Fréttablaðið - 21.02.2006, Síða 30

Fréttablaðið - 21.02.2006, Síða 30
12 VISSIR ÞÚ ...að Alþjóða ólympíunefndin (IOC) var stofnuð 1894? ...að fyrsta vetrargreinin á ólympíu- leikum fór fram 1908 í London sam- fara sumarólympíuleikum? Greinin var listhlaup á skautum. ...að fyrir leikana 1912 var stung- ið upp á því að hafa viku langa vetrardagskrá samfara sumarólymp- íuleikunum? Sænskir mótshaldarar voru á móti þessu og vildu heldur vekja athygli á Norðurlandaleikum í vetraríþróttum. ...að þessar hugmyndir áttu að verða að veruleika á næstu leikum í Berlín 1916? Þeim leikum var hins vegar aflýst þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út. ...að á ólympíuleikunum 1924 í Frakklandi varð draumurinn um vetrarviku á ólympíuleikum loks að veruleika? Hún þótti takast svo vel að ári síðar ákvað IOC að halda sérstaka vetrarólympíuleika. ...að vetrarvikan 1924 er opinberlega fyrstu vetrarólympíuleikarnir? ...að fyrsti vetrarólympíumeistarinn var Bandaríkjamaðurinn Chatlie Jewtraw? Hann sigraði í 500 m skautahlaupi. ...að Norðmenn og Finnar voru sigur- sælastir á vetrarleikunum 1924? ...að vegna reiknimistaka varð Bandaríkjamaðurinn Anders Haugen fjórði í skíðastökki í stað þess að vera í bronssæti? ...að mistökin komu ekki í ljós fyrr en fimmtíu árum síðar og voru þá leiðrétt? ...að Anders Haugen fékk brons- verðlaunin sín að lokum, þá 83 ára gamall? ...að árið 1994 voru vetrarólympíu- leikarnir færðir til svo þeir væru ekki á sama ári og sumarólympíuleikar? ...að þess vegna eru einungis tvö ár á milli leikanna í Albertville 1992 og í Lillehammer 1994? ...að 1998 í Nagano í Japan fór fjöldi þáttakenda yfir 2.000 í fyrsta skiptið? ...að leikarnir nú í Tórínó eru þeir 20. í röðinni? ...að næstu vetrarólympíuleikar fara fram í Vancouver í Kanada? Við Kópavogshöfn. Ljósmynd/E.ÓL. SJÓNARHORN 18% 38% A Í S / n o t í F Yfir 111% fleiri lesendur að atvinnublaði Fréttablaðsins! Um 150.000 lesendur Samkvæmt nýjustu fjölmiðlakönnun Gallup (okt. 2005) nærðu til rúmlega tvöfalt fleiri Íslendinga á aldrinum 20 – 40 ára með því að auglýsa í atvinnublaði Fréttablaðsins frekar en atvinnublaði Morgunblaðsins. Könnunin sýnir að 38% af þeim lesa Allt – atvinnu, sem fylgir frítt með Fréttablaðinu alla sunnudaga. Aðeins 18% lesa hins vegar atvinnublað Morgunblaðsins og því eru 111% fleiri sem sjá auglýsinguna í Fréttablaðinu. Þegar horft er á allar staðreyndir málsins ætti að vera einfalt að sjá hvar borgar sig að auglýsa. Hvar birtist auglýsingin þín? Vantar þig starfskraft? – mest lesna atvinnublaðið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.