Tíminn - 03.06.1977, Side 11

Tíminn - 03.06.1977, Side 11
Föstudagur 3. júni 1977 UMMi'-'i1! 11 Af mæliskveðj a frá Stéttarfélagi bænda Á þeim 32 árum, sem liðin eru frá stofnun Stéttarsambands bænda, hefur aðeins tveimur mönnum verið falin þar for- mennska. Fyrstu 18 árin gegndi Sverrir Gislason þvi starfi með sinum alkunnu hyggindum og festu. Það er oft vandasamt og erfittað finna nýjan mann til að taka við þegar svo traustur forystumaður lætur af störfum. En ég held, að enginn fulltrúa á aðalfundi Stéttarsambandsins árið 1963 hafi verið i vafa um, hver skyldi taka við af Sverri Gislasyni. Enda þött Gunnar Guðbjartsson bóndi á Hjarðar- felli, væri þá kosinn i fyrsta skipti i stjórn, þá hafði hann með mál- flutningi sinum og margvislegum félagsmálastörfum aflað sér þess trausts, að annar maður var ekki talinn koma þar til greina. Og sú skoðun er óbreytt enn, þvi svo mikla atorku og vinnu hefur Gunnar lagt i þetta fjölþætta starf, að lengra mun þar ekki hægt að ganga. Með einstakri skarpskyggni stendur hann á verði um hags- munamál bændastéttarinnar og leggur ávallt fram alla krafta sina til að vinna að framgangi þeirra. Er sama hvort þar er um að ræða hin flóknu og erfiðu verð- lagsmál eða önnur, sem á ein- hvern hátt snerta landbúnaðinn. En formennska í Stéttarsam- bandi bænda er ekki aðeins barátta fyrir bættum kjörum stéttarinnar, heldur einnig fé- lagsmálastörf innan samtak- anna. 1 engum hagsmunasamtök- um er jafn erfitt að halda beinu sambandi við alla félaga, þar sem bændur eru dreifðir um allt land svoaðsegjahvarsem byggtbóler að finna. Stéítarsambandið er byggt á hinum mörgu búnaðarfé- lögum, sem að vlsu eru tengd innan búnaðarsambandanna, en fyrst og fremst til faglegra starfa. En annað hvert ár koma tveir fulltrúar frá hverju búnaðarfé- lagi innan hverrar sýslu saman á kjörmannafundi til að ræða mál- efni stéttarinnar og kjósa fulltrúa á aðalfund. Gunnar hefur talið það skyldu sina að mæta á kjör- mannafundum, hafi hann átt þess nokkurn kost, til þess að gera þar grein fyrir gangi mála. Og þar, eins og á óteljandi öðrum fundum bænda og bændasam- taka, sem hann mætir á, leitast hann viö að hvetja bændur og leiðbeina þeim. Hann hlffir sér hvergi til starfa, þar sem hann telur sig á einhvern hátt geta unn- ið bændastéttinni gagn. Gunnar Guðbjartsson leggur sig allan fram um að vera en ekki aðeins heita forystumaður is- lenzkra bænda. Fyrir allt hans mikla starf vil ég leyfa mér að færa honum beztu þakkir frá Stéttarsambandi bænda i tilefni sextugsafmælis hans. En það eru einnig önnur tima- mót i ævi hans hinn 6. júni n.k., þvi að þá eru 35 ár frá þvi að þau Astriður Teitsdóttir frá Eyvind- artungu gengu i hjónaband. Það er mikið álag, sem svo umfangs- mikil félagsmálastörf, rækt af slíkri trúmennsku sem Gunnar hefur gert, leggja á herðar eigin- konu og fjölskyldu hans allri og það þarf mikið þrek til að standa undir þvi. Þess vegna á islenzk bændastétt þeim einnig mikla þökk að gjalda. Ég vil færa Gunnari og fjöl- skyldu hans beztu árnaðaróskir með þeirri von að ókomnir ævi- dagar verði þeim sem hamingju- rikastir. Jón Helgason Munió alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins. Gunnar Guðbjartsson Mánudaginn 6. júnl verður Gunnar Guðbjartsson sextíu ára. Hann fæddist að Hjarðarfelli I Miklaholtshreppi, þar sem for- eldrar hans, þau Guðbranda Þor- björg Guðbrandsdóttir og Guð- bjartur Kristjánsson, bjuggu. Gunnar ólst upp meö foreldrum sinum að Hjarðarfelli, en aflaði sér menntunar að Laugavatni og Hvanneyri. Hann vann búi foreldra sinna, sem ungra manna er siöur, þar til hann keypti hálfa jörðina Hjarðarfell. Þá var hann 25 ára að aldri. Þetta var vorið 1942, en á afmælisdaginn sinn þetta sama vor kvæntist hann konu sinni Asthildi Teitsdóttur frá Eyvindartungu I Laugardal. Snemma tóku að hlaðast á Gunnar hin margvlslegustu trún- aðarstörf, fyrstheima I héraði, en slðar störf sem vöröuðu þjóðina alla, sérstaklega eftir aö hann var kjörinn formaður Stéttarsam- bands bænda og Framleiðsluráös landbúnaöarins, en það var árið 1963. Slðan þykir það sæti naum- ast fullskipað, er snertir landbún- aöinn, ef Gunnar er þar ekki með 1 ráðum. Það fellur utan ramma þessa greinarstúfs að telja upp öll hin margvlslegustu trúnaðarstörf er Gunnari hafa verið falin hin siðari ár, en öll þau störf sem Gunnar hefur tekið að sér, hefur 60 ára 6. júni hann rækt af stakri trúmennsku og hefur þá ekki hlift sér I einu eöa neinu til þess aö vinna góðum málstað gagn. Það er vandasamt og ábyrgðarmikið hlutverk sem sá tekur að sér er gerist forystu- maður Stéttarsambands bænda og Framleiösluráðs. Þar duga engin vettlingatök og þar veröur ekkert unnið með hangandi hendi. Þau störf eru þess eðlis að þau krefjast mannsins alls, svo að hann verður að fórna öllu, sjálf- um sér og venjulegu fjölskyldu- lifi. Stundum þarf að beita hörku, en stundum lagni og bíða tæki- færis, án þess þó að slakað sé á klónn i. Þau ár sem liðin eru siöan Gunnar tók viö forystu I Stéttar- baráttu bændasamtakanna, hafa aö mörgu leyti veriö erfiö og komið hafa fram viðhorf og vandamál, sem áöur voru óþekkt, en Gunnar hefur leyst hlutverk sitt af hendi með slikri prýöi að ekki verður að fundið og er þá mikið sagt, i þessu landi kunn- ingsskaparins. Til þessaðmönnum farnist vel meðferð mála þurfa þeir að vera búnir mörgum kostum. Menn þurfa að hafa til að bera rikt skyn á tölur og meðferð þeirra. Nú á dögum verður ekki fundin lausn mála með tilfinningunni einni saman. Allan málflutning verður að festa á blað i tölum. A6 þessu leyti stendur Gunnar vel að vigi, þvl hann er gleggri á öll talnaleg rök en flestir þeir sem ég hefi kynnzt. Auk þess hefur hann slikt talnaminni er sjaldgæft má teljast. En lifiö er samt ekki bara tölur og útreikningar, ekki fremur I til- veru formanns Stéttarsambands- ins en annarra. Menn.verða llka að eiga sér hugsjón og markmið þvi annars verður öll tilveran óbærileg. Gunnar á sér þá hug- sjón stærsta aö landbúnaðurinn verðimetinnað verðleikum og fái það sæti með þjóðinni sem ávallt hefur verið aöalsmerki hans. Stundum finnst Gunnari að hægt miöi I þeim efnum, en ef svo er, þá er þaö ekki hans sök, heldur hafa erfiöar kringumstæður leitt til þeirrar útkomu sem raun hefur á orðiö, þrátt fyrir markviss vinnubrögö og vilja formannsins og aðstoðarmanna hans. A þessum vegamótum i ævi Gunnars Guðbjartssonar árnum við samstarfsmenn hans honum allra heilla og vonum að viö meg- um njóta samvista hans lengi ennþá. Einnig aö hann finni full- nægingu i þvi mikla starfi sem hann hefur tekið að sér fyrir bændastéttina, en jafnframt njóti hann og fjölskylda hans þeirrar friðsældar og hamingju, sem ætíð er fólgin I góöu heimili. Sv.Tr. Enn auðveldara að sauma. Svo er Singer fyrir að þakka. Þar er tæknin notuð til að auðvelda og auka ánægjuna við að sauma sjálf. Heilinn í Singer Futura sér um að framkvæma hug myndir þínar fljótt og örugglega. Singer kenndi heiminum að sauma og hefur nú kennt saumavél að hugsa. Nýja Singer Futura er fyrsta saumavélin í heiminum með rafeindaheila. Engin önnur saumavél hefur slíkan búnað. Nú þarf ekki lengur að nota breytilegar handstillingar og rýna í sauminn til að ná góðum árangri. Gerð saumsins, stærð hnappagatsins, lengd mynstursins - nú er það sjálfstýrt eftir að búið er að ýta á hnapp. Sjálfvirk spólun og tveir hraðar. SÖLU - OG SÝNINGARSTAÐIR: Liverpool, Laugavegi 18 A, Domus, Laugavegi 91, Véladeild Sambandsins Ármúla 3 og kaupfélögin um land allt. A SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA $ Véladeild ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900 RAUÐI KROSS ISLANDS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.