Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 21.02.2006, Qupperneq 12
 21. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR12 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Það hefur mismikil áhrif á líf fólks þegar það verður kvikmyndastjörnur. Fyrir suma tekur lífið stökk- breytingu en aðrir halda sínu striki. Einn þeirra síðarnefndu er Runólf- ur Dagbjartsson, sem jafnan er kallaður Dúddi múrari í heimabæ sínum, Vestmannaeyjum. Flestir landsmenn minnast hans þó sem Víglundar eða Lunda verkstjóra í kvikmyndinni Nýju lífi. „Ég hafði verið að leika fyrir leik- félagið hér í Eyjum og einhvern veginn atvikaðist það þannig að ég var fenginn í þetta hlutverk,“ segir Runólfur eða Dúddi múrari þegar blaðamaður rakst á hann á förnum vegi í Vestmannaeyjabæ. „Ég var reyndar múrari en þegar vertíðir stóðu sem hæst var ég oft fenginn til að vinna fyrir Vinnslustöðina og þá var ég verkstjóri þar svo ég var vissulega á kunnuglegum slóðum í þessari mynd,“ segir hann og hlær við. „Ég veit þó ekki hversu líkur ég er þessum Víglundi nema þá í sjón. En hann átti það til að verða grimmur þegar hann greip þessa peyja, sem þóttust vera alvan- ir menn, hálfa ofan í teljaranum þegar þeir áttu að vera að gera að. En þetta var allt afskaplega skemmtilegt og gaman að vinna með þessu fólki. Svo var ég reynd- ar beðinn um að vinna í annarri mynd sem Þráinn gerði en ég neit- aði því. Ég hef miklu meira gaman af því að leika í leikritum, þetta er óttalegt fals í þessum bíómyndum og ef maður er klaufi þarf að taka sama atriðið aftur og aftur. Leik- ritin eru meira ekta.“ Runólfur er 83 ára og er við hestaheilsu enda gengur hann mikið um eyjuna fögru sem er honum afar kær. „Ég á 32 afkom- endur og enginn þeirra er hér í Vestmannaeyjum. Svo reyna þeir mikið til þess að fá mig upp á land en það er tómt mál að tala um. Ég fer ekki héðan meðan hlandið í mér er volgt,“ segir hann og hlær. Hann segir það fáu hafa breytt fyrir sig að hafa orðið landsþekkt- ur leikari. „Hér í Vestmannaeyj- um þekktu mig svo sem allir en ég fann fyrir því þegar ég skrapp til Reykjavíkur að fólk sagði sín á milli þegar það labbaði framhjá mér: „Sástu hver þetta var?“ En ég neita því ekki að þetta kitlaði hégómagirndina, svona fyrst,“ segir Dúddi múrari og heldur svo gönguferðinni áfram. jse@frettabladid.is Dúddi múrari var Lundi verkstjóri í Nýju lífi RUNÓLFUR DAGBJARTSSON Runólfur er jafnan kallaður Dúddi múrari í heimabæ sínum. Hann segist ekkert sérlega líkur Lunda verkstjóra sem hann lék í myndinni Nýju lífi. „Ég vara fólk við að komast í snertingu við fuglaskít. Menn verða að gæta sín,“ segir Anna Marta Guðmundsdóttir, bóndi á Hesteyri við Mjóafjörð. Hún fylgist vel með fréttum af flensunni og útbreiðslu H5N1-stofns veirunnar sem nú hefur fundist víða um Evrópu. Og Anna hefur ekki einasta áhyggjur af mannfólkinu heldur líka blessuðum fuglunum. Sjálf heldur hún 42 endur og 26 gæsir á bæ sínum. „Fólk verður að forðast fuglaskít sem mest það getur, sérstaklega gæsa- og andaskít, og ég hef einmitt mest af þeim fuglum,“ segir hún og horfir til sumarsins þegar fólk er mikið úti í náttúrunni. „Þegar börnin velta sér um í móunum geta þau fengið á sig skít.“ Hún veit að hennar eigin öryggi er borgið á meðan veiran leggst ekki á fólk. „Þá er mér óhætt en skepnun- um mínum getur stafað hætta af þessu. Ég gæti þurft að setja fuglana mína inn og jafnvel að fækka þeim eitthvað.“ Allir eru fuglarnir hennar Önnu hressir ennþá, enda hefur veiran ekki borist til Íslands, eins og kunnugt er. Anna byggir þekkingu sína á fugla- flensunni á samtölum við Sigurð Sigurðarson dýralækni á Keldum. Hann hefur ráðlagt henni að halda fuglunum innan girðingar en Önnu er í nöp við girðingar. „Fuglarnir geta slasað sig á þeim,“ segir hún en veit sem er að ef veiran berst til Íslands þarf hún að fara að ráðum dýralækna. HVAÐ SEGIR ANNA Á HESTEYRI? FUGLAFLENSAN Silvía Nótt vann „Ég horfði ekki á keppnina og veit ekki hvernig þetta fór.“ KRISTJÁN HREINSSON SKÁLD OG MÓTMÆLANDI. FRÉTTABLAÐIÐ. Þar höfum við það „Við ætlum ekki að vera á þessum skítalaunum lengur.“ VERNHARÐUR GUÐNASON SLÖKKVILIÐSMAÐUR. MORGUN- BLAÐIÐ. „Núna er ég að taka upp disk með Afabandinu og hann kemur út með vorinu,“ segir Sigurður Helgi Jóhannsson, Siggi Helgi, hljómlistar- maður á Akureyri. Þetta verður þriðji diskur hjómsveitarinnar en hinir fyrri runnu út eins og heitar lummur að sögn Siggga Helga og því engin ástæða til að láta staðar numið. Afabandið leikur gömul dægurlög á borð við Kötukvæði og Komdu inn í kofann minn. „Við stílum upp á nikku og söng, ekki ósvipað og Örvar Kristjánsson gerði þegar hann var upp á sitt besta.“ En þessi diskur er ekki sá eini sem Siggi Helgi vinnur að þessa dagana, hann var einn af frumkvöðlum kántrítónlistarinnar á Íslandi fyrir rúmum tuttugu árum ásamt Hallbirni Hjartar og Johnny King, og hefur ekki sagt skilið við þá tegund tónlistar. „Það er smá hlé í augnablik- inu en við vorum byrjaðir á að taka upp plötu sem við ætluðum að senda á Ameríkumarkað. Þar úti er náungi að nafni Eric Johnson sem ég kynntist í gegnum dóttur mína. Hann vill fá prufueintök til að setja á útvarpsstöðvarnar og athuga viðtökurnar. Frændi Erics er í kántrítón- list svo hann hefur einhver sambönd þarna úti.“ Siggi Helgi horfir ekki bara vestur um haf með kántrítónlistina, hugsanlegt er að hann fari í tónleikaferð til Noregs í sumar. „Það er meiningin. Ég var þar í fyrra og þar er mikið kántrí í gangi. Alls staðar sem maður kemur, í búðir og annars staðar, er spiluð kántrítónlist.“ Og eins og þetta sé ekki nóg er Siggi Helgi líka að spá í að gera barnaplötu. „Ég ætla að gera hana með gömlum félögum mínum frá Keflavík,“ segir Siggi Helgi, sem er líka byrjaður að vinna að sólóplötu sem kemur út eftir þrjú ár en þá verður hann fimmtugur. „Ég ætla að fá hundrað prósent menn í hana með mér; Gunna Þórðar, Jóa Helga, Magga Sigmunds og þessa kalla,“ segir Siggi Helgi og horfir björtum augum til framtíðar. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGURÐUR HELGI HLJÓMLISTARMAÐUR Diskar og hljómleikaferðir í farvatninu SIGURÐUR HELGI JÓHANNSSON ANNA MARTA GUÐMUNDSDÓTTIR BÓNDI Á HESTEYRI Í MJÓAFIRÐI Ég óttast fuglaflensuna Þingflokkur Framsóknarflokks- ins heimsótti ritstjórnarskrifstof- ur Fréttablaðsins í gærmorgun. Var þingmönnunum veitt innsýn í vinnsluferli blaðsins og fylgd- ust þeir með störfum blaða- og umbrotsmanna drykklanga stund. Í hópi þingmanna Framsókn- arflokksins eru nokkrir vanir fjölmiðlamenn, til dæmis Jón Kristjánsson sem ritstýrði Austra og Tímanum og Árni Magnússon sem lengi starfaði í útvarpi og sjónvarpi. Fylgi Framsóknarflokksins mældist afar lítið í skoðanakönn- un Fréttablaðsins á sunnudag. Virtust þingmennirnir hafa jafn- að sig á þeim ótíðindum, í það minnsta voru þeir léttir í lundu og höfðu gaman af heimsókninni. - bþs Framsókn á Fréttablaðinu FYLGST MEÐ ÚTLITSHÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS Sigurjón M. Egilsson fréttaritstjóri og Kristín Anna Björnsdóttir umbrotsmaður sýna Hjálmari Árnasyni, Árna Magnússyni og Dagnýju Jónsdóttur hvernig Fréttablaðið er unnið. Á bak við má sjá Jón Kristjánsson tala í símann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hann hélt mér fastri og nauðgaði mér KONAN SEM KÆRÐI FASTEIGNASALANN EINKAVIÐTAL „Barði mig í hvert sinn sem ég neitaði að afklæðast“ 2x15 20.2.2006 20:35 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.