Fréttablaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 6
6 27. febrúar 2006 MÁNUDAGUR Skeifan 4 S. 588 1818 KABÚL, AP Fangar í rammgirtasta öryggisfangelsinu í Kabúl í Afgan- istan gerðu uppreisn í gær og náðu byggingum fangelsisins að mestu leyti á sitt vald. Hundruð afganskra hermanna umkringdu fangelsið og voru þeir vopnaðir skriðdrekum og sprengjuvörpum. Uppreisnin hófst á laugardags- kvöldið í einni af álmum fangels- ins, þar sem um það bil 1.300 af samtals 2.000 föngum eru hafðir í haldi. Uppreisnin braust út í kjöl- far þess að fangarnir neituðu að fara í nýja fangabúninga, sem þeir áttu að klæðast til þess að koma í veg fyrir flóttatilraunir. Í síðasta mánuði tókst sjö föngum að sleppa með því að dulbúa sig sem gesti. Afganskir embættismenn segja að meðal fanganna í þessari álmu séu um það bil 350 meðlimir Al Kaída og talibanahreyfingarinnar. Abdul Salaam Bakshi, yfirmaður fangelsismála í Afganistan, sakar þessa menn um að hafa hvatt hina fangana, sem flestir eru venjuleg- ir glæpamenn, til þess að gera uppreisn. Að sögn hans tókst föngunum ekki að sleppa út úr álmunni, en þeim tókst að neyða alla fanga- verðina til þess að fara út. Byssu- skot hljómuðu reglulega frá fang- elsinu allan daginn í gær. Hundruð lögreglumanna og hermanna voru kölluð á staðinn til þess að koma í veg fyrir að föngunum tækist að brjótast út. „Við höfum umkringt fangelsið. Það er vonlaust að sleppa út,“ sagði Mohammed Oasin Hashimzai, aðstoðardómsmálaráðherra lands- ins. Engin vitneskja var um mann- fall þar sem fangarnir höfðu stóra hluta fangelsins á sínu valdi. Afganskir fjölmiðlar héldu því fram að nokkrir hefðu látist og tugir manna væru særðir. Hashimzai, sem jafnframt tekur þátt í samningaviðræðum við fangana, sagði enn fremur að um það bil hundrað uppreisnar- mannanna hefðu komist yfir í næstu álmu fangelsisins, þar sem um það bil sjötíu konur væru hafð- ar í haldi. Viðræður hafa engan árangur borið, en þeim verður haldið áfram í dag. „Því miður er engin eining í röðum fanganna og þeir hafa ólík- ar kröfur. Það er enginn leiðtogi sem getur talað við okkur,“ sagði Hashimzai. gudsteinn@frettabladid.is VIÐ ÖRYGGISFANGELSIÐ Í KABÚL Hermönnum tókst að umkringja fangelsið áður en föng- unum tókst að sleppa út. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fangar í uppreisn fastir innan múra Hermenn umkringdu rammgirt fangelsi í Afganistan eftir að fangar náðu stærstum hluta fangelsisins á sitt vald. Liðsmenn Al Kaída og talibana eru sagð- ir í forystu uppreisnarinnar en fangarnir voru mótfallnir nýjum búningum. HEIMSFRIÐUR Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur líst vel á um hug- myndir Yoko Ono, ekkju Bítilsins Johns Lennon, um að halda árlega friðarviku á íslandi, tengda afmæl- isdegi Lennons hinn 9. október, þar sem þeim sem stuðlað hafa að heimsfriði væri veitt sérstök frið- arverðlaun. „Þetta er spennandi hugmynd sem snertir á mikilvægu málefni og allar slíkar hugmyndir ber stjórnvöldum að skoða og kanna hvort þær séu raunhæfar og skili árangri.“ Yoko Ono kynnti hugmyndina á Kjarvalsstöðum á laugardag, við sama tilefni og hún ánafnaði Reykjavíkurborg sérstaka friðar- súlu úr gleri. - bs Ráðherra um friðarverðlaun: Hugmynd sem ber að skoða YOKO ONO Vill halda árlega friðarviku á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BARNAVERND Barnahúsið hefur fengið verðlaun alþjóðlegu barna- verndarsamtakanna ISPCAN sem veitt eru fyrir frumkvæði og framúrskarandi framlag á ýmsum sviðum barnaverndar. ISPCAN eru einu þverfaglegu heimssam- tökin á sviði barnaverndar og hafa að markmiði að vinna gegn hvers konar ofbeldi og vanrækslu barna. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að tvær ástæður hafi verið taldir til rök- stuðnings fyrir því að Barnstofa hlyti verðlaunin. Annars vegar hafi Barnahúsið valdið straum- hvörfum á Íslandi í þverfaglegum starfsháttum við meðferð kyn- ferðisbrota á börnum. Hins vegar hafi Barnahús vakið mikla eftir- tekt í Evrópu, þá sérstaklega á Norðurlöndunum og stuðlað að fagþróun þar. Bragi vonast til að verðlaunin verði til þess að Barnahús fái full- an stuðning bæði almennings og stjórnvalda. ,,Það er von mín að verðlaunin taki af tvímæli um hversu faglegt og gott úrræði Barnahúsið er og það fái meiri skilning, stuðning og traust.“ - sha Barnahúsið hlýtur alþjóðleg verðlaun sem veitt eru fyrir framlag til barnaverndar: Hafa vakið eftirtekt í Evrópu BRAGI GUÐBRANDSSON Segir verðlaun ISPCAN mikill heiður fyrir Barnahús en þau verða afhent í haust. HEIMSÓKN Forseti Alþingis, Sól- veig Pétursdóttir, sækir fund kvenþingforseta sem Alþjóðaþing- mannasambandið skipuleggur í tengslum við 50. fund kvenna- nefndar Sameinuðu þjóðanna hinn 27. febrúar í New York. Á fundin- um verður rætt um stöðu kvenna í stjórnmálum og aðgerðir til að auka þátttöku þeirra. Alþjóðaþingmannasambandið heldur jafnframt þingmannafund 1. mars um jafnrétti kynjanna og framlag þjóðþinga. Auk forseta Alþingis munu Ásta Möller og Jóhanna Sigurðardóttir sitja fund- inn. - sha Sólveig Pétursdóttir til New York: Fer á fund með kvenforsetum VINNUMARKAÐUR Litháíska konan Rima Kasperaviciene, sem starf- aði hjá BeBe Vöruhúsi í Kópavogi og leitaði til ASÍ vegna kjaramála sinna, er farin heim til Litháen. VR hefur óskað eftir því að BeBe Vöruhús og Ágúst Grétarsson, vinnu- veitandi konunnar í Litháen, leiðrétti kjör hennar en ekkert hefur gerst í því. Elías Magnússon, forstöðu- maður kjaramálasviðs VR, segir að litið sé svo á að henni hafi verið sagt upp fyrirvaralaust og verði látið reyna á það mál. „Þetta er í lögfræðilegri inn- heimtu. Ef sáttir takast ekki verður því bara stefnt,“ segir hann. - ghs VR og BeBe Vöruhús: Rima er farin heim til Litháen RIMA KASPERA- VICIENE. KJÖRKASSINN Er til fátækt á Íslandi? Já 88% Nei 12% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að leyfa útlendingum að fjár- festa í íslenskum sjávarútvegi? Segðu þína skoðun á visir.is LONDON, AP Breska lögreglan hefur fundið jafnvirði rúmlega 150 millj- óna króna, sem hún telur að sé hluti af sex milljarða króna fengnum úr ráninu úr seðlageymslu Securitas í Kent í síðustu viku. Þýfið fannst í hvítum sendiferðabíl sem kom í leit- irnar á föstudagskvöld. Í bílnum voru einnig byssur, lambhúshettur og hlífaðarbúnaður. Þá fannst geymslubúr sem peningarnir voru í og rannsakar tæknideild lögreglu bílinn og búrinn. Tveir menn eru enn í haldi lögreglu vegna málsins. Risaránið í Bretlandi: Búið að finna hluta fengsins SVÍÞJÓÐ Jafnaðarmaðurinn Tobias Gerdås hefur birt samsetta mynd af Fredrik Reinfeldt, leiðtoga Sænska hægriflokksins, á bloggsíðu sinni þar sem hann er gerður að barnaníð- ingi. Í texta segir „Greiddu barn- aníðingnum þínum atkvæði“. Reinfeldt hefur brugðist harka- lega við myndinni en hann hefur orðið fyrir nafnlausum árásum af hendi annars jafnaðarmanns sem starfaði fyrir sænska jafnaðar- mannaflokkinn upp á síðkastið. Báðir hafa þessir menn beðist afsökunar. - ghs Jafnaðarmenn í Svíþjóð: „Kjóstu barna- níðinginn“ JERÚSALEM, AP Ismail Haniyeh, leið- togi Hamas-hreyfingarinnar í Palest- ínu, segir það mistúlkun á orðum sínum að Hamas geti hugsað sér að semja um frið við Ísrael að ákveðn- um skilyrðum uppfylltum. Hann segir að Hamas hafi eingöngu áhuga á að semja við Ísrael um vopnahlé til lengri tíma. „Ég sagði ekki neitt um að viður- kenna Ísrael,“ sagði Haniyeh í gær, en á laugardaginn höfðu fjölmiðlar túlkað ummæli hans sem svo að Hamas myndi semja við Ísrael um „frið í áföngum“ ef Ísrael drægi herl- ið sitt að landamærunum frá 1967. Mahmoud Abbas, forseti Palest- ínustjórnar, fól Haniyeh það í síð- ustu viku að mynda nýja stjórn Pal- estínumanna í kjölfar þess að Hamas-hreyfingin vann sigur í kosn- ingum. Þá sagði Tzipi Livni, starfandi utanríkisráðherra Ísraels, í gær að Mahmout Abbas „skipti engu máli“ lengur, þar sem Abbas er fulltrúi Fatah-hreyfingarinnar, sem tapaði í kosningum Palestínumanna. Ísraels- menn ættu fyrst og fremst kröfur á hendur Hamas um að hætta hryðju- verkum og viðurkenna tilverurétt Ísraels. ■ ISMAIL HANIYEH Leiðtogi Hamas og verðandi forsætisráðherra Palestínumanna brosti breitt þegar hann kom til Gaza-borgar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Leiðtogi Hamas-hreyfingarinnar kveðst vilja semja við Ísraelsmenn: Viljum vopnahlé, ekki frið Fimm teknir fyrir hraðakstur Lögreglan í Stykkishólmi stöðvaði fimm ökumenn fyrir of hraðan akstur í gær. Sá sem ók hraðast var 19 ára piltur sem mældist á 142 kílómetra hraða. Hann hefur áður verið sviptur ökuleyfi vegna hraðaksturs. LÖGREGLUFRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.