Fréttablaðið - 21.02.2006, Side 43
ÞRIÐJUDAGUR 21. febrúar 2006
ÓL Í TÓRÍNÓ Dagný Linda Kristjáns-
dóttir heldur uppi heiðri íslenska
skíðaliðsins á ÓL í Tórínó en hún
náði aftur ágætum árangri í gær
þegar hún varð í 23. sæti af 56
keppendum í risasvigi. Hún kom
í mark rúmum tveim sekúndum
á eftir Michaelu Dorfmeister sem
vann. Dagný Linda var með rás-
númer 49 og reif sig því hátt upp
töfluna. Dagný Linda hafnaði í
sama sæti í bruni ekki fyrir löngu
síðan en árangur hennar er einn
sá besti sem Íslendingur hefur
náð á vetrarólympíuleikum.
Það var ekki sami glæsibrag-
urinn á þeim Björgvini Björgvins-
syni og Kristjáni Una Óskarssyni,
sem féllu báðir úr leik í stórsvigs-
keppninni, Björgvin eftir aðeins
tvö hlið en Kristján Uni örlítið
neðar í brautinni. - hbg
Þrír íslenskir skíðamenn í eldlínunni í Tórínó í gær:
Dagný Linda heldur
uppi heiðri Íslands
DAGNÝ LINDA Sést hér á fleygiferð í brunkeppninni á dögunum. Hún sýndi mikið öryggi í
risasviginu í gær og náði fínum árangri. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Í gær var dregið í átta
liða úrslitum ensku bikarkeppn-
innar en stórleikur hennar er leik-
ur Chelsea og Newcastle. Hand-
hafinn Arsenal er fallinn úr leik
og fær liðið því ekki tækifæri til
að verja titilinn en aðeins úrvals-
deildarlið eru eftir í keppninni.
Leikirnir fara fram 20.-23. mars.
DRÁTTURINN:
CHELSEA - NEWCASTLE
BIRMINGHAM - LIVERPOOL
CHARLTON - MIDDLESBROUGH
A. VILLA/MAN. CITY - BOLTON/W. HAM
Enska bikarkeppnin:
Chelsea mætir
Newcastle
MICHAEL ESSIEN OG CHARLES N´ZOGBIA
Berjast hér í leik Chelsea og Newcastle fyrr
á tímabilinu. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
KÖRFUBOLTI Mikið var um dýrð-
ir í Houston aðfaranótt mánu-
dags þegar árlegur Stjörnu-
leikur NBA-deildarinnar fór
fram. Austrið hafði betur gegn
Vestrinu og vann 122-120 sigur
í stórskemmtilegum leik.
Segja má að LeBron James
hafi eyðilagt handritið að
leiknum en hefð er fyrir því
að spila uppi heimamann sem
er síðan valinn besti maður
leiksins. Allt annað var uppi á
teningnum í þessum leik þar
sem James stal senunni, skor-
aði 29 stig og hirti verðlaunin
af Tracy McGrady, leikmanni
Houston Rockets.
McGrady var ekki sáttur
við að vinna ekki verðlaunin.
Á blaðamannafundi eftir leik-
inn hraunaði hann yfir Tim
Duncan og Shaquille O’Neal
en sá fyrrnefndi glotti bara og
gekk út af fundinum. Var það
alls ekki viðeigandi endir á
Stjörnuhelginni, sem þótti þó
heppnast mjög vel í ár.
Stjörnuleikur NBA:
James stal
senunni
FÓTBOLTI KR tókst ekki að landa
sigri gegn norska liðinu Brann á
æfingamóti á La Manga á Spáni
en leikurinn fór fram í gær.
Björgólfur Takefusa skoraði gott
mark fyrir KR en Brann tókst að
jafna leikinn. Vesturbæjarliðinu
tókst ekki að bæta við mörkum
þrátt fyrir urmul góðra færa
en Garðar Jóhannsson brenndi
meðal annars af vítaspyrnu
undir lok leiksins.
„Við spiluðum frábæran bolta
í þessum leik og vorum betri
allan leikinn. Það var algjör synd
að ná ekki að klára leikinn en við
fengum svo sannarlega tækifæri
til þess að gera út um hann og
þetta var því svekkjandi,“ sagði
Teitur Þórðarson, þjálfari KR,
við Fréttablaðið eftir leikinn.
„Aftur er liðið að spila mjög
vel en uppsker ekki laun erf-
iðisins en liðið hefur staðið sig
virkilega vel hér á La Manga,“
sagði Teitur en KR fór stiga-
laust í gegnum riðilinn og lenti
því í neðsta sæti eftir töp gegn
Tromsö og Krylia. Teitur segir
þó að KR hafi vakið mikla
athygli á Spáni.
„Liðið hefur komið mönnum
mikið á óvart. Kollegar mínir
undrast hversu marga góða
leikmenn liðið hefur og spyrj-
ast reglulega fyrir um ákveðna
leikmenn. Það kæmi mér ekki á
óvart ef einhverjar fyrirspurnir
bærust um að fá leikmenn til sín
en ég hef engan áhuga á því að
missa neinn úr hópnum mínum.
Við erum ekki í söluferð,“ sagði
Teitur að lokum en KR spilar
lokaleik sinn á fimmtudaginn
þegar það mætir norska liðinu
Odd Grenland. - hþh
KR gerði 1-1 jafntefli gegn Brann á La Manga:
Algjör synd að klára
ekki þennan leik