Eintak

Issue

Eintak - 19.05.1994, Page 21

Eintak - 19.05.1994, Page 21
hommar og ofbeldismenn. Kven- fólk verður líka voðalega lauslátt þegar það verður frægt!“ Þetta var nokkuð fyndið. Það virðist vera rétt eftir kjaftasögunum að dæma að frægt fólk sé mjög lauslátt. Ætli það verði svona við frægðina eða ætli það verði frægt vegna þess að það er lauslátt? Æi, mér kemur það ekki við. Segðu mér Sigurður, heldur þú að það sé svipað að vera í hljómsveit í dag ogfyrir tuttugu árum? „Það er kannsi erfiðara í dag því ég held að aðsóknin á tónleikum sé ekki eins góð og hún var áður fyrr. Þegar við vorum að spila var svo iit- ið um að vera í þjóðfélaginu að fólk gaf sér tíma til að fara á tónleika. Mér finnst fólk vera hætt að gefa sér tíma til að hlusta á músik og ég held að útvarpsstöðvarnar eigi sök á því. Fólk heyrir músik í útvarpinu allan daginn og nennir svo ekki að setjast niður á kvöldin og virkilega pæla í tónlistinni. Kannski eru einhverjir sem gera það en það fer þá ekki mikið fyrir þeim. Smábörnin og þetta lið sem er hvað geggjaðast í skemmtanalífmu tekur alla athygl- ina.“ Hvernig tónlist hlustar þú sjálfur á? „Ég hlusta voða lítið á tónlist. Ég fæ nóg af henni í vinnunni. Þegar ég er heima set ég stundum klass- íska tónlist á fóninn til þess að róa mig eða ná mér í einhverja stemmningu.“ Siggi segist fá nóg af tónlist í vinnunni. Hmmm. Ætli fólk Iangi að vita við hvað hann starfar? Hann er hljóðmaður og einn færasti upp- tökumaður á landinu. „Ég hef verið að þessu alla mína hundstíð," segir hann þegar ég spyr hvenær hann hafi byrjað að taka upp. „Ég var mjög áhugasamur um tæknistjórnina þegar Stuðmenn og Spilverkið voru að gera plötur og var alltaf að fá að fikta eitthvað. Þannig kom þetta bara smám sam- an. Það er ekki hægt að læra þetta í skóla. Þetta lærist bara eins og allt annað með því að gera nógu mörg mistök. Þetta er mjög erfitt starf og það er meira á bakvið þetta en fólk heldur. Það er ekki nóg að vita hvernig á að taka upp heldur er ekki síður nauðsynlegt að vera þol- inmóður og kunna að peppa fólk upp. Upptökumaður lendir oft í því að vera nokkurs konar sálu- hjálpari tónlistarmannanna og redda málunum þegar fólk brotnar niður í stúdíóinu sem kemur mjög oft fyrir.“ Siggi er þessa dagana að taka upp plötu með hljómsveitinni Rask sem hefur meðal annars Sigríði Guðnadóttur og Begga Mort- hens innan borðs. Síðan er hann eitthvað að fikta við að útsetja lög með Birni Jörundi á væntanlegri sólóplötu þess síðarnefnda. Siggi hefur gert dálítið af því að útsetja lög og semja sjálfúr. Fyrir nokkrum árum kom út platan Góðir hlutir gerast hægt sent Siggi gerði ásamt Pétri Stefáns. Ætlar hann ekki að fara að koma með eitthvað nýtt? „Það gæti verið. Það er nóg til af músik, það vantar ekki.“ Hvernig þykir þér í dag tónlistin sem þú samdir með Stuðmönnum og Spilverkinu á sínum tíma? „Mér finnst sumt af því vera ágætt en svo er annað sem stenst engan veginn. Lögin með kornrna- textunum og öllum predikunum lifa ekki og það bendir til þess að þannig predikunaraðferðir séu ekki mjög gæfulegar í músik." Þú gerðir samt mikið af því að predika í tónlistinni. „Já að vísu predikuðum við ekk- ert í Stuðmönnum. Spilverkið var aftur á móti dálítil sósíalistahljóm- sveit. Það voru allir mjög vinstri sinnaðir á þessum tíma og hljóm- sveitin Þokkabót var miklu meiri kommahljómsveit en við.“ Ertu kommi í dag? „Nei, ég flokka ekki sjálfan mig niður. Mér finnst mjög heimsku- legt að setja sjálfan sig ofan í ein- hverja skúffu og loka sig þannig af.“ Siggi hefur komið víða við sem hljóðmaður og engin hætta á að hann loki sig af í einhverju föstu starfi frekar en einhverri stjórn- málastefnu. Á milli þess sem hann er í upptökuverum eða heima að semja eitthvað sjálfur er hann hljóðmaður hjá Þjóðleikhúsinu í söngleiknum Gauragangur. Hann átti eitt sinn hluta í Stúdíó Sýrlandi ásamt nokkrum fyrrum Stuð- mönnum og Snrekkleysu sm/hf en það fýrirtæki varð gjaldþrota og upptökuverið var keypt af Skífunni. „Mér þykir þróunin í útgáfu- bransanum vera komin á dálítið hættulega braut. Þetta er eiginlega allt komið á sömu hendina og því verður það dálítið háð persónuleg- um skoðunum nokkurra manna hvað er gefið út.“ Langar þig ekkert að reyna fyrir þér sem hljóðupptökumaður erlend- is? „Jú jú. Það gæti verið gott að skipta um umhverfi og hitta nýtt fólk. Að vísu er mjög erfitt að kom- ast áfram erlendis sem hljóðupp- tökumaður. Ég myndi ckki nenna því nema hafa eitthvað í bakhönd- ina svo ég hefði nú eitthvað að gera.“ Hvað með kvikmyndirnar? Þœtti þér ekki spennandi að vera hljóð- maður í kvikmynd? „Og standa einhvers staðar í fimmtán stiga frosti og norðan- garra með kústskaft.-.eiginlega ekki. Annars á maður ekki að vera að fordæma neitt sem maður þekk- ir ekki. Það er bara heimskulegt." Siggi er elcki í fastri vinnu og hef- ur því eins og gefur að skilja mis- jafnlega mikið að gera. Hann hefur aldrei verið fastráðinn og þekkir því vel atvinnuóöryggi þess lausráðna. „Ég held að það sé ágætt að búa við dálítið óöryggi í starfi. Of mikið öryggi gerir fólk dálítið sinnulaust. Það gengur alltaf að sínu og þarf ekkert að hafa fyrir hlutunum. Lífið verður eins og þvottavél, fer alltaf hring eftir hring.“ Fcerðu aldrei samviskubit þegar það er lítið að gera yfirþví að þú sért bara að slœpast? „Nei, þá ligg ég bara í leti og hef það gott. Þegar það er lítið að gera verð ég auðvitað að draga saman seglin. Mér finnst það bara ágætt svona öðru hvoru. Svo þegar það er mikið að gera hef ég það mjög gott. Þetta er voðalega þægilegt líf.“ Langarþig ekkert til að kvænast og eignast börn? „Nei, eiginlega ekki. Það er eins og það sé hvorki tími né ástæður til að fara að setja sig í stellingar og stofna fjölskyldu, kaupa hús og lenda inn í öllu því dæmi. Það er búið að vera svo mikið skömbó líf á mér, svona óreglulegt bóhemlíf sem passar ekki við fjölskyldu- mynstrið.“ Ég hef aldrei getað vanist því að kalla Bjóluna neitt annað en Sigga, hvorki hér í þessu viðtali né nokkur staðar annars staðar. Afhverju vild- ir þú heita Bjóla? „Ég vildi ekkert heita Bjóla. Það datt bara einhvern tímann upp úr mér í menntaskóla að ég væri ætt- aður frá Bjólu á Rangárvöllum. Valli heyrði þetta og byrjaði að kalla mig Sigga Bjólu. Svo þegar ákveðinn fjöldi er farinn að kalla þig þetta þá byrjarðu að skrifa það. Þegar þú ferð að taka út úr banka- bókinni þá skrifarðu allt í einu Sig- urður Bjóla í staðinn fyrir Sigurður Garðarsson og setur allt á annan endann í bankanum." Það vitafáir hvers son þú ert. Það þekkir enginn þennan Sigurð Garð- arsson. „Nei, það er ágætt. Þegar ég vil svissa mig út, vera bara nobody, þá verð ég bara Sigurður Garðarsson. Sigurður Garðarsson, hvað?“ Trésmiður? „Já, Sigurður Garðarsson, tré- smiður.“ Hvers vegna ekki? Hann gæti allt eins verið trésmiður, þessi maður sem situr á móti mér og tekur lífinu af svo mikilli ró. „Ekki fara að gera mig neitt merkilegri en ég er,“ segir Siggi þegar ég kveð hann. Nei, nei, segi ég og söngla eitt lag af Spilverksplötunni Island. „Hann var eitt sinn hippi, í rósóttum kjól, dararara... lalalalaaa... dídí... “ © HEINTAK Ekki bara einu sinni í viku heldur tvisvar - á fimmtudags- og mánudagsmorgnum Við óskum því eftir sölubörnum tvo daga í viku, á mánudögum jafnt sem fimmtudögum, í miðbænum, úthverfunum og út um allan bæ Duglegir krakkar geta unnið sér inn góðan pening og verðlaun að auki Komið og sækið EINTAK ða fáið það sent heim m EINTAK sturgötu 2 101 Reykjavík sími 1 68 88 HEILSÁRS SUMARHÚS Qlæsileg og sérlega vönduð bjálkahús fyrir íslenskar aðstæður. W Tryggðu þér hús fyrir veturinn. W FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1994 21

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.