Fréttablaðið - 05.03.2006, Blaðsíða 14
14 5. mars 2006 SUNNUDAGUR
evrópa
Ísland og Evrópusambandið
EVRÓPUSTEFNA ASÍ
■ Úrdráttur úr stefnu ASÍ í alþjóða-
málum, af vefnum www.asi.is:
„EES-samningurinn hefur gagnast Íslandi vel
frá því hann tók gildi í upphafi ársins 1994.
Innan ASÍ er almennt talið að EES-samn-
ingurinn hafi fært íslensku launafólki ýmsar
réttarbætur og að aðildin hafi þannig skilað
jákvæðum árangri. Allt frá því að samninga-
viðræðurnar um EES-samniginn hófust,
hefur verið unnið ötullega að Evrópumálum
á vettvangi ASÍ. ASÍ hefur tekið mjög virkan
þátt í Evrópusamstarfi verkalýðshreyfingar-
innar á þessum tíma.
Á grundvelli EES-samningsins hefur ASÍ
öðlast betri stöðu en ella innan Evrópu-
sambands verkalýðsfélaga, ETUC, og
þannig komist í innsta hring. ASÍ hefur átt
aðild að evrópsku vinnumarkaðsviðræð-
unum og tekið þátt í öllum samningum
um réttarbætur í félags- og vinnumarkaðs-
málum sem hafa verið gerðir milli ETUC
og Evrópusamtaka atvinnurekenda. ESB
hefur síðan breytt þessum samningum í
löggjöf sem gildir fyrir allt EES-svæðið. Að
þessu leyti hefur ASÍ komist mun lengra inn
í löggjafarstarf á vettvangi EES en íslensk
stjórnvöld.
Þrátt fyrir ágæti EES-samningsins er
hann greinilega orðinn mun veikari en áður
var. Áherslur ESB hafa færst í aðrar áttir og
þekking stjórnmála- og embættismanna
innan ESB á samningnum hefur minnkað
mikið. Því er orðið sífellt erfiðara fyrir
EFTA-ríkin að ná fram þeim réttindum sem
samningurinn gefur. Það gildir einnig um
vinnumarkaðninn. EES-samningurinn hefur
skipt miklu máli fyrir íslenskt atvinnulíf og
miklu skiptir að veikari staða hans hafi ekki
neikvæð áhrif á atvinnulíf hér á landi, t.d.
að fyrirtæki flytji héðan til þess að komast
betur inn á innri markaðinn. Í þessu
sambandi má ekki gleyma áhrifum nýju
evrópsku myntarinnar sem kann að valda
því að fyrirtæki færi sig inn á evrusvæðið.
Helstu verkefni ASÍ eru:
Að taka virkan þátt í Evrópusamvinn-
unni, bæði á Evrópuvísu og hér á landi,
með það að makmiði að íslenskt launafólk
njóti ávinninganna af sameiginlegri baráttu
evrópskrar verkalýðshreyfingar.
Að auka þekkingu innan verkalýðs-
hreyfingarinnar og meðal launafólks á
Evrópusamvinnunni og þeim réttindum og
tækifærum sem hún getur fært launafólki,
með aukinni fræðslu og upplýsingamiðlun.
Að vinna að því að Íslendingar verði
fullgidlir aðilar að samtarfi Evrópuríkja
á vettvangi Dyflinnarstofunarinnar um
rannsóknir og samanburð á vinnumarkaði
og lífskjörum í Evrópu.
Að vinna að því að verð á lífsnauðsynj-
um verði sambærilegt við það sem annars
staðar gerist í Evrópu.
Alþýðusambandið setti sér það verkefni
á þingi sínu í nóvember 2000 að vera
virkur og leiðandi þátttakandi í umræð-
unni um framtíð Evrópusamvinnunnar og
hagsmuni íslensks launafólks. Vð hljótum
einnig að krefjast þess að stjórnmálamenn
og hagmunasamtök atvinnurekenda taki
þátt í þessari umræðu af fullri alvöru. Sú
umræða og stefnumótun verður að byggja
á kröfunni um að stefnumótun í efnahags-,
atvinnu- og félagsmálum þjóni hagsmun-
um launafóks, auki lífsgæði og félagslegan
jöfnuð.
Framtíðarsýn ASÍ er:
Að staða Íslands í Evrópusamvinnunni
verði treyst enn frekar og að tækifæri og
ávinningar þeirrar samvinnu skili sér til
íslensks launafólks.“
Alþýðusamband Íslands hefur látið
talsvert að sér kveða í umræðunni
um Evrópumál á síðustu árum,
enda kvartaði Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra ekki undan skorti
á henni úr þeirri áttinni er hann
sagði í ræðu sinni á Viðskiptaþingi
á dögunum að hann undraðist litla
umræðu um Evrópumálin á vett-
vangi atvinnulífsins.
Halldór Grönvold, aðstoðar-
framkvæmdastjóri ASÍ, hefur haft
framgöngu um þátttöku ASÍ í Evr-
ópusamstarfi og stýrt málefna-
starfi innan samtakanna sem mótað
hefur stefnu þeirra í Evrópumál-
um. Í samtali við Fréttablaðið segir
hann grundvallarsamþykktir um
Evrópumálin sem gerðar voru á
þingi ASÍ í nóvember aldamótaárið
2000 enn vera í fullu gildi, með
fáeinum nýrri viðbótum.
Haustið 2004 stóð ASÍ að ráð-
stefnu undir yfirskriftinni Evrópu-
samvinnan og hagsmunir launa-
fólks en niðurstöður hennar
skerptu stefnu ASÍ á þessu sviði. Á
síðasta ársfundi var ályktað um
evruna.
Hvað varðar spurninguna um
afstöðu til þess hvort Ísland eigi að
stefna að fullri aðild að Evrópu-
sambandinu segir Halldór að hún
sé í stuttu máli þessi: EES-samn-
ingurinn sé með tímanum að
veikjast. ASÍ hafni því að reynt
verði að láta tvíhliða samninga við
Evrópusambandið koma í stað
EES-samstarfsins. Því séu samtök-
in að skoða alvarlega kosti og galla
fullrar aðildar að Evrópusamband-
inu. Skoðanir séu þó skiptar innan
ASÍ og því sé málið í sífelldri
endurskoðun.
Um framhald umræðunnar
bendir Halldór á að ASÍ hafi í fyrra
gerzt stofnaðili að Evrópufræða-
setri við Viðskiptaháskólann á Bif-
röst. „Það var liður í því að stuðla
að því að skapa forsendur fyrir því
að á Íslandi fari fram hlutlæg og
áleitin umræða um Evrópumál. Það
er ekki sízt gert til að undirbyggja
framhaldið varðandi stöðu okkar í
Evrópusamvinnunni,“ segir hann.
„Á síðasta ársfundi var ályktað
um evruna. Nú höfum við ákveðið
að fela Evrópufræðasetrinu að
vinna úttekt á því máli. Útgangs-
punkturinn er að svara spurning-
unni hvort eins lítill gjaldmiðill og
krónan fær staðist sem sjálfstæð
mynt. Þetta tengist auðvitað
almennri peningamálastefnumót-
un Íslands og því hvort fýsilegra
væri fyrir okkur að taka upp
evruna,“ segir Halldór.
Þema næsta ársfundar ASÍ
verði hnattvæðing og íslenzkur
vinnumarkaður. „Sú vinna tengist
svo aftur stöðu okkar í Evrópusam-
vinnunni. Þetta er svo að segja til-
brigði við sama stefið,“ segir Hall-
dór, en með þessu öllu sé verið að
fylgja eftir stefnunni sem mörkuð
var árið 2000.
HALLDÓR GRÖNVOLD Aðstoðarfram-
kvæmdastjóri ASÍ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Alþýðusamband Íslands og Evrópuumræðan:
Stefnan í sífelldri endurskoðun
Samtök atvinnulífsins eru heildar-
samtök íslenskra atvinnurekenda
sem hafa það yfirlýsta meginmark-
mið „að skapa fyrirtækjum hag-
stæð skilyrði til að vaxa, þróast og
bera arð.“ Aðildarsamtök SA eru
átta talsins og aðildarfyrirtæki alls
um 2000. Innan þeirra starfa um
50% launamanna á almenna vinnu-
markaðinum á Íslandi.
Gústaf Adolf Skúlason er for-
stöðumaður stefnumótunar- og
samskiptasviðs Samtaka atvinnu-
lífsins. Að hans sögn eru Evrópu-
málin fyrirferðamikill málaflokk-
ur í starfsemi samtakanna, en þá
sé átt við innleiðingu nýrra Evr-
ópugerða, lagareglna sem koma
„frá Brussel“ í krafti EES-sam-
starfsins og þarf að innleiða í
íslenskan rétt; lög og reglur sem
íslensk fyrirtæki þurfa svo að
starfa eftir. „Oft er töluvert svig-
rúm til að innleiða þessar Evrópu-
reglur með tilliti til aðstæðna,“
segir Gústaf. „Stundum hefur
komið fyrir að slíkur sveigjanleiki
hafi ekki verið nýttur sem skyldi,
heldur stuðst við fyrirmyndir sem
síður eiga við hér á landi. Það er
fyrst og fremst það sem Evrópu-
málin snúast um í okkar daglega
starfi, að fylgjast með því að þessi
sveigjanleiki sé nýttur, íslensku
atvinnulífi til hagsbóta.“
Gústaf bendir á að það sé einkum
og sér í lagi á sviðum félags- og
umhverfismála sem slíkar Evrópu-
gerðir streymi inn í íslenskan rétt
og hafi áhrif á starfsskilyrði
íslenskra fyrirtækja.
„Spurningin um aðild eða ekki
aðild að Evrópusambandinu hins
vegar er eitthvað sem hefur verið
farið í gegnum bæði í okkar mál-
efnastarfi og stjórn og það er ein-
faldlega niðurstaðan að það eru
mjög skiptar skoðanir innan okkar
samtaka um þessa spurningu,“
segir Gústaf.
Skemmst er að minnast að Hall-
dór Ásgrímsson forsætisráðherra
lýsti því yfir í ræðu á Viðskipta-
þingi að hann undraðist litla
umræðu um Evrópumálin á vett-
vangi atvinnulífsins. Þessum
ummælum Halldórs svöruðu sam-
tökin í pistli sem birtur var á vef
SA, www.sa.is. Samtökin kannist
ekki við neinn skort á slíkri
umræðu innan sinna raða. Þar
segir:
„Á vettvangi bæði Samtaka
atvinnulífsins og forvera þeirra
hefur ítrekað átt sér stað umræða
um kosti og galla hugsanlegrar
aðildar Íslands að ESB. Skemmst
er frá því að segja að ekki hefur
verið samstaða innan SA um skýra
stefnu í þeim efnum, og hefur sú
staða ekki verið neitt launungar-
mál. Á þetta við um jafnt málefna-
hóp samtakanna um Evrópu- og
alþjóðamál sem og um stjórn og
aðrar stofnanir samtakanna. SA
hafa þess vegna hvorki hvatt til
þess að íslensk stjórnvöld sæki um
aðild að ESB, né hafnað þeim
kosti.“
En eins og Gústaf Adolf bendir
á hér að framan eru Evrópumálin
mikilvægt og fyrirferðarmikið við-
fangsefni í starfi Samtaka atvinnu-
lífsins, hvað sem afstöðunni til
hugsanlegrar aðildar að Evrópu-
sambandinu líður. „Er þá átt við
samskiptin við ESB og stöðu og
þróun EES-samningsins. Aðildin að
innri markaðnum og svonefndu
fjórfrelsi hefur verið íslensku
atvinnulífi gríðarlega mikilvæg og
stöðugt er til afgreiðslu ný löggjöf
á vettvangi ESB sem varðar
íslenskt atvinnulíf. Miklu skiptir
fyrir íslenskt atvinnulíf hvernig
staðið er að innleiðingu þessarar
reglusetningar hér á landi og eru
SA meðal annars í samstarfi við
stjórnarráðið á ýmsum vettvangi, í
því skyni að stuðla að því að vel
takist til í þeim efnum. SA eiga
jafnframt í víðtæku samstarfi á
vettvangi Evrópusamtaka atvinnu-
lífsins, UNICE, en með aðild sinni
þar eiga SA m.a. aðild að samn-
ingaviðræðum aðila vinnumarkað-
arins um mótun Evrópulöggjafar
og þannig má segja að SA komi í
sumum tilfellum að mótun Evrópu-
löggjafar löngu áður en hún kemur
til kasta hins formlega EES-sam-
ráðs.“
Þá er bent á að SA reki skrif-
stofu í Brussel, þar starfi íslenskur
lögfræðingur auk þess sem nokkr-
ir starfsmanna SA á Íslandi sinni
þessu samstarfi og sæki þar fundi.
Enn fremur hafi SA gefið út skýrslu
tveggja hagfræðinga um mögulega
upptöku evrunnar á Íslandi og mik-
ilvægi sveigjanleika á íslenskum
vinnumarkaði í því sambandi. Sam-
tökin eigi aðild að Alþjóðamála-
stofnun Háskóla Íslands þar sem
Evrópumálin hafa m.a. verið til
umfjöllunar í útgáfuverkum, og
samtökin komu nýlega að stofnun
Evrópufræðaseturs við Viðskipta-
háskólann á Bifröst. Eftir þessa
upptalningu er klykkt út með því
að endurtaka að „Evrópumálin eru
mikilvægt og fyrirferðarmikið við-
fangsefni í starfsemi Samtaka
atvinnulífsins.“
Ekkert sem knýr á um umræðu nú
Pistlinum lýkur á mati á því
hvort og þá hvað kalli á nýja
umræðulotu um það hvort tíma-
bært sé að Ísland sæki um aðild að
Evrópusambandinu:
„Miklar sveiflur í gengi krón-
unnar og viðvarandi hágengi í
seinni tíð hafa leitt til þess að
innan atvinnulífsins horfa margir
til evrunnar sem framtíðarlausn-
ar í gjaldeyrismálum þjóðarinn-
ar, meðan aðrir hafa efasemdir
þar um. Einnig er ljóst að sjávar-
útvegsstefna ESB er mörgum
þyrnir í augum, á meðan aðrir
vilja láta á það reyna hvort unnt
sé að tryggja íslenska hagsmuni
innan hennar. Mismunandi sjón-
armið eru einnig uppi hvað varð-
ar erlendar fjárfestingar í íslensk-
um sjávarútvegi. Fullyrða má að
þessi mál vegi þyngst þegar
umræður innan atvinnulífsins um
hugsanlega aðild Íslands að ESB
eru annars vegar. Umræðan hefur
ítrekað verið tekin upp en sem
fyrr segir þá eru einfaldlega mjög
skiptar skoðanir innan raða sam-
takanna um þessi mál. Ekki er að
finna neitt sérstakt tilefni til þess
að SA fari enn í gegnum þessa
umræðu um þessar mundir. Dæmi
um slík tilefni væru breytt afstaða
Breta, Dana og/eða Svía til
evrunnar, eða enn ein aðildarum-
sókn Noregs til ESB. Ekki er að
sjá að neitt slíkt sé í kortunum
næstu árin.“
GÚSTAF ADOLF SKÚLASON Forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs SA.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
SAMTÖK ATVINNULÍFSINS OG EVRÓPUMÁLIN:
Kannast ekki við skort á umræðu
Síðasta sunnudag voru kynnt til sögunnar í
þessum greinaflokki þau tvenn félagasamtök
sem gegna svo að segja hlutverki pólanna í
Evrópumræðunni hérlendis, með og á móti
aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nú er
röðin komin að hagsmunasamtökum aðila
vinnumarkaðarins, sem gegna burðarhlutverki
í umræðunni.
Að vísu má segja um þau bæði – Alþýðusam-
band Íslands og Samtök atvinnulífsins – að þau
hafi hvorugt afdráttarlausa stefnu í Evrópu-
málum, nánar tiltekið eiga bæði samtök bágt
með að segja af eða á um hvort Ísland skuli
stefna að fullri aðild að Evrópusambandinu eða
ekki. Til þess eru skoðanir innan raða beggja
samtaka of skiptar.
Aftur á móti eru Evrópumál í víðari skilningi
umfangsmikill þáttur í starfi beggja samtaka.
Í ræðu sinni á Viðskiptaþingi á dögunum
sagðist Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra sakna meiri umræðu um Evrópumál á
vettvangi atvinnulífsins. Eins og fram kemur
í máli Gústafs Adolfs Skúlasonar, sem sinnir
Evrópumálunum fyrir hönd Samtaka atvinnu-
lífsins, hér á síðunni, kannast forsvarsmenn
íslensks atvinnulífs hins vegar ekki við að hafa
slegið slöku við í þessari umræðu. Staðreyndin
sé hins vegar sú að innan raða samtakanna séu
skoðanir mjög skiptar á því hvort Ísland eigi að
stefna að fullri ESB-aðild eða ekki.
Vert er að vekja hér athygli á því að hagsmuna-
samtök aðila vinnumarkaðarins geta beitt sér til
að hafa áhrif á mótun komandi Evrópulöggjafar
í gegnum aðild að Evrópusamtökum launþega
og atvinnurekenda og aðild þeirra samtaka að
Efnahags- og félagsmálanefnd ESB (ECOSOC),
sem fengin er
til ráðgjafar við
smíði margra
Evrópureglna.
Vegna þess
hve EES-samn-
ingurinn veitir
fulltrúum stjórnvalda á Íslandi lítinn aðgang
að mótun nýrra Evrópugerða má segja að
hagsmunasamtök vinnumarkaðarins hafi meiri
möguleika en kjörnir fulltrúar íslenska lýðveldis-
ins til að hafa áhrif á lagagerðir sem svo verða
að íslenskum lögum og reglugerðum.
Gott dæmi um Evrópulöggjöf sem þetta á við
um er þjónustutilskipunin svonefnda, sem
nú er á góðri leið með að hljóta endanlega
afgreiðslu í löggjafarferli ESB. Um hana verður
fjallað sérstaklega síðar í greinaflokknum.
AF EVRÓPUVETTVANGI AUÐUNN ARNÓRSSON
Lykilleikmenn umræðunnar
AUGL†SINGASÍMI
550 5000