Tíminn - 17.06.1977, Qupperneq 5
Föstudagur 17. júní 1977
5
á víðavangi
Rót auðugs
mannlifs
A árshátiö framsóknarmanna
á Akureyri fyrir nokkru flutti
Agúst Þorvaldsson fyrrum
Alþingismaöur merka ræöu i
tilefni sextugsafmælis
Framsóknarflokksins. t
ræöunni sagði Agúst m.a.:
„Við lifum i nýjum heimi,
sem að nokkru leyti hefur orö-
iö til fyrir ötuit hugsjónastarf
eins og fram hefur komiö i þvi
sem ég hef sagt, en aö nokkru
leyti vegna utan aö komandi
áhrifa sem við höfum tekiö við
og kennir þar aftur á móti
ýmissa lifshátta, sem ég tel aö
þurfi endurskoöunar viö. A
meðan hinar efnislegu fram-
farir hafa fært okkur á nýtt
stig velmegunar hefur
almennur barlómur vaxiö og
kvartanir yfir bágum lifskjör-
um eru alltaf aö vaxa. Flestir
telja sig alltaf vera aö tapa, og
á hverju ári er tekinn upp
bardagi og stéttastrið til aö
reyna að ná hærri og hærri lifs-
kjörum. Eftir aö öldurnar hef-
ur lægt i hvert sinn og vopnin
hafa verið sliðruö, fara menn
aö búa sig undir næsta striö og
safna aö sér alls konar rökum
fyrir þvi að þeir þurfi að ná
meira tii sin svo lifskjörin
verði sæmiieg. Þessi lifsmáti
leiðir varla til langrar far-
sældar. i honum eru fólgnar
eiturdreggjar sem þarf aö
varast.”
Siöar sagði Agúst:
,,Ég er þeirrar skoöunar aö
starf stjórnmálaflokka veröi
aö færast á næstu árum yfir á
ný svið sem lltiö hefur veriö
sinnt I kapphlaupinu viö aö
bæta lifskjörin sem menn
héldu að væri nægilegt til aö
gera alia hamingjusama.”
Rakti Agúst siöan nokkur
slik efni sem hafa lcgið hjá
garöi i umræöum slöari ára og
sagði:
„Kröfur fólksins um stærri
og stærri hús vaxa og um dýr-
ari og dýrari húsbúnaö. En á
sama tima fréttist daglega af
fólki i milljónatali, sem býr i
hreysum sem við hér myndum
ekki bjóöa hundum okkar að
iiggja I. Þar mega mæðurnar
búa með börn sin á moldar-
gólfum, húsgagnalausar aö
öllu leyti, i mesta lagi
pjáturdós fyrir matarilát.
Engin eru þægindin. Þessum
konum myndu þykja gömlu
hlóðaeldhúsin á tslandi stór-
kostlegar framfarir”.
Eni verkefnin sem fram
undan eru sagði Agúst m.a.:
„Fyrsta verkefnið væri aö
finna heimiiunum i landinu
einhvers konar stuðning og
vernd svo að þau geti orðiö
sterkur gróðurreitur fyrir fjöl-
skylduna... Barna- og ung-
lingaskólarnir eru auövitaö
nauðsynlegar stofnanir. En ég
er helzt á þvi aö búið sé aö
taka of mikið frá foreldrunum
og heimilunum meö þvi aö
ætla þessum skólum alla
kennsluna. Vrði ekki heimiliö
og fjölskyldan sterkari eining
ef börnin þyrftu meira aö
sækja til þeirra af fræöslunni,
og yrðu ekki flestir foreldrar
hamingjusamari ef þau veröu
meiri tima en nú er til þess aö
fræöa börn sin?”
Að lokum sagöi Agúst
Þorvaldsson:
„Þeir sem stofnuðu
Framsóknarflokkinn sögöu aö
i nafni flokksins fælist tákn um
samhygð við stefnu yngri kyn-
slóöarinnar og sjálfstæöishug-
sjónina. Hvort tveggja þetta
þýöir aö hér eigi aö lifa frjálsir
menn er sifellt auögist aö
manngildi. Þeir vildu láta
fagurt mannlif vaxa viö lindir
mennta, auðs og lista. En rótin
sem slikt mannllf verður að
nærast af er trú á guö og
föðurlandið, ræktarsemi viö
sögulegar og þjóölegar erfðir
frá fyrri kynslóöum, tryggö og
hollusta við heimili, fjöl-
skyldu, náin bönd barna og
foreldra. Varast ber að slita
þau bönd sem tengdu kynslóö-
irnar saman i námi, starfi,
leik, gleði, baráttu, öld af
öld.”
Hátiðahöldin i Reykjavik 17. júni
F.I. Reykjavik. — Hátiöardag-
skráin I Reykjavlk 17. júni veröur
aö sögn aðstandenda hennar meö
svipuöu sniöi og undanfarin ár.
Hefst hátföin um morguninn meö
þvi aö forseti borgarstjórnar,
Ólafur B. Thors, leggur
blómsveig fra Reykvikingum á
leiði Jóns Sigurössonar I kirkju-
garöinum v/Suðurgötu. Slöan
verður fariö yfir á Austurvöll, þar
sem formaöur Þjóöhátlöar-
nefndar, Margrét S. Einarsdóttir,
setur hátiöina. Þá munu hand-
hafar forsetavaldsins I veikinda
forföllum forseta tslands, doktors
Kristjáns Eldjárns, leggja blóm-
sveig frá Islenzku þjóöinni aö
minnisvaröa Jóns Sigurðssonar.
Siödegis veröa skrúögöngur og
samfelld dagskráratriöi I miö-
borg Reykjavikur og úthverfum
hennar, Arbæjarhverfi og Breiö-
holtshverfum. Safnazt veröur
saman á Hlemmtorgi, Mikla-
torgi, viö Sundlaug Vesturbæjar
kl. 14.30, en viö Arbæjarsafn,
Iþróttavöllinn i Breiðholti og
Hólahring um kl. 13:00. Barna-
skemmtun hefst á Lækjartorgi kl.
15:30, en samfelldar dagskrár
verða viö Árbæjarskóla og Fella-
skóla kl. 13:45.
Alveg nýtt dagskráratriöi
veröur kl. 16:15, en þá aka félagar
úr Fornbilaklúbbi Islands bif-
reiöum sinum tvo hringi um-
hverfis Tjörnina.
Hvaö kvöldskemmtunum viö-
vikur þá veröur dansaö á sex
stööum i borginni, viö Austur-
bæjarskóla, Breiöholtsskóla,
Langholtsskóla, Melaskóla, Ar-
bæjarskóla og Fellaskóla. Hjóm-
sveitinar Póker, Fress, Eik,
Hljómsveit Asgeirs Sverrissonar,
Arblik og Tivoli sjá um fjöriö.
Sölutjöld veröa viö alla skólana
og eru þau á vegum hinna ýmsu
félaga. Ollum útidans-
skemmtunum lýkur á miðnætti.
Þaö er ósk þjóðhátföarnefndar,
aö Reykvikingar sýni lit á 17.
júni, fylki liöi i skrúðgöngur skát-
anna, beri merki þjóöhátiðar-
dagsins og dragi fána sina aö hún.
1 þjóöhátiöarnefnd eiga nú sæti
Margrét Einarsdóttir, formaöur,
Ómar Einarsson, framkvæmda-
stjóri, Hilmar Svavarsson, ritari,
Böövar Pétursson, en hann hefur
átt sæti I nefndinni I 30 ár. , Nina
Hjaltadóttir og Auður Björg
Sigurjónsdóttir. Þess má geta, aö
þetta er I fyrsta sinn, sem kona
skipar formannssæti I þjóö-
hátlöarnefnd.
Tilboð óskast
i þriðja áfanga Hitaveitu Akureyrar.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Hitaveitu Akureyrar, Hafnarstræti 88 B,
Akureyri, frá og með 22. júni 1977 gegn 10
þús. kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofum Akur-
eyrarbæjar mánudaginn 4. júli kl. 14,00.
Akureyri 16. júni 1977
Hitaveita Akureyrar.
Barnavinafélagið Sumargjöf
l'ornhaga S. — Simi 27277
Forstaða dagheimilis
Staða forstööumanns viö dagheimilið Sunnuborg er laus til
umsóknar.
Fóstrumenntun áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi
borgarstarfsmanna. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu
Sumargjafar, en þar eru veittar nánari upplýsingar. Um-
sóknarfrestur er til 1. júli.
Stjórnin.
VANDAÐAR STÁL FÓLKSBÍLAKERRUR með
yfirbreiðslu, Ijósum og varahjóli.
Gísli Jónsson & Co hf
Sundaborg — Klettagörðum 11 — Sími 86644
Sumaríð '77
HÚS Á PALLBÍLA, til afgreiðslu strax.
HJÓLHÝSI í ýmsum stærðum, fyrirliggjandi
og væntanleg
SUMARHÚS, fullbúin með öllum húsgögnum
og búnaði, tilbúin að flytja inn i. Ótrúlega
hagstætt verð.
VÖNDUÐUSTU TJALDVAGNAR á markað-
inum. Þýzkir 7—8 manna, sterkur undir-
vagn með venjulegum fólksbíladekkjum.