Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2006, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 27.02.2006, Qupperneq 23
MÁNUDAGUR 27. febrúar 2006 Lækjargötu 34c • 220 Hafnarfirði • S: 553 4488 Risaútsala Veggflísar frá kr. 500 fm2 Gólfflísar frá kr. 990 fm2 Sturtuklefar 80x80 kr. 25.000 90x90 kr. 30.000 Sýningareintak: sturtuklefi m/nuddi 40% afsláttur Falleg sófasett á góðu verði Allar Guzzini og Lexon hönnunarvörur á 20% afslætti Húsgögn og gjafavara Skeifan 3A við hlið Atlantsolíu 108 Reykjavík Sími: 517 3600 • Fax: 517 3604 mylogo@mmedia.is www.local1.is Noaher leður hornsófi m/skemli verð 209.000 kr Oft getur það reynst erfitt að finna réttu efnin og aðferðina við að þrífa örbylgjuofninn. Allir kannast við hversu tíma- frekt og leiðinlegt það er að þrífa örbylgjuofninn. Matarslettur sem festast vel og vandlega vegna hit- ans sem örbylgjurnar flytja. Oft virðast venjuleg hreinsiefni ekki ná langt í að vinna á drullunni. Auk þess þarf að finna efni sem þrífur vel og eitrar ekki matinn. En eitt gott ráð er til til að þrífa hann hratt og örugglega. Sneiðið sítrónu í nokkrar sneiðar og setið í skál með vatni. Stingið svo skál- inni í örbylgjuofninn og setjið hann af stað í svona 10 mínútur. Eftir þetta er enginn vandi að strjúka yfir ofninn með rakri tusku, óhreinindin eru öll á bak og burt og í húsinu verður hressandi sítrónukeimur. Ef örbylgjuofninn er mjög skítugur er um að gera að endurtaka allt ferlið. Þrif á örbylgjuofni Sítrónan þrífur vel. RÁÐ frá Rakel RAKEL ÁRNADÓTTIR SKRIFAR UM FRUMLEGT VIÐARBÆS Tjara er eitt elsta fúavarnarefni sem til er. Síðar voru þróuð betri fúavarn- arefni úr olíum hennar, en tjörguð hús, sem voru algeng hérlendis, voru yfirleitt „biksvört“. Fúavarnarefni eru líka til úr málmsöltum. Rauðu sænsku sumarhúsin eru dæmi um hús sem eru fúavarin með slíkum efnum. Rauði liturinn, sem kallast Falu-rauður, á sér merkilega sögu. Hann er kenndur við bæinn Falun í Svíþjóð en þar var stór koparnáma. Talið er að námuvinnslan hafi byrj- að fyrir um 1000 árum, en vinnsla hætti 1992. Allan tímann gaf náman mikið af sér og lagði hún grundvöll að stofnun elsta hlutafélags í heimi, Stora Kopparberg sem nú heitir StoraEnso. Sagan segir að aðrir kostir nám- unnar í Falun hafi orðið bónda nokkrum ljósir þegar geithafur hans birtist einn daginn fyrir löngu með rauð horn eftir að hafa rótað í jarð- veginum hjá námunni. Í upphafi 18. aldar var svo byrjað að nota hið rauða duft sem til féll þegar málmur var unninn úr henni í málningu. Þá var duftið blandað með vatni, rúg- mjöli, bjór, lýsi, síldarpækli og jafnvel skvettu af þvagi. Ekkert mátti fara til spillis, en sem betur fer er þetta ein- faldara í dag. En ef maður vill vera svaka frumlegur má búa til svona viðarbæs heima: Sjóðið 28 l af vatni í stórum potti. Blandið 2,5 kg af rúgmjöli saman við 5 l af köldu vatni. Hellið blönd- unni hægt út í sjóðandi vatnið. Látið sjóða í korter og hrærið allan tím- ann. Bætið út í 10 kg af Falu-rauðu dufti, úr námunni í Falun, og ½ kg af járnsúlfati. Soðið í korter. Bætt er 4 kg af línolíu út í, til að liturinn smiti ekki eftir að málað hefur verið. Látið malla í korter. Skvetta af upp- þvottalegi bætir eiginleika línolíunn- ar svo öll efnin loði saman. Látið litinn þykkna en bætið smá vatni út í ef hann verður of þykkur. Kost- ur þessarar sérstöku blöndu er að hún er ódýr og hvorki þarf að þvo né undirbúa gamla málningu fyrir nýja umferð. Nóg er að bursta viðinn lauslega og rjóða á nýrri málningu með stórum pensli. Eitt ráð að lokum: Orðið „bæs“ er ekki tökuorð úr sænsku og biðj- ið aldrei sænskan málara að setja „bæs“ á tréverkið hjá ykkur. Falu-rauður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.