leki ekki lofti við inntakið.
Best er að láta fagmenn um
að laga mygluskemmdir til að
tryggja að vandamálið verði ekki
varanlegt.
Stoppaðu vatns-
leka snemma
Daglegar athafnir, baðferðir, þvottur og
þess háttar geta hækkað rakastig í húsum.
Sé illa loftræst gæti það á endanum leitt til
rakaskemmda.
Pípur og lagnir geta lekið vatni innan
veggja. Gerist það myndast staðbundinn
blettur á vegg eða lofti.
Langtíma vatns- og rakaskemmdir geta
valdið varanlegum skaða, myglu, fúkkalykt
og gróðurmyndun ef ekkert er að gert.
Leki í húsþökum bryjar oftast á því að leiða
frá sér út í veggi og skemmdir myndast á
þeim. Á endanum getur loftið sjálft farið að
leka og eyðilagt innbú og gólefni.