Fréttablaðið - 27.02.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 27.02.2006, Síða 10
10 27. febrúar 2006 MÁNUDAGUR ��������������������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������������������� �������������������������������� Nýr, fallegri og miklu betri Opel. ���������������� ����������������� Mánaðargreiðsla 21.033,-* ��������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������ �������������������������������� ������������������������������������� ����������� ���������������� Sjálfskipt og allt allt öðruvísi ��������������������������������������������������������������������������������������������������� 1.750.000,- Sjálfskipt - 1.8 l. vél LÍBANON, AP Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, kom fyrir helgina í óvænta heimsókn til Beirút, höfuðborgar Líbanons. Sagði hún þar að Banda- ríkjastjórn myndi styðja við bakið á Líbanonstjórn í þeirri ólgu sem nú ríkir í landinu. Hún hvatti stjórnina til að stíga frekari skref í átt að því að slíta tengsl við Sýr- land og að því að afvopna „upp- reisnarheri“. Þar átti hún við Hez- bollah-samtökin, sem eiga tvo fulltrúa í ríkisstjórninni en hafa neitað að afvopnast. Rice tjáði fréttamönnum að Líbanonstjórn væri að ganga í gegnum umbreytingatíma. Almenningur í landinu skiptist í fylkingar með og á móti því að koma Sýrlandshollum forseta landsins frá, en honum er borið á brýn að bera ábyrgð á morðinu á hinum vinsæla fyrrverandi for- sætisráðherra Rafik Hariri fyrir ári. „Ég er viss um að þetta tímabil mun leiða af sér lýðræðislegra Líbanon (...) sem er staðráðið í að það eigi ekki að una erlendum afskiptum né áhrifum ofbeldis- afla,“ sagði hún. - aa Á GÖTUM BEIRÚT Condoleezza Rice og líbanski forsætisráðherrann Fuad Saniora í Beirút á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Condoleezza Rice í óvænta heimsókn til Líbanons: Líbanar slíti Sýrlandstengsl ALÞINGI Staða útlendinga hér á landi var til umræðu á Alþingi í síðustu viku. Tilefnið var sú ólga sem verið hefur um allan heim vegna teikninga sem voru birtar í Jótlandspóstinum. Árni Magnús- son félagsmálaráð- herra kvaðst ekki vita til þess að nein ólga væri hér á landi milli menn- ingarheima eða að sérstök hætta væri á því. Árni sagði að í undirbúningi væri stofnun samráðshóps trú- félaga með minnst 150 félaga og þar gæti skapast umræðu- og samstarfsvettvangur svipað og í Noregi. - ghs Félagsmálaráðherra á þingi: Trúfélög stofna samráðshóp ÁRNI MAGNÚS- SON FÉLAGS- MÁLARÁÐHERRA DÓMSMÁL Ekki er talið líklegt að bandaríski varnarliðsmaðurinn Cal- vin Eugene Hill verði dæmdur til dauða fyrir að hafa banað tvítugri konu, Ashley Turner, í herstöðinni á Miðnesheiði í ágúst á síðasta ári. Hill hefur verið ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði en þyngsta mögulega refsing fyrir það brot er dauðadómur samkvæmt bandarísk- um herréttarlögum. Carla Gleason, sem sér um upp- lýsingagjöf fyrir Bandaríkjaher í herstöðinni í Lakenheath í Englandi, segir fá fordæmi fyrir beitingu dauðarefsingar á grundvelli banda- rískra herréttarlaga. „Það er afar sjaldgæft að dauðarefsingu sé beitt í svona málum en þó eru örfá for- dæmi fyrir því. Þau tilfelli eru þó ekki sambærileg við þetta mál.“ Björg Thorarensen, prófessor í mannréttindalögfræði við Háskóla Íslands, segir það afdráttarlaust í varnarsamningi Íslands og Banda- ríkjanna að refsilögsaga sé alltaf í höndum íslenskra stjórnvalda í sakamálum hér á landi. „Íslensk stjórnvöld hafa refsilögsögu í öllum sakamálum samkvæmt varnar- samningnum en hins vegar er hægt að gefa hana eftir og það virðist hafa verið gert í þessu tilfelli. Mér finnst eðlilegt að stjórnvöld hér á landi setji stjórnvöldum Bandaríkj- anna skilyrði þegar refsilögsagan er gefin eftir.“ Dauðarefsing er enn við lýði í Bandaríkjunum en á heimsvísu fer þeim ríkjum fækkandi sem beita dauðarefsingu. Björg segir alþjóðlega dómstóla hafa hjálpað til við að draga úr notkun dauðarefsingar. „Mannrétt- indadómstóll Evrópu hefur túlkað mannréttindasáttmála Evrópu þannig að ríkjum sé óheimilt að framselja menn til ríkja þar sem þeirra bíði dauðarefsing.“ Jóhanna Kr. Eyjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty, segir samtökin ekki ætla að beita sér sérstaklega fyrir því að Hill fái ekki dauðarefsingu, þó hann hafi brotið af sér hér á landi. Hún tekur þó fram að samtökin séu alfarið á móti dauðarefsingum og beiti sér gegn þeim á heimsvísu. „Amnesty er andvígt beitingu dauðarefsingar hvar sem er í heim- inum. Amnesty á Íslandi tekur þetta mál ekkert sérstaklega fyrir, þó glæpurinn hafi átt sér stað hér. Samtökin mótmæla dauðadómum hvar og hvenær sem er og hafa gert um árabil.“ magnush@frettabladid.is Dauðadómur ekki líklegur Fá fordæmi eru fyrir því að menn séu dæmdir til dauða fyrir brot á herréttarlögum. Dauðarefsing er því ólíkleg í máli varnarliðsmannsins Calvins Hill, sem varð ungri konu að bana á Keflavíkurvelli. DAUÐAREFSINGUM MÓTMÆLT Í BANDARÍKJUNUM Bandaríski varnarliðsmaðurinn Calvin Eugene Hill hefur verið kærður fyrir morð að yfirlögðu ráði en það var framið á svæði varnarliðsins á Miðnesheiði. Ólíklegt þykir að Hill fái dauðadóm fyrir morðið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FINNLAND Vöxtur stærstu finnsku fyrirtækjanna nam um tíu pró- sentum á síðasta ári og er það mun meiri vöxtur en árin þar á undan. Í vefútgáfu Helsingin Sanomat kemur fram að vöxturinn hafi að mestu komið frá starfsemi í lönd- um utan Finnlands, til dæmis í Kína, Indlandi, Eystrasaltsríkj- unum og öðrum löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Félög í finnsku kauphöllinni réðu sautján þúsund nýja starfs- menn. Um 488 þúsund menn störf- uðu þar með hjá þessum félögum. Nokia er enn stærsta fyrirtæk- ið í Finnlandi. - ghs Atvinnulíf í Finnlandi: Tíu prósenta vöxtur umsvifa ALÞINGI Ríkissjóður þarfnast tekna til að standa undir þeim útgjöldum sem ríkissjóði ber að greiða, meðal annars í velferðarkerfinu, sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra á Alþingi í liðinni viku þegar hann var spurður af hverju stimpilgjald væri rukkað af fólki við gjald- breytingu á lánum hjá Íbúðalána- sjóði. „Það má auðvitað hugsa sér að Alþingi aflaði þessara tekna á ein- hvern annan hátt og sjálfsagt mun það koma til skoðunar í framtíð- inni þegar við endurskoðum tekju- öflunarkerfi ríkisins,“ sagði Árni. Kristján Möller, varaþing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar, spurði hvað réttlætti að gjaldið væri rukkað í annað sinn vildu menn nýta sér lægri lánavexti en voru fyrir nokkrum árum. Árni Mathie- sen sagðist ekki átta sig á því að Kristján sæi ekki samhengið við gjaldið og ríkis- reksturinn. Endurskoða þyrfti útgjöld rík- isins, eins og leiðina við tekjuöflun- ina. „Mig grunar þó helst að þetta sé ein af þeim hugmyndum sem háttvirtur þingmaður fær til að vekja athygli á sjálfum sér og reyna að gera lítið úr því sem verið er að vinna í ríkisfjármálunum. Hann telur sjálfsagt að þetta sé til skammtímavinsælda fallið.“ - gag Fjármálaráðherra spurður um stimpilgjöld: Segir stimpilgjöld verða endurskoðuð KRISTJÁN MÖLLER VIRKJANIR Framkvæmdum við Sultartangalínu 3 og aðliggjandi tengivirki vegna stækkunar álvers Norðuráls í Hvalfirði er lokið. Eitt og hálft ár er liðið síðan verklegar fram- kvæmdir hófust en mat á umhverfis- áhrifum hófst í árslok 2000. Nýja Sultartangalínan er 120 kílómetra löng og liggur að mestu samsíða Sultartangalínu 1 frá tengi- virkinu við Sultartangastöð að aðveitustöðinni á Brennimel ofan við Grundartanga. 345 möstur bera línuna uppi og rekstrarspenna henn- ar er 220 kV í fyrstu en flutnings- getan er helmingi meiri fullnýtt. Samhliða lagningu Sultartanga- línu 3 voru einnig gerðar breytingar á Brennimelslínu 1 og reist 29 möst- ur á um tíu kílómetra löngum kafla frá Ferstiklu að aðveitustöðinni á Brennimel. Heildarkostnaður við Sultar- tangalínu 3 og aðliggjandi tengivirki á Sultartanga og Brennimel, ásamt tengivirkinu við Kolviðarhól, er áætl- aður um sex milljarðar króna en það er töluvert undir áætlun. Bæði innlendir og erlendir verk- takar unnu við byggingu línunnar og um 200 starfsmenn unnu við verkið þegar mest var. - shá Byggingu Sultartangalínu 3 lokið: Kostaði sex milljarða TVEGGJA KÍLÓMETRA LÖNG PYLSA Kjötiðn- aðarmenn í bænum Turija í Serbíu leggja þarna síðustu hönd á ógnarlanga pylsu, sem þeir segja þá lengstu í heimi, alls 2.022 metra langa. Þeir buðu fulltrúum heimsmetabókar Guinness til þess að meta afraksturinn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.