Fréttablaðið - 05.03.2006, Blaðsíða 2
2 5. mars 2006 SUNNUDAGUR
KENÍA Alþjóðamatvælastofnunin
mun brátt verða uppiskroppa með
mat sem ætlað er til að fæða 3,5
milljónir manna í Kenía. Miklir
þurrkar hafa verið í landinu og því
mikill skortur á matvælum.
Stofnunin hefur aðeins fengið
um einn tíunda af því fé sem hún
þarf á að halda, að sögn talsmanns
hennar, en stofnunina skortir um
197 milljónir dala vegna matar-
áætlunar í Kenía.
Til er kornmeti sem dugar fram
í apríl en birgðir af öðru, eins og
matarolíu og belgávöxtum, klárast
fyrir lok þessa mánaðar. ■
Alþjóðamatvælastofnunin:
Uppiskroppa
með matvæli
HUNGUR Miklir þurrkar hafa verið í Kenía
undanfarið og matur af skornum skammti.
Hraðakstur og ölvun Töluverður
erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í
gærdag. Frá því átta um morguninn til
sex um kvöldið voru þrír teknir fyrir ölv-
unarakstur og sjö manns fyrir hraðakst-
ur. Enn fremur urðu á þessu tímabili sjö
minniháttar árekstrar.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Stútur í Kópavogi Einn ökumaður
var tekinn fyrir ölvunarakstur í Kópavogi
í fyrrinótt. Maðurinn sem var á þrítugs-
aldri var gripinn við venjubundið eftirlit
lögreglu.
SKIPULAGSMÁL „Bauhaus er meira
en velkomið í Mosfellsbæinn og
við myndum greiða götu þeirra
eftir fremsta megni,“ segir Ragn-
heiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri
Mosfellsbæjar.
Þröstur Karlsson sagði í Frétta-
blaðinu í gær að bæjarstjóra væri
nær að bjóða Bauhaus velkomið í
Mosfellsbæ í stað þess að vera með
upphlaup sem lyktar eins og pólit-
ískur vinargreiði við forstjóra
BYKO. Einnig sagði Dagur B. Egg-
ertsson, formaður skipulagsráðs
borgarinnar, að sér sýndist sem
leitun væri að bæjarstjóra Sjálf-
stæðisflokksins sem vildi lyfta
litla fingri til að stuðla að sam-
keppni á byggingamarkaði.
„Það er svo fáránleg lágkúra í
þessari umræðu að hún er ekki
svara verð,“ segir Raghneiður.
„Það sem fyrir mér vakir er það
að samþykkt þróunaráætlun milli
Mosfellsbæjar og Reykjavíkur-
borgar er ekki framfylgt og það á
ekkert skylt við forstjóra BYKO
eða bæjarstjórann í Kópavogi eða
Garðabæ. Ég skil hins vegar ekki
af hverju er verið að eyða tíma í
samninga ef ekki á að virða sam-
komulagið,“ bætir hún við.
Hún segir enn fremur að sam-
kvæmt þróunaráætlun eigi þessi
tegund verslunar eins og Bauhaus
er að vera vestanmegin Vestur-
landsvegar en austanmegin hafi
verið gert ráð fyrir umferðarmið-
stöð, slökkvistöð og lögreglustöð.
Nú sé Reykjavíkurborg hins vegar
að láta þá lóð undir Bauhausversl-
un. „Þess vegna hefði Bauhaus átt
að koma á Blikastaðalandi í Mos-
fellsbæ,“ segir hún.
„Ég veit ekki hvaða móðursýki
þetta er hjá R-listanum,“ segir
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri
Kópavogs. „Bauhaus var að reyna
að fá lóð við Reykjanesbrautina
sem þegar hafði verið úthlutað og
var í samningaviðræðum við þau
fyrirtæki sem þar voru svo bær-
inn kom ekkert nálægt því.“
jse@frettabladid.is
Bauhaus á lóð sem
slökkvilið átti að fá
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefði frekar viljað fá verslun Bauhaus í Mosfellsbæ
en austanmegin Vesturlandsvegar, þar sem slökkvilið átti að fá aðstöðu. Bæjar-
stjóri Kópavogs segir bæinn ekki hafa komið að eftirgrennslan Bauhaus þar.
BYGGINGASVÆÐIÐ VIÐ ÚLFARSFELL SÉÐ ÚR LOFTI Þetta er svæðið sem styrinn stendur um
en hugmyndum stjórnenda Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar ber ekki saman um hvað
skuli vera hvorum megin Vesturlandsvegar.
KJARAMÁL Ljósmæður í heimaþjón-
ustu samþykktu nýgerðan kjara-
samning Ljósmæðrafélags Íslands
og samningsnefndar heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra með
þónokkrum meirihluta.
Aðspurð um viðbrögð ljós-
mæðra segir Unnur Friðriksdóttir
skiptar skoðanir hafa verið uppi.
Sem dæmi um jákvæða þætti nefn-
ir hún aukna þjónustu sem keypt
hafi verið með samningnum. ,,Nú
er kílómetragjald komið inn í
greiðslurnar svo við getum þjónað
allri landsbyggðinni,“ segir hún.
Unnur telur samþykktina vera
til marks um traust ljósmæðra til
forystu félagsins. ,,Við fengum
ágæta hækkun, en þó ekki það sem
við fórum fram á“. - mþþ
Ljósmæður í heimaþjónustu:
Samþykktu
kjarasamning
LJÓSMÆÐUR ERU NOKKUÐ ÁNÆGÐAR MEÐ
SAMNINGINN Frá vinstri: Unnur Friðriks-
dóttir varaformaður Ljósmæðrafélags
Íslands, Kristbjörg Magnúsdóttir formaður
kjaranefndar ljósmæðra og Guðlaug Einars-
dóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands.
FUGLAFLENSA H5N1 afbrigði fugla-
flensuveirunnar hefur verið stað-
fest í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi.
Þar með hefur afbrigðið fundist í
sex ríkjum Þýskalands. Frá þessu
greindi landbúnaðarráðuneyti
landsins í gær en rannsóknir
sýndu að H5N1 reyndist vera
banamein villtrar gæs sem fannst
í Neðra-Saxlandi fyrir viku.
Fyrsta tilvik fuglaflensunnar
fannst í Þýskalandi 14. febrúar á
eyjunni Rugen. Þar hafa flestir
sýktir fuglar fundist auk þess sem
köttur lést þar af völdum H5N1. ■
Fuglaflensa í Þýskalandi:
H5N1 staðfest í
sex ríkjum
SAMGÖNGUMÁL „Samkvæmt skýrslu
sem Siglingastofnun hefur gert
eru engin tæknileg fyrirstaða í
því að ferjusiglingar milli Vest-
mannaeyja og Bakkafjöru geti
orðið að veruleika,“ segir Bergur
Elías Ágústsson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum.
Í fyrradag var haldinn fjöl-
mennur fundur í Höllinni í Heima-
ey þar sem Gísli Viggósson, for-
stöðumaður rannsókna- og
þróunarsviðs Siglingastofnunar
kynnti niðurstöður skýrslunnar
fyrir bæjarbúum og svaraði spurn-
ingum þeirra.
Bergur Elías segir að fram-
kvæmdirnar sem leggjast þyrfti í
til að koma ferjusiglingum af stað
myndu kosta um 4,2 milljarða en
það yrði að byggja höfn og aðstöðu
fyrir gáma- og fólksflutinga.
„Í skýrslunni segir að ef
ákvörðun yrði tekin í byrjun
næsta árs ætti framkvæmdum
sem fylgja þessu að geta verið
lokið árið 2010,“ segir hann.
Ferjusigling frá Vestmanna-
eyjum til Bakkafjöru tekur tæpan
hálftíma en Herjólfur er tæpar
klukkustundir að sigla til Þorláks-
hafnar. Frá Bakkafjöru tekur það
um eina klukkustund og þrjú kort-
er að aka til Reykjavíkur.
Um 200 manns sátu fundinn.
- jse
Ferjusiglingar frá Vestmannaeyjum til Bakkafjöru:
Engin tæknileg fyrirstaða
BERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON BÆJARSTJÓRI
VIÐ BAKKAFJÖRU Bæjarstjóri fór í siglingu
með mönnum frá Siglingastofnun þar sem
þeir kynntu fyrir honum möguleikana sem
aðstæður bjóða upp á við Bakkafjöru.
LÖGREGLUMÁL Ungur maður var
stunginn tvívegis í bakið á veit-
ingastaðnum Gauki á Stöng
skömmu fyrir klukkan fimm í
fyrrinótt. Var hann fluttur á Land-
spítala með alvarlega áverka en
lunga hans féll saman að sögn
vakthafandi læknis á hjarta- og
lungnaskurðdeild. Maðurinn er úr
lífshættu og segir læknir ástand
hans gott miðað við aðstæður.
Lögregla handtók tvo menn í
tengslum við árásina og stóðu
skýrslutökur yfir þeim þegar
Fréttablaðið fór í prentun.
Aðfaranótt laugardagsins var
annars frekar annasöm að sögn
lögreglunnar og mikið um stimp-
ingar í miðbænum. Geir Jón Þór-
isson yfirlögregluþjónn segir að
lögregla vinni nú að því að koma á
samstarfi við dyraverði og aðra
starfsmenn á veitingahúsum svo
hægt sé að sporna frekar við að
svona atvik eigi sér stað og til að
unnt verði að bregðast fyrr við
þegar þau koma upp á.
„Það er orðið mun algengara en
margir halda að menn beri á sér
hnífa og þar sem nokkur hundruð
ölvaðir einstaklingar koma saman
má alltaf eiga von á því að til ein-
hverra átaka komi,“ segir hann.
Hann segist vonast til að þetta
samstarf lögreglu og starfsmanna
á fjölmennustu veitingastöðum
miðbæjarins verði komið á kopp-
inn fyrir sumarið. - jse
Alvarleg líkamsárás á ungan mann á Gauki á Stöng:
Stunginn tvívegis í bakið
GAUKUR Á STÖNG Lögregla og starfsmenn stærri veitingastaða í miðbænum ætla að hefja
samstarf til að sporna enn frekar við alvarlegum líkamsárásum.
SPURNING DAGSINS?
Kristbjörg, sáuð þið ljósið?
Já, við sáum ljósið.
Kristbjörg Magnúsdóttir er formaður
kjaranefndar ljósmæðra. Í fyrradag var
kjarasamningur ljósmæðra í heimaþjónustu
undirritaður.
SLYS Vélsleðamaður féll um 40
metra niður af snjóhengju á Geit-
landsjökli í Langjökli í gærdag.
Hann liggur á gjörgæsludeild og
er alvarlega slasaður en ekki í lífs-
hættu að sögn læknis á vakt.
Landhelgisgæslunni barst til-
kynning um slysið upp úr hádegi í
gær og var þyrla varnarliðsins
komin á slysstað um tveimur
tímum síðar. Björgunarsveitir af
Suðurlandi voru á æfingu uppi á
jöklinum og gátu hlúð að hinum
slasaða og undirbúið hann til flutn-
ings.
Maðurinn var á ferð með hópi
vélsleðamanna þegar slysið varð.
- mth
Vélasleðamaður féll 40 metra:
Slasaðist illa en
er úr lífshættu