Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 27.02.2006, Qupperneq 12
 27. febrúar 2006 MÁNUDAGUR12 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Hafi einhver haldið að enginn hefði áhuga leng- ur á fiski og slori vestur á fjörðum ætti sá hinn sami að skreppa vestur á Suðureyri í sumar þegar verkefnið Sjávarþorpið Suðureyri verður komið á laggirnar. Staðreyndin er nefnilega sú að þar vestra sitja erlendir ferðamenn um tækifærin til að fá að upplifa þennan vestfirska veruleika. „Þetta verkefni snýst um að leyfa ferðamönnum að fara í frysti- húsið og fara á sjó með vönum sjómönnum til að kynnast lífi íbúa í litlu sjávarþorpi á Íslandi með fræðslu, upplifun og þátt- töku,“ segir Elías Guðmundsson, ferðamálafrömuður þar vestra, sem er einn af forvígismönnum verkefnisins. „Svo getur fólk gefið þorskinum að borða í lón- inu við þorpið. Þetta lón myndað- ist þegar verið var að leggja veg- inn en þar hefur þorski verið sleppt og hann er orðinn það gæfur að hann étur jafnvel úr lófa.“ Hægt verður að kaupa sér- stakt góðgæti fyrir þann gula í söluskála Esso. „Svo geta menn komið með aflan í eldhúsið á veitingastað bæjarins og eldað ofan í sig með þrælvönum kokkum,“ segir Vest- firðingurinn. Ferðamennirnir geta farið í dagstúr eða styttri túr með sjó- mönnum eða farið í sjóstang- veiði. Dagsferðin kostar 15.000 fyrir manninn og ef farið er í styttri ferð er samið um verð á hafnarbakkanum. Vettvangsferð í frystihúsið kostar 1.000 krón- ur. „Við höfum verið að prufa þetta síðustu tvö ár og reynslan er sú að það fjölmargir erlendir ferðamenn sækja í þetta og nú ætlum við að gera þetta enn aðgengilegra,“ segir Elías en hann hefur rekið gistiheimili á Suðureyri auk þess að leiða ferðamenn í vestfirskan veru- leika. „Fyrirtækið Hvíldarklett- ur, sem ég er reyndar í, vann hugmyndina og hún fékk viður- kenningu frá nýsköpunar- og vöruþróunarsjóði Samtaka ferða- þjónustunnar síðastliðið haust. Þetta er þó samvinnuverkefni og allir sem hagsmuna eiga að gæta geta tekið þátt í því,“ segir Elías. jse@frettabladid.is „Það er svosum allt gott að frétta af mér og okkur hérna í sveitinni. Mér sýnist að bænd- urnir hérna um kring séu við það að ljúka vor- verkum. Margir þeirra sitja bara með hendur í skauti og bíða sumarsins. Þetta er óvenjulegt veðurlag. Það eru farnir að springa út krókusar,“ segir Flosi Ólafsson þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans um helgina. Hann seg- ist njóta veðurblíðunnar með því að njóta hennar, annað sé ekki hægt. En er Flosi að skrifa þessa dagana? „Nei, ég held að það sé vissara fyrir mig að halda að mér höndum við skriftir. Ég myndi örugglega setja mig alveg á hliðina. Skatturinn er að drepa mig af því að bókin mín seldist betur en ég hafði reiknað með.“ En er þá ekki góð hugmynd að skrifa undir dulnefni, spyr blaðamaður. „Þeir myndu kom- ast að því, það leynir sér ekki minn stíll. Það þýðir ekkert að reyna að ljúga sig út úr því. Það sjá allir hver þetta er. Svo er ég ofan í kaupið orðinn of gamall til að breyta um stíl. En segðu mér, hvernig fór leikurinn með Barcelona og enska liðinu?“ Blaðamaður segir Flosa að Barcelona hafi unnið 2-1 og hann er fljótur til. „Já, það hlaut að vera. Það er ástæðan fyrir því að þetta er hvergi að sjá í fréttum. Þetta er mikill harmur. Þetta er lið Eiðs Smára.“ Eftir að hafa frætt Flosa um nýjustu fréttir í völdum málaflokkum er spurt hvort hann sé eitthvað að ríða út þessa dagana. „Það er heilmikið verið að temja hér hjá okkur. Við búum hérna í nábýli, ég og Ólafur sonur minn og Flosi Ólafsson, afabarnið sem er orðinn afar liðtækur tamningamaður. Þeir eru núna með efnilegar merar sérstaklega, fjögurra og fimm vetra. Það er heilmikið fjör í því. Ég hef aftur á móti verið slæmur í kransinum, svo- leiðis að ég er ekki búinn að taka neina hesta á hús. Geri það ekki fyrr en um páska.“ Flosi hefur þetta að segja að lokum. „Þetta er allt voða gott nema maður er að geispa golunni bara. Maður er að taka síðustu andköfina. En maður er alveg öruggur um að komast á góðan stað og þar getur maður farið að skrifa aftur,“ segir Flosi og kveður. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? FLOSI ÓLAFSSON LÍFSKÚNSTNER Of gamall til að breyta um stílÞað var svosem auð- vitað „Mér hefur ekki verið boðinn starfslokasamn- ingur, en ég hef hins vegar beðið lögfræðing minn að kanna möguleika á slíkum samningi, eins og algengt er þegar fólk hættir störfum.“ ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR, SEM VILL HÆTTA SEM SKÓLAMEISTARI MENNTASKÓLANS Á ÍSAFIRÐI. FRÉTTABLAÐIÐ. Bévaðir bankarnir „Bankarnir hafa boðið í okkar bestu viðskiptavini og við höfum setið eftir með veikara lánasafn en áður fyrir vikið.“ HERDÍS SÆMUNDARDÓTTIR, STJÓRNARFORMAÐUR BYGGÐA- STOFNUNAR, UM TAP STOFNUNAR- INNAR. MORGUNBLAÐIÐ. SVÍNSLEGT BRÚÐKAUP Kínversk kona heldur á giftingarvottorði svínanna sinna í brúðkaupi þeirra í Suðvestur-Kína á miðvikudag. Lífsgæði fólks fara óðum batnandi í Kína og sést það meðal annars á því að svín eru ekki lengur höfð bara til matar, heldur eru þau gerð að heillandi gæludýrum sem margt er lagt í sölurnar fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ELÍAS GUÐMUNDSSON OG DANÍEL VIÐAR GUÐMUNDSSON Elías og fóstursonur hans Daníel eru aldir upp við þann veruleika sem menn víða um heim sækjast eftir að kynnast. RÚSSNESKIR FERÐAMENN Á HAFNARBAKKANUM Þessir rússnesku ferðamenn kynntust vestfirskum veruleika í fyrrasumar. Ekki fara sögur af því hvernig sjóferðin tókst. Ferðamenn sólgnir í vestfirskan veruleika NISSAN PATROL Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 Rúmgó›ur og árei›anlegur vinnufljarkur sem hefur s‡nt og sanna› a› hann á heima á Íslandi. Nissan Patrol er einfaldlega alvöru jeppi fyrir alvöru fólk! Líttu inn og sjáðu alvöru jeppa! Ver›i› á Nissan Patrol er frá 3.990.000 kr. ENDIST ENDALAUST E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 6 4 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.