Tíminn - 11.06.1977, Qupperneq 18

Tíminn - 11.06.1977, Qupperneq 18
18 Laugardagur ll-júnl 1977 t EKKI alls fyrir löngu bárust okk- ur hér á Tímanum þær fréttir, aö ung hjón 1 Kópavogi hyggöust yfirgefa hraöa, hávaöa og ys bæj- arlifsins og flytjast upp i sveit, nánar tiltekið aö Kollslæk i Borg- arfiröi. Þaö er alltaf ánægjulegt, þegar hraust og mannvænlegt fólk, sem á lifiö fram undan, kýs aö ganga i liö meö landi sinu og láta tvö strá vaxa þar sem eitt óx áöur, — og þess vegna lögöu blaöamaöur og ljósmyndari Tim- ans leiö sina suöur i Kópavog einn dag i vikunni fyrir hvitasunnu. Á fornar slóöir Viö sóttum ungu hjónin heim og tókum þau tali. Þau heita Hafdis Þóröardóttir og Einar Valgarö Björnsson. Og þá er bezt aö byrja á þvi aö spyrja bóndann: — Hvenær datt ykkur i huga hug aö bregöa á þetta skynsam- lega ráö? — Viö getum sagt, aö hug- myndin sé þriggja ára gömul. eöa vel þaö. Þrjú undanfarin vor höf- um viö veriö aö lita i kringum okkur eftir jarönæöi, en alltaf horfiö frá, af þvi aö okkur hefur ekki litizt á þaö sem i boöi hefur veriö. — Hvaöa störf hafiö þiö stund- aö hér I þéttbýlinu? — Ég tók verzlunarskólapróf, segir Hafdis, og vann siöan bæöi á skrifstofu og i banka, en nú upp á siökastiö hef ég veriö húsmóöir. — En þú, Einar? — Ég vinn hjá Oliumöl h.f. Þar hef ég unnið á verkstæöi og viö blöndun oliumalar. — Hvernig stóö á þvi aö þiö tókuö þá ákvöröun aö flytjast út i sveit? (Og nú er bezt aö Hafdis svari fyrst). — Ég hef veriö tiu sumur i sveit, segir hún, og einmitt I Borgarfiröi. Þar aö auki var ég þar einn vetur og gekk I skóla i Reykholti. Þaö má þvi heita aö viö séum bæöi aö flytjast i heima- haga okkar, þvi aö bóndi minn var I sveit i sjö sumur á þessum sömu slóöum, en aö visu innar I dalnum/ En báöir bæirnir, þar sem viö höfum verið, eru i Reyk- holtsdal, þótt nokkur spölúr sé á milli. Glöö stund á baklóö fjölbýlishússins I Kópavogi, þar sem þau hafa búiö. Senn mun þessi stóra blokk meö sinum hundraö fjörutiu og átta Ibúöum veröa yfirgefin, sömuleiöis sandkassar og malbik, en I staöinn kemur gróandi jörö og nýfædd lömb. Timamynd: Gunnar. FRA MALBIKI TIL MOLDAR Að brjóta vekjaraklukkuna — Næst langar mig aö spyrja hvaö hafi freistaö ykkur — al- mennt — aö vilja heldur eiga heima I sveit en kaupstaö. Hvaö segir þú um þaö, Einar? — Þá er mér efst i huga þaö aö geta veriö heima hjá fjölskyldu minni, — aö viö getum öll veriö saman. Eins og kunnugt er, þá starfar fyrirtækiö sem ég vinn hjá útium allt land, þaö er lögö oliu- möl á götur i bæjum og þorpum viös vegar um landiö. Siöast liöiö sumar var ég aö störfum á Austurlandi, fjarri fjölskyldu minni, og kom heim til konu og barna aöeins tvisvar allt sumar- iö. Vist var fagurt á Austurlandi i fyrrasumar, sólskin og hiti oftast, og þar þótti mér viöa búsældar- legt og girnilegt aö eiga þar heima, en hús mitt og heimili voru fyrir sunnan, — og mér leiö- ast langar fjarvistir frá heimili og fjölskyldu. Ég get lika bætt þvi viö, aö allt frá þvi ég var I sveit sem drengur, hefur mér fundizt sveitalif girnilegra en bæjarlif, þó ekki væri nema vegna þess, aö þar eiga menn aö ööru jöfnu kost á miklu meiri útiveru en I bæjum. Og nú leggur frúin orö I belg: Fólk, sem býr I sveit er alltaf aö vinna fyrir sjálft sig. Viö byggj- um upp okkar eigiö lif, og byggj- - um það hvort á ööru. Hér, aftur á móti, sit ég heima hjá börnum okkar ungum, maöurinn minn fer til vinnu klukkan sjö á morgnana og kemur ekki heim fyrr en klukkan tiu eöa ellefu á kvöldin. Börnin þekkja varla pabba sinn, þvi aö þau eru ekki vöknuö þegar hann fer á morgnana, og þau eru oftast sofnuö, þegar hann kemur á kvöldin. Þaö er helzt um helgar, sem fjölskyldan getur átt ein- hverjar stundir saman, en alla rúmhelga daga erum viö næstum eins og ókunnugar manneskjur. Börnin veröa óhjákvæmilega aö mestu alin upp af ööru foreldr- anna, og hvort sem sá aðili er faö- irinn eöa móöirin, þá er þaö ekki heppilegt, þvl aö öll börn þurfa bæöi á fööur- og móöurumhyggju aö halda. I sveitinni, aftur á móti, er þetta meö alít öörum hætti. Þótt þar sé auövitaö alltaf einhver verkaskipting á milli húsbónda og húsmóöur, þá vinna þó allir sam- an, og öll fjölskyldan hittist oft á dag. Börnin læra aö hjálpa til, ýmist utan bæjar eöa innan, og leikir þeirra fléttast saman viö dagleg störf. Þau læra aö vinna og leika sér samtimis, og mörg störfin veröa jafnframt leikir. Svo er sveitafólk ekki heldur i eins linnulausri minútustyrjöld og viö, bæjarbúarnir. Viö hlaup- um til þess aö ná I næsta strætis- vagn, flýtum okkur aö komast I búö, áöur en henni veröur lokað, keppumst viö aö vera búin með þetta eöa hitt verkið á skrifstof- unni, þar sem viö vinnum, svo ekki standi nú á þvl, þegar sam- starfsmaöur okkar I vinnukeöj- unni þarf á þvi aö halda, — og svo framvegis, endalaust. Viö erum alltaf I kapphlaupi viö klukkuna, alltaf aö flýta okkur Allt byggist á klukkunni, hún er hinn mikli hús- bóndi bæjarbúans. (Þegar viö veröum oröin okkar eigin hús- bændur á Kollslæk veröur þaö okkar fyrsta verk aö brjóta vekj- araklukkuna!) Ekki óstundvísari en aðrir Hins vegar vitum viö ósköp vel, aö viö veröum aö halda áfram aö vakna á morgnana, þótt viö skipt- um um búsetu. En sá er munur- inn, aö þá vöknum viö fyrir sjálf okkur, —■ til þess aö hefja vinnu i okkar eigin túni, en ekki til þess aö fara meö strætisvagni og setj- ast svo þreytt og syfjuö inn á ein- hverja skrifstofu eöa hefja eitt- hvert annaö ámóta ópersónulegt dagsverk. Auövitaö veröur vinn- an I sveitinni alveg eins mikil og hér, og kannski miklu meiri, þeg- ar öll kurl koma til grafar, en hún er bara allt ööru visi. Þótt viö þurfum aö risa árla úr rekkju, þá erum viö ekki endilega skyldug til þess aö vakna einmitt þegar klukkan er fimm minútur yfir sjö, eöa þegar hana vantar fimm min- útur 1 átta, sérhvern morgun. Auk þess er þaö reynsla okkar beggja, aö miklu léttara sé aö vakna á morgnana, þegar unniö er aö staðaldri undir beru lofti, heldur en þegar alltaf er veriö innan fjögurra veggja. — En hafiö þiö nokkurn tima fyrr þurft aö sjá um bú i sveit, þótt þiö hafiö dvalizt þar lang- dvölum og unniö þaö sem vinna þarf, undir stjórn annarra? — Já, reyndar höfum viö fengið smá-æfingu i þvi, segir Einar, en þó aöeins eina viku. Bóndinn þar sem ég var I sveit i gamla daga, er einbúi, aö ööru leyti en þvi, aö hann hefur jafnan ráöskonur á sumrin. Svo var þaö núna fyrir fáum haustum, aö hann fór i fjall- göngur fram á Arnarvatnsheiöi, eins og hann gerir auðvitað á hverju hausti, eins og aörir bænd- ur þar um slóöir. Hann var viku I burtu, og á meöan hugsúöum við hjónin um búiö fyrir hann. Viö mjólkuöum þessar tólf kýr, sem voru á bænum, hirtum um þær aö öllu leyti, og unnum yfirleitt allt sem vinna þurfti þennan tima. — Hvernig likaöi ykkur þessi smjörþefur af sveitasælunni? — Alveg ljómandi vel. Þaö var nú einhver munur aö vera alltaf á sama staönum, en þurfa ekki aö flækjast meö strætisvagni langa leiö eöa láta sækja sig og aka sér i vinnuna. — Ég þykist hafa gefib kúnum og mjólkaö þær á réttum tima hvern dag, en svo undarlega brá viö, aö mér fannst ég sáralitið þurfa að nota klukku viö þær at- hafnir. Ég fann á mér, þegar gjafa- og mjaltatiminn nálgaöist, og var, held ég, ekkert óstundvis- ari en aörir menn i daglegum störfum sinum. Skammt að rekja til dreifbýlisins — Fyrst þiö eruö bæöi svona mikiö gefin fyrir sveitalif og sveitavinnu, langar mig aö spyrja, hvort þiö eigið ættir aö rekja tii sveitafólks, Kannski frú- in byrji? — Já, ég er fædd og alin upp I Reykjavik, aö undan teknum þeim misserum, þegar ég naut þeirrar hamingju aö fá aö vera i sveit. Móöir min er norðan úr Eyjafjaröarsýslu, en pabbi var skipstjóri, og hann var úr Reykjavik, og þó öllu fremur úr Hafnarfiröi. — Ung hjón í Kópavogi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.