Fréttablaðið - 05.03.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 05.03.2006, Síða 8
 5. mars 2006 SUNNUDAGUR NISSAN MICRA MICRA EN ALLT ANNAÐ! Verð frá 1.360.000 kr. 6 diska geislaspilari, lyklalaus, sjálfvirkar rúðuþurrkur. MICRA er betra! Nissan Micra ÞÚ BO RGAR AÐEINS* ÞÚSUND Á MÁN UÐ I! 17 *Mánaðarleg greiðsla 16.816 kr. Miðað við 20% útborgun og bílaálán frá VÍS í 84 mánuði.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 6 9 6 *Mánaðarleg greiðsla 16.367 kr. miðað við 20% útborgun og bílasaming í 84 mánuði FASTEIGNASALA „Það er mikil eftir- spurn eftir húsum og íbúðum hér á Austurlandi og dæmi um að eignir hafi hækkað um 100 prósent í verði á tveimur árum,“ segir Ásmundur Ásmundsson fasteignasali hjá Fasteignasölunni Hóli á Reyðar- firði. Hann segir fasteignaverð fara hækkandi í allri Fjarðabyggð. Ágúst Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Byggingaverktaka Austurlands, segist ekki fara var- hluta af þessari þróun. „Maður heyrir það af fasteignasölunum að menn séu að koma í dagsferð úr höfuðborginni hingað austur, kaupi fasteign og fari svo suður til að undirbúa sig fyrir flutninga,“ segir hann. Á Sauðárkróki og Grundarfirði er sömu sögu að segja. „Fasteigna- verð hefur hækkað um 30 prósent síðustu tvö ár hér á Sauðárkróki og nýbyggingum stórfjölgað,“ segir Ársæll Guðmundsson, sveitar- stjóri í Skagafirði. „Hér á Grundarfirði eru fast- eignir umsetnar og það eru dæmi þess að fasteignir sem hafa verið settar á sölu á fimmtudegi séu seldar á laugardegi,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grund- arfirði. Þessar hækkanir má rekja til góðs atvinnuástands í sveitarfé- lögunum og endurspeglar ekki ástandið almennt á landsbyggð- inni. - jse FRÁ REYÐARFIRÐI Mikið er um nýbyggingar á Reyðarfirði. Dæmi eru um að fasteignir hafi hækkað um helming í verði á tveimur árum í Fjarðabyggð. Fasteignaverð hækkar eystra Eftirspurn eftir fasteignum víða á landsbyggðinni virðist fara vaxandi. Verð hefur hækkað talsvert. INNFLYTJENDUR Innflytjendur á Íslandi stofna hlutfallslega stærri fyrirtæki en Íslendingar. Þessu hefur Magnús Orri Schram kom- ist að en hann hefur á undanförn- um árum unnið að rannsókn um sjálfstæðan atvinnurekstur inn- flytjenda á Íslandi. Magnús er nú að vinna að doktorsritgerð um þetta efni við Háskólann í Reykja- vík og fyrstu niðurstöður hans eru margar hverjar mjög áhuga- verðar. Rannsóknir hans sýna að fjöldi innflytjenda sem kjósa að stofna eigin fyrirtæki er sífellt að auk- ast. Árið 1999 voru 3,15 prósent í eigin rekstri en fimm árum síðar nam þetta hlutfall 5,21 prósenti. Heildartala fyrirtækja innflytj- enda hefur vaxið á þessum tíma úr 221 í 554. Á þessum tíma fjölg- aði innflytjendum úr 7.300 í rúm- lega 10.500. Árið 1999 voru konur 57 pró- sent af heildarfjölda innflytjenda hér en áttu aðeins 41 prósent þeirra fyrirtækja sem voru í eigu útlendinga. Árið 2004 höfðu þess- ar tölur breyst mjög því konur eru nú helmingur innflytjenda hér jafnframt því að þær eru eig- endur helmings fyrirtækjanna. Karlmenn af afrískum upp- runa eru hlutfallslega duglegast- ir að stofna eigin fyrirtæki og konur frá Asíu og Austur-Evr- ópu. - shá Athyglisverðar niðurstöður nýrrar rannsóknar á atvinnurekstri innflytjenda: Nýbúar eru frumkvöðlar FJÖLMENNINGARSAMFÉLAGIÐ Innflytj- endur á Íslandi stofna hlutfallslega fleiri fyrirtæki en Íslendingar. FRÉTTABLAÐIÐ/FREYR VIÐSKIPTI Nói Síríus hefur fest kaup á breska sælgætisfyrirtæk- inu Elizabeth Shaw. Fyrirtækið er rótgróinn súkkulaðiframleiðandi í Bristol en saga fyrirtækisins nær allt aftur til 19. aldar. Elizabeth Shaw er með svipaða ársveltu og Nói Síríus eða 1.400 milljónir króna. Finnur Geirsson, framkvæmda- stjóri Nóa Síríus, segir að kaupin munu ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi Nóa Síríusar hér á landi. Hins vegar sé fengur í því fyrir Nóa Síríus að kynnast og taka þátt með beinum hætti í sambærilegri starfsemi á svo stórum markaði sem Bretland er. - sts Íslendingar fjárfesta: Nói Síríus kaupir ÞENSLA Þrjú öflug fjárfestingarfé- lög á höfuðborgarsvæðinu hafa á undanförnum dögum spurst fyrir um byggingarlóðir undir fjölbýlis- hús á Húsavík. Berglind Svavars- dóttir, fasteignasali á Húsavík, segir engar slíkar lóðir að fá sem stendur en hún væntir þess að úr rætist í sumar. „Framboð á lóðum undir ein- býlishús er heldur ekki nægjan- legt. Við höfum nóg landrými en lóðum mun ekki fjölga fyrr en nýtt aðalskipulag sem unnið er að tekur gildi,“ segir Berglind. Alcoa hefur tilkynnt að félagið hyggist kanna hagkvæmni álvers á Bakka við Húsavík og væntir Berglind aukinnar eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði í kjölfarið. „Á undanförnu einu og hálfu ári hefur eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði vaxið jafnt og þétt og á sama tíma- bili hefur verðið hækkað um allt að 40 prósent. Ég er með þrettán eignir á skrá og eftir að Alcoa til- kynnti ákvörðun sína hafa borist kauptilboð í þrjár þessara eigna,“ segir Berglind. - kk Aukin eftirspurn eftir lóðum á Húsavík: Fjárfestar vilja byggja fjölbýlishús BERGLIND SVAVARSDÓTTIR Lóðir vantar undir fjölbýlishús á Húsavík Fréttablaðið/KK Komin á netið Búið er að opna fyrir skattframtöl einstaklinga á www.rsk.is. Þar geta einstaklingar skilað skattfram- tali sínu. Frestur til að skila framtalinu rennur út þann 21. mars. Veflyklum verður dreift til framteljanda með papp- írsframtölum. SKATTAFRAMTÖL DANMÖRK Verkfall sorphirðu- manna í Kaupmannahöfn hefur staðið yfir í fjóra daga. Sorp er eingöngu hirt hjá stofnunum eins og elliheimilum og leikskólum. Hafa íbúar borgarinnar verið hvattir til að fara sjálfir með heim- ilissorpið á endurvinnslustöðvar. Samkvæmt frétt Berlingske tidende töldu stjórnendur sorp- hirðunnar sig vera búna að koma til móts við kröfur starfsmannanna en þrátt fyrir það mættu þeir ekki til vinnu. Hafa aðgerðirnar verið kærðar. ■ Óþrif í Kaupmannahöfn: Sorp ekki hirt í fjóra daga NOREGUR Norski prinsinn, sonur Hákons krónprins og Mette-Marit konu hans, var skírður Sverrir Magnús við hátíðlega skírnarat- höfn í kapellu konungshallarinnar í Osló í gær. Prinsinn ungi fæddist 3. desember 2005 og er þriðji í röðinni að hásætinu. Hann er því sonarsonur Haralds konungs V og Sonju drottningar. Sverri Magnúsi leist ekki á blikuna í öllu umstanginu og grét hástöfum meðan á athöfninni stóð en amma hans, Sonja, sem einnig er ein af sjö guðforeldrum hans, hélt honum til skírnar. Skírnarföt prinsins voru saum- uð af langömmu hans, Ingeborg prinessu, árið 1920 og kapellan var skreytt bláum, hvítum og grænum blómum. ■ Norska konungsfjölskyldan: Prinsinn skírður Sverrir Magnús STOLT AMMA Sonja drottning hélt á sonar- syni sínum til skírnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir bæjarstjórinn í Mos-fellsbæ? 2Hvaðan er byggingafyrirtækið Bauhaus? 3Hver er nýr þjálfari karlaliðs Íslands í handbolta? SVÖR Á BLS. 42 8

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.