Fréttablaðið - 05.03.2006, Side 10

Fréttablaðið - 05.03.2006, Side 10
10 5. mars 2006 SUNNUDAGUR Ársfundur 2006 servíettur dúkar glaðlegir litir fjölbreytileg mynstur Halldór Sigdórsson Þjónn, aðstoðarverslunarstjóri hjá RV R V 62 04 Tilb oð mar s 20 06 20% afs láttu r af LinS tyle serv íettu m o g dú kum , Fine sse WC -pap pír o g eldh úsrú llum Glæsilegt yfirbragð við öll tækifæri Lotus Professional pappírsvörur FUGLAFLENSA, AP Ugg setti að gælu- dýraeigendum víða um Evrópu eftir að fuglaflensa af H5N1- veiruafbrigðinu fannst í ketti á eynni Rügen í Norðaustur-Þýska- landi á þriðjudag. Þetta er í fyrsta sinn sem flensan finnst í spendýri í Evrópu og hafa þýsk yfirvöld skipað fólki sem býr nærri sýkt- um svæðum að halda köttum inni og hafa hunda í ólum. Hlébarðar, tígrisdýr og heimil- iskettir hafa smitast áður af fuglaflensu í Taílandi, enda éta kattardýr fugla. „Við vitum að spendýr geta smitast af H5N1, en við vitum ekki hvað það þýðir fyrir fólk,“ sagði Maria Cheng sem starfar hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og bætti við að óvíst sé hvort kettir geti smitað fólk af veirunni. Vísindamenn telja að fólk sýk- ist með því að að anda veirunni að sér. En enn sem komið er virðist hættan þó ekki ýkja mikil, að sögn Paul Hunters, bresks faraldurs- fræðings. Hann benti fréttamönn- um breska ríkisútvarpsins á að þó hundruð þúsundir manna hafi handfjatlað sýkta fugla á helstu smitsvæðunum í Asíu, þá hafi færri en tvö hundruð manns sýkst síðan árið 2003, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. - smk Fuglaflensa í ketti veldur gæludýraeigendum ótta: Þýskum köttum haldið inni við FUGLAFLENSA Í KETTI Fjölmargir Þjóðverjar láta dýralækna nú skoða ketti sína, eftir að fuglaflensa fannst í ketti á eynni Rügen. Þessi kisi í Bremen reyndist vera ósmitaður. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUR „Það væri alveg takt- laust að skoða það ekki alvarlega að setja göng undir Vaðlaheiði á samgönguáætlun þegar hún verð- ur tekin til endurskoðunar í haust í ljósi þess að þarna er hugsanlega að skapast stórt atvinnusvæði,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar. „Við höfum átt gott samstarfs við samgönguyfirvöld og erum vongóðir um að hægt verði að hefj- ast handa við gangagerð síðla árs 2007 með það fyrir augum að þau verði tilbúin í lok árs 2010,“ segir Pétur Þór Jónasson stjórnarfor- maður Greiðrar leiðar. Fyrirtækið var stofnað árið 2003 til að vinna að gangagerðinni. Hann segir að göngin yrðu rúmlega sjö kílómetr- ar að lengd og myndu stytta leiðina milli Húsavíkur og Akureyrar um 16 kílómetra. Kostnaður yrði rúm- lega fimm milljarðar. Rannsóknaboranir og rafseg- ulmælingar hafa farið fram að undanförnu og er niðurstöðu þeirra rannsókna að vænta á næstu dögum. Ekki náðist í sam- gönguráðherra vegna málsins þar sem hann er í útlöndum. - jse Fyrirhuguð jarðgöng undir Vaðlaheiði: Stefnt að opnun árið 2010 SJÚKRATRYGGINGAR Öryrkjabanda- lag Íslands lýsir yfir stuðningi við þau meginsjónarmið sem fram koma í umdeildri skýrslu sérfræðinga sjúkratrygginga- sviðs Tryggingastofnunar um réttlátari notendagjöld. Framkvæmdastjórn banda- lagsins hvetur Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra að skoða skýrsluna með opnum huga og hefja þegar í stað, á grundvelli hennar, endurskoðun laga og reglna í nánu samráði við heild- arhagsmunasamtök öryrkja. Þá lýsir Öryrkjabandalagið sig reiðubúið að taka þátt í því verkefni. ■ Öryrkjabandalagið: Lýsir stuðningi við skýrslu SAMFÉLAGSMÁL Erlendum ríkis- borgurum með lögheimili hér á landi hefur fjölgað um rúm þrjú- þúsund frá lokum ársins 2004 til loka 2005 og er hlutfall þeirra nú 4,6 prósent. Þetta kemur fram í árlegri samantekt Hagstofu Íslands á íbúum eftir fæðingar- landi. Hlutfall erlendra ríkisborg- ara hér á landi er því orðið það sama og í Noregi og litlu minna en í Danmörku þar sem hlutfallið er 4,9 prósent og í Svíþjóð þar sem það er 5,3 prósent. Erlendir ríkisborgarar með lögheimili hér voru í lok síðasta árs 13.778 en árið þar áður 10.636. Flestir þeirra eru frá Póllandi eða 3.221, næst flestir frá Danmörku, 903, en því næst frá Þýskalandi en þeir eru 781 eða tíu fleiri en Fil- ippseyingar sem verma fjórða sætið. Hlutfallið er hæst á Austur- landi eða 17,6 prósent en næst- hæst á Vestfjörðum þar sem það er 6,2 prósent. Lægst er þetta hlut- fall á Norðurlandi eystra en þar er það 2,3 prósent. - jse Hlutfall erlendra ríkisborgara með lögheimili hér: Sama og í Noregi RÚMENAR AÐ VINNU VIÐ HELLISHEIÐI- SVIRKJUN Fjöldi erlendra ríkisborgara með lögheimili hér á landi hefur þrefaldast undanfarinn áratug og nú stöndum við jafnfætis Norðmönnum í þessum efnum. VAÐLAHEIÐARGÖNG Göng undir Vaðlaheiði stytta leiðina milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 kílómetra. Sjálf göngin yrðu rúmir sjö kílómetrar að lengd. RÚMENAR VIÐ VINNU VIÐ HELLISHEIÐIS- VIRKJUN Fjöldi erlendra ríkisborgara með lögheimili hér á landi hefur þrefaldast undanfarinn áratug og nú stöndum við jafnfætis Norðmönnum í þessum efnum. HEILAGUR FAÐIR Ungur drengur faðmar Benedikt XVI páfa þétt að sér við upphaf áheyrnar sem páfinn veitti um átta þúsund Ítölum í sal Páls VI í Vatikaninu á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Akureyri Ljósavatnsskarð Víkurskarð Vaðlaheiði Eyjafjörður Gangaleið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.