Tíminn - 17.06.1977, Qupperneq 1
GISTING
MORGUNVERÐU R
SÍMI 28866
Slöngur — Barkar — Tengi
9BS33S1S3!!1H
SMIÐJUVEGI 66
Kópavögi — Sími 76-60Q
-
I dag blakta
fánar á
hverri stöng,
og ungir og
aldnir fagna
á þjóðhátíðar-
degi íslend-
inga. Timinn
sendir öllum
landsmönn-
um kveðjur
og árnaðar-
óskir á
þessum degi
með þeirri
ósk, að þeim
verði jafnan
sem ríkast í
huga, að land,
þjóð og tunga
eru sú þrenn-
ing, sem við
eigum mestar
skyldur við.
Dagur iðnaðarins á Self ossi:
65 iðnf yrir tæki
starfandi í
SOOOmannabæ
Gsal-Reykjavik — Dagur iðn-
aðarins var i gær haldinn á
Selfossi og er þetta i fimmta
sinn sem islenzk iðnkynning
efnir til sliks dags til kynning-
ar á islenzkum iðnaði, en áður
hafa sams konar iðnkynningar
verið haldnar á Egilsstöðum,
Borgarnesi, Kópavogi og
Sauðárkróki. Selfoss er vax-
andi iðnaðarbær og er talið að
um eða yfir 10% Ibúa staðar-
ins hafi beina atvinnu af þess-
ari atvinnugrein. Alls eru
starfrækt á Selfossi 65 iðnfyr-
irtæki og er þá bæði átt við
þjónustu- og framleiðslufyrir-
tæki, og er það hlutfallslega
mjög há tala, þar sem ibúarn-
ir eru rétt rúmlega þrjú þús-
und talsins.
Á degi iðnaðarins i gær
skoðuðu margir forystumenn
islenzks iðnaðar nokkur iðn-
fyrirtæki á staðnum og var
Gunnar Thoroddsen iðnaðar-
ráðherra i broddi fylkingar.
Byrjað var á að skoða
Mjólkurbú Flóamanna, en það
fyrirtæki hóf starfsemi sina
árið 1929 og telst elzta iðnfyr-
irtækið á Selfossi. Þá voru
heimsóttar smiðjur Kaupfé-
lags Arnesinga, trésmiðja og
bilasmiðja en bæði þessi iðn-
fyrirtæki eru rótgróin i at-
vinnulifi Selfyssinga, bila-
smiðjan hóf rekstur árið 1939
og trésmiðjan 1949.
Þá var ungt iðnfyrirtæki
heimsótt, Selós sf. að nafni, en
það fyrirtæki annast nýbygg-
Meöal iðnfyrirtækja, sem iönaðarráöherra og ýmsir forystumenn íslenzks iönaöar heimsóttu I
gær á Selfossi, var trésmiöja Kaupfélags Árnesinga. A þessari Tímamynd Róberts má sjá
Gunnar Thoroddsen iönaöarráöherra og konu hans fylgjast meö starfsmönnum viö vinnu sina
i trésmiöjunni.
ingar og innréttingasmiði.
Rekstur þess hófst árið 1974.
Að lokum var Sláturfélag
Suðurlands heimsótt og gafst
gestum kostur á að fylgjast
með nautgripaslátrun.
Sveitarstjórn hélt siðan há-
degisverðarboð fyrir gestina
og i þvi boði var Selós sf. veitt
viðurkenning fyrir snyrtileg-
ustu iðnaðarlóðina á Selfossi.
Hlaut fyrirtækið farandbikar
að verðlaunum. Var ákveðið
að veita svona viðurkenningu
árlega 17. júni þvi fyrirtæki
sem þætti skara fram úr á
þessu sviði á Selfossi.
Klukkan fjórtán var opnuð
iðnsýning i gagnfræðaskólan-
um á Selfossi, en þar sýna 25
iðnfyrirtæki i bænum fram-
leiðslu sina. Við opnun iðnsýn-
ingarinnar flutti Guðmundur
Jónsson skósmiður ávarp og
sagði m.a. að iðnskólinn á Sel-
fossi hefði útskrifað 600 iðn-
nema fráþvihann tók til starfa
árið 1943.
Siðdegis var svo fundur um
iðnaðarmál i Selfossbiói.
Samningarnir - sjá bls. 2