Fréttablaðið - 05.03.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.03.2006, Blaðsíða 12
 5. mars 2006 SUNNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is Glópalán Guðmundur Ólafsson hagfræðingur hefur kallað stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi mesta glópalán Íslands- sögunnar. Heimsmarkaðsverð á áli hafi hækkað meira en nokkurn óraði fyrir eftir að framkvæmdir hófust og auk þess hefðu vextir almennt lækkað umtalsvert á sama tíma. Þess má geta að tonn af áli kostar nú um 2.400 doll- ara en þeir sem hafa langtímaminnið í lagi muna vel eftir því þegar verðið var um 1.400 dollarar fyrir tonnið. Sem nú raforkuverð er tengt heimsmarkaðsverði á áli fær Landsvirkjun meira fyrir kílów- attstundina nú en oftast áður og borgar auk þess lækkandi vexti af lánum vegna virkjunarframkvæmda. Ef þetta er rétt hjá Guðmundi koma ummæli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra um Alcan og Straumsvíkurálverið á NFS í fyrrakvöld dálítið spánskt fyrir sjónir. Orðrétt sagði Halldór: „Forsvarsmenn þess álvers hafa sagt okkur í ríkisstjórn- inni, að ef að það verði ekki endurbætt og stækkað, þá liggi það fyrir á næsta áratug eða svo að leggja það niður og loka því. Það verði úrelt með tíman- um og þess vegna sé annað hvort að endurbæta það og stækka eða þá að leggja það niður.“ Nú er spurning hverjir töluðu með þessum hætti í eyru ríkis- stjórnarinnar og hvort hinir sömu muni endurtaka ummælin fyrir alþjóð. Breyttar aðstæður Við þær aðstæður sem lýst er hér að framan ætti hvert mannsbarn að geta séð að um þessar mundir ríkir umtalsverð sam- keppni fjölda álframleiðanda um raforkuna hér á landi. Eftir því sem næst verður komist telur til dæmis Norsk Hydro að félagið hafi eftir allt saman tapað stórt á því að bakka út úr álversframkvæmdunum á Reyðarfirði. Að því er best er vitað hefur Norsk Hydro fylgst mjög vel með fram- vindu mála á Norðurlandi og vonaðist sjálfsagt til þess að Alcoa hætti við allt saman á Norðurlandi og hleypti öðrum að. Eins og nú er ástatt mætti einnig vænta þess að Alcoa, Century eða Norsk Hydro, svo nokkrir séu nefndir, myndu gjarnan vilja kaupa verksmiðj- una í Straumsvík. Hitt er sjálfsagt rétt að brýnt er að endurnýja þann hluta þeirrar verksmiðju sem hóf framleiðslu í maí 1970. Aðstæður á álmarkaði eru vitanlega allt aðrar nú en haustið 1991 þegar álframleiðendurnir Gränges, Hoogoovens og Alumax voru sameig- inlega búnir að ákveða að reisa álver á Keilisnesi. Þá hrundi álverðið, meðal annars vegna þess að Sovétríkin höfðu liðast í sundur og framboð jókst úr austri, og hætt var við allt saman. johannh@frettabladid.is Ég hef aldrei hitt Santos Cardon liðþjálfa eða Michael Smith lið- þjálfa, en við höfum svipaða reynslu að ákveðnu leyti. Árið 2003 og snemma árs 2004 notuðu liðþjálfarnir tveir hunda til að hræða íraska fanga við yfirheyrsl- ur í Abu Ghraib-fangelsinu. Báðir halda því fram að þeir hafi aðeins verið að fylgja löglegum skipun- um. Nú eiga þeir yfir höfði sér að vera dregnir fyrir herrétt. Ég gegndi herþjónustu á mörg- um stöðum víðs vegar um Írak frá því í janúar 2004 þar til í janúar 2005. Einn af þessum stöðum var Abu Ghraib-fangelsið. Starf mitt var að yfirheyra fanga. Ég fékk skipanir um að nota hunda sem voru í eigu hersins við yfirheyrsl- urnar. Þeim skipunum fylgdi ég. Ég hræddi líftóruna úr þeim mönnum sem ég yfirheyrði en fékk aldrei neinar upplýsingar frá þeim. Aðalástæðan fyrir því var reyndar sú að 90 prósent þeirra voru líklega saklausir, en það er önnur saga. Óskilgreindir fangar – óskilgreind lög Ég hef velt því fyrir mér um nokk- urt skeið hvort ég eigi ekki líka skilið að vera sóttur til saka fyrir það sem ég gerði. Ef sú er raunin þá ber einnig að sækja til saka háttsetta menn innan bandaríska hersins. Bandaríski herinn og rík- isstjórn George Bush hafa hins vegar hingað til ekki viljað viður- kenna að þörf sé á því. Ég vann meðal annars við yfirheyrslur fanga í Mosul. Þegar hæstráðandi fangelsisins í Mosul sagði mér í fyrsta sinn að ég ætti að nota hunda við yfirheyrslurnar þá virt- ist það vera löglegt samkvæmt reglunum og í samræmi við þær aðferðir sem notast var við í yfir- heyrslum í Abu Ghraib og annars staðar í Írak. Hundarnir voru múl- bundnir og var þeim haldið af hundatemjara. Fangarnir vissu það hins vegar ekki þar sem bund- ið var fyrir augu þeirra. Ef fang- arnir gáfu mér svör sem mér lík- aði ekki við þá gat ég gefið hundatemjaranum merki um að láta hundana gelta að föngunum eða láta þá hlaupa að þeim. Stund- um voru fangarnir svo hræddir að þeir migu á sig. Þegar ég hafði verið í Írak í um það bil hálft ár hætti ég að nota hunda og sambærilegar yfir- heyrsluaðferðir eins og til dæmis að láta láta líkamshita fanganna hríðlækka til að fá þá til að tala. Aðferðir sem flokkast sem pynd- ingar í alþjóðalögum sama hvern- ig þau eru lesin eða túlkuð. Ég gat ekki afborið að beita pyndingum á jafn kerfisbundinn og vélrænan hátt. Þegar ég var að læra um hvernig eigi að yfirheyra stríðs- fanga var mér sagt að ekki mætti hóta stríðsföngum beint eða óbeint. Það má aldrei láta hníf á borðið fyrir framan fanga til að fá hann til þess að tala. Þetta var alveg skýrt. En fangar okkar í Írak voru ekki skilgreindir sem „stríðsfangar“ þannig að ég vissi aldrei hvaða lög áttu við um þá. Í staðinn var vísað til handahófs- kenndra skráðra og óskráðra skip- ana sem leyst höfðu Genfarsátt- málann af hólmi. Pappas bar síðar vitni um að Geoffrey Miller hershöfðingi hefði sagt honum að nota ætti hunda við yfirheyrslu fanga. Mill- er þessi tók við yfirumsjón með málefnum fanga í Írak eftir að hafa gegnt því starfi í Guantana- mó-flóa á Kúbu. Miller hefur hins vegar neitað því að hafa mælt með notkun hunda við yfirheyrslur í Írak. Hann sagði einnig nýlega að hann myndi ekki bera vitni er Car- dona og Smith verða leiddir fyrir herrétt og vísaði til réttar síns um að mega forðast að bendla sjálfan sig við glæp með vitnisburði sínum. Skýrari ákvæði Ég ræddi af fúsum og frjálsum vilja við rannsakendur um þær aðferðir sem ég beitti í Írak. Og það án þess að hafa lögmann mér við hlið. Þess vegna get ég ekki haft mikið álit á Miller. Hann hefur ákveðið að firra sig ábyrgð með því að gera það sem fyrir her- mann er sambærilegt við það er bandarískur borgari „ber fyrir sig fimmta viðbótarákvæði banda- rísku stjórnarskrárinnar“. Miller virðist sáttur við að láta Cardona og Smith taka á sig sökina, sem eru sláandi svik við undirmenn hans og brot á gildum bandaríska hersins. Cardona og Smith hafa verið sakaðir um sjúka hegðun og sadisma. Þeir eiga yfir höfði sér langa fangelsisvist ef þeir verða fundnir sekir. Þrátt fyrir það er næstum því öruggt að þeir héldu að þeir væru einungis að fylgja löglegum skipunum. Í hernum eru skipanir skipanir nema það liggi ljóst fyrir að skipanirnar séu brot á lögum. Í stað fyrir að gefa okkur skýr skilaboð um að pyndingar væru ekki leyfilegar gáfu æðstu yfirmenn okkar okkur óljósar skipanir um hvað mætti og hvað mætti ekki. Öldunardeildarþingmaðurinn John McCain frá Arizona, sem er í Repúblikanaflokknum, náði nýlega að koma frumvarpi sínu um bann gegn pyndingum í gegn- um bandaríska þingið. Á meðan Bush forseti skrifaði undir lögin þá flækti hann hin nýju lög, sem kváðu mjög skýrt á um að pynd- ingar væru bannaðar, með því að segja að hann myndi „túlka lögin með hliðsjón af því stjórnarskrár- bundna valdi sem forsetinn hefur“. Þeir sem eru starfandi í fangels- unum í Írak eiga skilið að fá skýr- ar upplýsingar um hver munurinn er á löglegum og ólöglegum skip- unum. Hermennirnir sem eru í Írak þurfa einnig að hafa yfir- mann sem getur ekki túlkað lögin þannig að þau „leyfi“ pyndingar. Viðbótarákvæði McCains sem kveður á um algert bann á allri „grimmdarlegri, ómanneskjulegri og lítillækkandi“ meðferð fanga í öllum tilfellum er í nákvæmu sam- ræmi við hin raunverulegu gildi bandaríska hersins og bandarísku þjóðarinnar. Við ættum að fara eftir því í öllum tilfellum. Ég veit af eigin raun að það oln- bogarými sem hermönnum er veitt til matskenndra ákvarðana verður nýtt til fullnustu gegn föngum. Ég komst að því í Írak að engin leið er eins launhál og sú sem leiðir manninn út í að beita aðra menn pyndingum. Til að koma í veg fyrir að bandarískir hermenn séu sífellt á hálum ís þurfa lögin að kveða skýrt á um að pyndingar verði ekki liðnar innan bandaríska hersins. Höfundur var í bandaríska hernum frá því í maí árið 2001 þar til í júlí 2005. Greinin birtist áður í The New York Times. Hundalógík í hernum Í DAG PYNDINGAR ANTHONY LAGOURANIS Ef fangarnir gáfu mér svör sem mér líkaði ekki við þá gat ég gefið hundatemjaranum merki um að láta hundana gelta að föngunum eða láta þá hlaupa að þeim. Stundum voru fangarnir svo hræddir að þeir migu á sig. Engum blöðum er um það að fletta, að þjónusta við aldraða er eitt af brýnustu og mikilvægustu verkefnum samtím-ans. Margt hefur verið vel gert á því sviði á umliðnum ára- tugum og sumt af mikilli reisn og framsýni. Þegar elliheimilið Grund var reist var það til að mynda ein glæsilegasta bygging sinnar tíðar í höfuðborginni. Sjálfseignarstofnanir og félagasamtök eins og sjómannasam- tökin hafa í gegnum tíðina lyft mörgu grettistaki í þjónustu við aldraða. Það er lofsvert framtak sem seint verður fullþakkað. Með stofnun Framkvæmdasjóðs aldraðra á sínum tíma var lagð- ur grundvöllur að endurbættri þjónustu í byggðum landsins. Loks var þessi þjónusta fyrir fáum árum færð enn einu skrefi fram á við með samningi við hlutafélag, sem haslað hefur sér völl í öldrunarþjónustu með afar myndarlegum hætti. Saga öldrunarþjónustu hér á landi er þannig vörðuð mörgum merkum áföngum, en viðfangsefnið er viðvarandi, og nú blasir við að með ýmsu móti þarf að bæta úr aðkallandi þörf á meiri og betri aðstöðu og ríkari þjónustu. Sú staðreynd er óumdeild. Ekki sýnist heldur vera teljandi stjórnmálaágreiningur um mat á þörf úrbóta. Eigi að síður er ekki að sjá, að fyrir liggi markviss aðgerða- áætlun um það hvernig mæta á þeim aðstæðum, sem við blasa. Slík áætlun hlýtur eðli máls samkvæmt að snúast um skipulag, aðferðafræði og peninga. Þrátt fyrir þörf á aðhaldi í opinberum rekstri verður ekki framhjá því horft, að þetta er verkefni, sem skattgreiðendur dagsins í dag skulda þeirri kynslóð, sem lagði hornsteininn að auðlegðarsamfélagi nútímans á Íslandi. Liggja þarf fyrir hvaða markmið menn vilja að sett verði um gæði öldrunarþjónustunnar. Enn fremur þarf að vera ljóst eftir hvaða leiðum menn vilja fara til þess að ná settum markmiðum. Þessi verkefni verða ekki umflúin og þau leysast ekki af sjálfu sér. Fyrir þá sök væri gott að sjá skýra leiðarlýsingu stjórnvalda á þessu sviði. Ljóst er að verkefnin eru fjölþætt. Aldraðir þurfa mismun- andi þjónustu. Við úrlausn á þeim þörfum þarf að huga bæði að sjálfsvirðingu þeirra, sem í hlut eiga, og hagkvæmni. Eins og kerfið blasir við sýnast menn sumstaðar vera að spara eyrinn en kasta krónunni. Það er ekki gott afspurnar. Samstarf ríkisvaldsins við sjálfseignarstofnanir og hlutafé- lög, sem fengist hafa við öldrunarþjónustu, virðist hafa gefið góða raun. Vandséð er að unnt verði að mæta þeim kröfum, sem óhjákvæmilegt er að bregðast við, nema með því móti að slíkir einkaaðilar leiki þar stórt hlutverk. En um það getur vitaskuld risið stjórnmálalegur ágreiningur. Þannig er hugsanlegt, að skiptar skoðanir geti verið um leiðir til þess að takast á við það, sem menn eru almennt sammála um að gera þurfi. En það má ekki við neinar aðstæður letja menn til átaka. Hér eru einfald- lega brýnni hagsmunir í húfi en svo, að það megi gerast. Tími skýrra markmiða, skynsamlegra og hagkvæmra aðferða og nýrra athafna til að bæta öldrunarþjónustuna er kominn. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Þjónusta við aldraða. Þörf á stefnu- mörkun Samstarf ríkisvaldsins við sjálfseignarstofnanir og hlutafélög, sem fengist hafa við öldrunarþjónustu, virðist hafa gefið góða raun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.