Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2006, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 27.02.2006, Qupperneq 71
NÝTT – OPIN FERÐ Nú er hægt að bóka NETSMELL til eins áfangastaðar og heim frá öðrum. Þetta gildir um alla áfangastaði Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum. OPNA FERÐ verður að bóka á milli áfangastaða í sömu heimsálfu. ALLT AÐ 140 FLUG Á VIKU TIL 22 ÁFANGASTAÐA.BERLANÓ TIL BERLÍNAR – HEIM FRÁ MÍLANÓ ÍS L E N S K A A U G L Ý S IN G A S T O F A N /S IA .I S I C E 3 1 4 6 5 0 2 /2 0 0 6 Glys-rokksveitin Drifskaft held- ur tónleika á Nasa laugardags- kvöldið 18. mars. Drifskaft hefur einu sinni áður komið fram á Íslandi og var það á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á síðasta ári. Liðsmenn hljómsveitarinnar, sem þykja lifa hinu ljúfa lífi til fulln- ustu, munu lenda í Reykjavík fimmtudaginn 16. mars og segj- ast hlakka til að kynnast Reykja- vík og öllu því sem borgin hefur upp á að bjóða. Hljómsveitin Í svörtum fötum mun hita upp á tónleikunum og einnig má eiga von á fleiri góðum gestum. Miðasala verður auglýst síðar. Glysrokk á Íslandi DRIFSKAFT Glysrokksveitin Drifskaft heldur tónleika á Nasa 18. mars. Leikkonan Elizabeth Taylor ætlar sér að fagna 74 ára afmæli sínu með því að gefa læknatæki að andvirði 300 þúsund dollara til alnæmissjúklinga í New Orleans. Tækin eru tólf metra há, inni- halda tvær rannsóknarstofur og aðstöðu til röntgenmynda og verður stýrt af alnæmislæknum sem misstu læknastofur í felli- bylnum Katrínu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Elizabeth styrkir alnæmissjúklinga en hún stofnaði Elizabeth Taylor alnæmissjóðinn árið 1991.  Taylor styrkir alnæmissjúklinga FRÉTTIR AF FÓLKI Philip Seymour Hoffman segist vera himinlifandi með tilnefningu sína til Óskarsverðlauna vegna þess að hann fær að eyða miklum tíma með hinum leikurunum sem eru tilnefndir. Hinir útvöldu þurfa að mæta í þó nokkrar athafnir fyrir verðlaunaafhendinguna og segist Hoffman hlakka til að eignast svona mikið af frábær- um vinum. „Það besta við tilnefninguna er að ég fæ tækifæri til að hitta leikara á borð við Terence How- ard, Heath Ledger, Joaquin Phoenix og David Strat- hairn,“ útskýrði Hoffman. „Suma þekki ég fyrir en það er alltaf gott að treysta vinaböndin,“ bætti hann við og líkti þessu við tón- leikaferðalag hjá rokkhljómsveit. „Við ferðumst allir saman, frá einum stað til annars.“ Ólátabelgurinn Mickey Rourke er orðinn svo hænd- ur að leikstjóranum Robert Rodriguez að hann íhugar að flytjast búferlum til að geta verið nálægt honum. Leikstjórinn, sem gerði Sin City með Rourke, býr á búgarði í Austin og segist leikarinn alltaf vilja vera til taks fyrir öll verkefni hans. „Ég ætla að flytj- ast þangað um leið og ég get. Rodriguez er kóngurinn í Austin, kannski verð ég drottningin,“ lét Rourke hafa eftir sér. Gæðaleikarinn William H. Macy hefur boðist til að verða sendiherra fyrir Los Angeles vegna þess að hann er orðinn þreyttur á slæmu orðspori borg- arinnar. Fjölmargar stjörnur búa ekki lengur í Englaborginni og segja hana vera ógeðfelldan stað. Macy er hins vegar ekki á sama máli og elskar hið ljúfa líf Kaliforníu. „Ég elska þessa borg en áður fyrr skammaðist ég mín fyrir að segjast búa hérna,“ sagði Macy, sem býr í Hollywood-hæðun- um ásamt eiginkonu sinni, Felicity Huffman, og tveimur dætrum þeirra. „Það besta við Los Angeles er að hún er ekki stór. Þegar fólk finnur einhverja íbúð í New York kemur því ekkert á óvart en þegar það kemur hingað segir það vanalega að þetta sé bara alls ekki eins og það hafði ímyndað sér að Los Angeles væri.“ Hljómsveitin CocoRosie heldur tónleika á Nasa þann 17. maí. Syst- urnar Bianca og Sierra Casady mynda kjarnann í sveitinni. Þær hafa gefið út tvær plötur sem hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá gagnrýnendum og almenningi. Sú seinni, Noah’s Ark, kom út í fyrra og var ofarlega á árslistum margra tónlistarspekúlanta. Sveitin bland- ar saman ólíkum tónlistarstefnum og notar meðal annars dýrahljóð og leikföng í lögunum sínum. Antony úr hljómsveitinni Ant- ony and the Johnsons hefur unnið mikið með CocoRosie. Hann deilir oft með stúlkunum sviði á tónleik- um og syngur með þeim í laginu Beautiful Boyz á Noah‘s Ark.  Dýrahljóð og leikföng COCOROSIE Hljómsveitin CocoRosie er á leiðinni til Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.