Fréttablaðið - 21.02.2006, Page 22
21. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR4
Bailine vaxtarmótunarmeðferð
NÝTT á Íslandi
Eru línurnar vandamál ?
Við bjóðum þér upp á ÓKEYPIS PRUFUTÍMA í tölvustýrðu þjálfunartæki á
meðan þú liggur og slakar á í notalegu umhverfi.
Viltu grenna þig og minnka ummálið, nú hefur þú tækifærið.
Hringdu núna í síma 568 0510 og kynntu þér málið.
Þú hefur engu að tapa nema sentimetrum.
Vegmúli 2 108 Reykjavík sími 568 0510 www.bailine.is
Fyrir konur 18 ára og eldri.
Dagur B. Eggertsson lifir
annasömu lífi en hugsar þó
um heilsuna. Hann segist hafa
gaman af boltaíþróttum en
telur góðan svefn lykilinn að
því að standast álag.
„Ég æfði bæði handbolta og fót-
bolta með Fylki sem barn. Það má
segja að ég hafi hætt á toppnum,
fimmtán eða sextán ára,“ segir
Dagur léttur í bragði og bætir
við að hann hafi meira gaman af
boltaíþróttum en öðrum greinum.
„Ég hef aldrei almennilega náð
að taka ástfóstri við lyftingatæki
eða hlaupabretti.“
Auk boltaíþróttanna hjólar
Dagur töluvert og gengur mikið.
„Ég geng oftast til vinnu. Þó að
ég sé reyndar lítið á spítalanum
þessa dagana fær maður hvergi
betri hreyfingu en þar, gangarnir
eru svo langir.“
Hvað mataræði varðar segir
Dagur að fjölskyldan reyni að
borða fjölbreyttan mat. Aðspurð-
ur um uppáhaldsmat segir hann
það mjög sveiflukennt. „Það eru
stundum fiskur og sjávarréttir.
Aðra daga kjöt og þungur matur
og þess á milli koma pasta- og
grænmetisréttir sterkir inn,“
segir Dagur og heyra má að fjöl-
breytnin er í fyrirrúmi.
Það dylst engum að Dagur lifir
annasömu lífi um þessar mundir.
Hann mælir með góðum svefni
til að standast álag. „Góður svefn
skiptir mestu máli. Það skiptir
miklu að geta aftengt sig og látið
hugann reika, þó að það takist
nú misvel. Ég held að það skipti
líka máli að vera í góðu formi en
svefn er lykillinn, að ógleymdu
því að slaka vel á í herðum. Ég
held að það sé vanmetið. Ég skora
á fólk að prófa eitt næst þegar
það stendur í strætóskýli og er
mjög kalt - að slaka á í herðunum
og finna hvað það breytir miklu,“
segir Dagur og það er greinilega
stutt í lækninn þó að stjórnmála-
maðurinn sé meira áberandi
þessa dagana.
Fyrir skömmu reyndu borgar-
stjóraefni stjórnmálaflokkanna
með sér í körfubolta. Dagur var
þar á meðal og sýndi ágæta takta.
Skyldi hann aldrei hafa dreymt
um að komast í NBA-körfu-
boltann? „Nei, ég var svo lítill
og visinn fram eftir aldri að það
hvarflaði aldrei að mér,“ svar-
ar hann og skellir upp úr. „Ég
naut þess hins vegar að hormón-
um var almennt útdeilt í stórum
skömmtum í Árbænum. Jafnaldr-
ar mínir voru því stórir og stæði-
legir þannig að okkur gekk vel
í körfubolta. Það var samt ekki
hæð minni að þakka.“
Þrátt fyrir lítinn tíma gefur
Dagur sér tíma til að fylgjast
með íþróttum. „Það er reyndar
orðið full vinna, framboðið er
svo mikið. Svo er mikið hátíðaár
núna út af heimsmeistarakeppn-
inni og enska meistaradeildin
breytir líka miklu. Ég er gamall
Liverpool-aðdáandi en held nú
samt með mínum mönnum þegar
þeir keppa. Það er aldrei leiðin-
legt þegar Eiði Smára gengur
vel,“ segir Dagur og bætir við að
lokum að Fylkir verði þó alltaf
hans lið.
einareli@frettabladid.is
Sefur vel til að standast álag
Dagur segir svefn lykilinn að því að standast daglegt álag. Hann telur líka stórlega vanmetið að slaka á í herðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Lyfjaframleiðandinn Astra-
Zeneca hefur ákveðið að taka
blóðþynningarlyfið Exanta af
markaði þar sem lyfið er talið
valda lifrarskemmdum.
Fyrir skömmu tilkynnti bresk-
sænski lyfjaframleiðandinn Astra-
Zeneca að blóðþynningarlyfið
Exanta yrði tekið af markaði.
Lyfið hefur
um nokkurt
skeið ein-
göngu verið
selt í Evrópu
en árið 2004
lagðist banda-
ríska lyfjaeft-
irlitið gegn
því að lyfið
yrði selt þar-
lendis.
A s t r a -
Zeneca ákvað
að taka lyfið af markaði eftir að
vísbendingar bentu til að lyfið
kunni að valda lifrarskemmdum.
Niðurstöður nýlegra rannsókna,
sem gerðar voru á vegum fyrir-
tækisins, bentu til þess að lang-
tímanotkun lyfsins gæti aukið
verulega hættuna á alvarlegum
lifrarskemmdum. Þó skal tekið
fram að engar vísbendingar eru
um að notkun lyfsins í ellefu daga
eða skemur auki hættu á lifrar-
skemmdum.
Blóðþynningar-
lyf af markaði
Blóðþynningarlyfið
Exanta verður tekið af
markaði í Evrópu.
Tveir nýir fræðslu-
bæklingar um kynlíf
og kynhegðun ungl-
inga eru komnir út.
Bæklingarnir Sam-
skipti foreldra og
barna um kynlíf, og
Kynlíf - unglingar eru
nýkomnir út. Fyrri
bæklingurinn fjallar
um mikilvægi þess
að foreldrar fræði
börn sín um kynlíf og
hvaða leiðir megi fara
við fræðsluna. Seinni
bæklingurinn fjallar
um jákvæðar og nei-
kvæðar hliðar kynlífs
og hvert unglingar
geti leitað til þess að
fá upplýsingar um
kynlíf.
Höfundar bækling-
anna eru Dagbjört
Ásbjörnsdóttir, mann-
fræðingur og MA í
kynlífs- og kynjafræð-
um, Sigurlaug Hauks-
dóttir, félagsráðgjafi
og MA í uppeldis- og menntun-
arfræði, og Guðbjörg Edda Her-
mannsdóttir félagsráðgjafi. Þær
hafa verið með fræðslufundina
Tölum saman – samskipti for-
eldra og barna um kynlíf fyrir
foreldra og nemendur í 7.-10.
bekk í grunnskólum síðan 2002
og ákváðu í framhaldi af því að
ráðast í gerð bæklinganna.
Nánari upplýsingar um bæk-
lingana fást hjá Lýðheilsustöð
þar sem einnig er hægt að panta
þá.
Unglingar og kynlíf
Mikilvægt er að börn og unglingar fái góða fræðslu um
kynlíf.
Er maginn vandamál?
Stress, þreyta og sérstakur
matur getur sett magann úr
jafnvægi.
Óþægindi lýsa sér oft sem
nábítur, brjóstsviði,
vindgangur, harðlífi og
niðurgangur.
Þetta þykir öllum afar
óþægilegt og líður þá illa í
öllum líkamanum.
Silicol fæst í apótekum
NFS ER Á VISIR.IS