Fréttablaðið - 05.03.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 05.03.2006, Blaðsíða 72
72 28. janúar 2005 FÖSTUDAGUR HSÍ og Alfreð Gíslason gengu í gær frá samningi um þjálfun karlalandsliðs- ins í handbolta til 1. júlí árið 2007 en þann dag tekur Alfreð við þýska liðinu Gummersbach. Hjalti Þór Hreinsson hitti Alfreð að máli og ræddi við hann um tildrög starfs- ins og framtíðarsýn hans á lands- liðsmál Íslands. Leit HSÍ að nýjum landsliðs- þjálfara er loksins lokið með niður- stöðu sem flestir una mjög vel við. Alfreð hefur náð góðum árangri með Magdeburg í sterkustu hand- knattleiksdeild í heimi en hann vann þýska meistaratitilinn sem og Meistaradeildina með liðinu. Það er því sannkallaður happa- fengur að fá Alfreð til starfans sem er ekki öfundsvert, að stýra landsliðinu til sigurs í tveimur leikjum gegn Svíum og koma lið- inu þar með á Heimsmeistaramót- ið í Þýskalandi á næsta ári. Erfitt að fá sig lausan Alfreð hefur alltaf verið efstur á óskalista HSÍ og það var strax á Evrópumótinu í Sviss að samband- ið sýndi áhuga sinn. „Ég og Einar Þorvarðarson [framkvæmdastjóri HSÍ] hittumst fyrst á úrslita- leiknum á EM í Sviss þar sem við ræddum um hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að ég tæki við landsliðinu. Þetta þróaðist smám saman eftir það,“ sagði Alfreð sem var sagt upp hjá Magdeburg en samningur hans við liðið var enn í gildi. Í hönd fóru strangar viðræður um starfslokasamning sem loksins leystust farsællega. „Ég leitaði leiða til að losna undan samningi og viðræður mínar við HSÍ miðuðust við það hvernig gengi að ræða við Magde- burg. Að ég tæki við landsliðinu varð að alvöru þegar það kom í ljós að ég gat losnað undan samn- ingnum. Ég fékk mér lögfræð- ing sem sendi tillögu til þeirra um starfslokasamning. Þeir hjá Magdeburg tóku sér mjög lang- an tíma í að svara þessu og þeir héldu kannski að ég væri að fara fyrr til Gummersbach. Þetta gerðist síðan mjög hratt í þessari viku, ég gaf þeim úrslitakosti og sagði að ef samningnum yrði ekki rift þá sæti ég bara á honum til sumarsins 2007 og myndi hirða hverja af þeim hverja krónu,“ sagði Alfreð. Alfreð er því með tvo samn- inga sem stendur, við HSÍ og Magdeburg, báðir til 1. júlí 2007. Hann fær því jafn há laun núna og ef hann hefði ekki losnað undan samningi við Magdeburg. „Þeir græða á því að losna við mig. Þeir borga hluta af samningi mínum núna til 1. júlí 2007 og HSÍ borg- ar mismuninn, ef það væri ekki svoleiðis hefði HSÍ aldrei haft efni á að ráða mig,“ sagði Al- freð en samningar milli hans og HSÍ náðust svo á fimmtudaginn. Kveður Magdeburg sáttur Alfreð átti farsælan feril hjá Mag- deburg og hann gengur sáttur frá liðinu. „Já ég geri það. Ég naut mín vel hjá liðinu en það var ég sem vildi fara eftir mikið ósætti við framkvæmdastjórann. Á end- anum gengu þeir vel frá málunum en ég hefði ekki litið sömu augum á þá ef þeir hefðu ekki gert það. Það er annað mál hvort ég sé sátt- ur við hvernig Magdeburg stóð að uppsögninni, það hefði verið hægt að gera það öðruvísi,“ sagði Alfreð sem liðsmennirnir studdu í erjun- um við framkvæmdastjórann. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá vill Magdeburg losna við landsliðsmennina Arnór Atlason og Sigfús Sigurðsson, ákvörðun sem Alfreð skilur engan veginn. „Ég skil ekki hvað Mag- deburg er að hugsa með því að sleppa þessum tveimur frábæru leikmönnum. Arnór þarf að kom- ast í lið þar sem þjálfarinn stend- ur við bakið á honum og hann fær að spila meira. Hann er mjög góð- ur leikmaður og á eftir að verða frábær í framtíðinni. Það er lítill tilgangur fyrir strákana að sitja á bekknum, sérstaklega þar sem þeir eru með tilboð annars staðar frá. Það er því best fyrir þá sjálfa að loka þessum hluta hjá Magde- burg og halda áfram,“ sagði Al- freð en allt bendir til að Pólverj- inn gamalreyndi Bogdan Venta taki við liðinu. „Venta tekur líklega við en liðið fékk sterkan pólskan línumann til sín í vikunni og þá eru þeir með fjóra línumenn sem gengur ekki. Ég held að þeir geri mikil mistök með því að láta Fúsa fara, hann er mikilvægur leikmaður í vörninni en þetta er þeirra mál. Ég veit að Fúsi er með tilboð frá þrem- ur góðum liðum í Þýskalandi og hann hefur fengið fyrirspurn frá einu sem er fyrir ofan Magdeburg í töflunni þannig að hann er ekki í neinum vandræðum. Ég geri ráð fyrir því að þeir fari báðir en flytji sig bara innan Þýskalands,“ sagði hinn nýráðni landsliðsþjálfari. Alfreð útilokar ekki að fá til sín íslenska leikmenn til Gummers- bach en hann vill lítið gefa upp að svo stöddu. „Það er full snemmt að segja til um það en það þarf ekki að koma mikið á óvart ef ég tek einhverja Íslendinga til mín til Gummersbach,“ sagði Alfreð. Loksins fékk ég tækifæri „Þetta er í rauninni mitt fyrsta tækifæri til að taka við liðinu þar sem ég hef alltaf verið á samningi hjá klúbbum áður. Þetta er mikill heiður fyrir hvern sem er og ég hef oft séð fyrir mér hvernig er að gera það. Núna fékk ég tæki- færið og ég er virkilega ánægður með það. Eftir að Viggó Sigurðs- son sagði upp hugsaði ég með mér að nú þyrftu þeir kannski á mér að halda og það er gott að hafa geng- ið frá þessu á þennan hátt,“ sagði Alfreð sem býst við hörku rimm- um við Svíana. „Þessir leikir við Svía verða mjög erfiðir en þetta er krefjandi verkefni og þeim mun skemmti- legra fyrir vikið. Það er mitt hlut- verk að koma liðinu á HM og við setjum stefnuna á það. Ég er bjart- sýnn á að það takist, liðin eiga jafna möguleika og ég vona að við verðum alveg lausir við meiðsli enda er mikilvægt að hafa alla leikmenn við höndina. Það er því stefnan að halda enn meira upp á þjóðhátíðardaginn en venjulega er gert,“ sagði Alfreð brosmildur en síðari leikurinn við Svía fer líklega fram 17. júní. Jafnvel þó að landsliðinu takist ekki að leggja Svía af velli bíða önnur verkefni Alfreðs en í janúar á næsta ári fara fram umspilsleik- ir um laust sæti á Evrópumótinu í Noregi árið 2008 auk þess sem Alfreð tekur að sér fleiri verkefni innan HSÍ. „Ég ætla mér að koma inn í fræðslumálin hjá HSÍ og miðla aðeins af minni reynslu. Ég mun funda með þjálfurum í deild- inni hérna heima þar sem við get- um rætt um ýmislegt, hvort sem það er varnarleikur eða hvernig mín þjálfarastefna er. Ég mun bjóða upp á þetta og ef menn vilja nýta sér þetta væri það gaman en ef ekki þá verður bara að hafa það,“ sagði Alfreð. En kemur til greina að stýra Gummersbach og landsliðinu áfram eftir 1. júlí 2007? „Ef allt færi á besta veg með landsliðið þá væri það alls ekki útilokað að ná hreinlega samning- um við það,“ sagði Alfreð. Verður Geir aðstoðarþjálfari? Alfreð býr í Þýskalandi en allar líkur eru á því að hann fái sér aðstoðarmann, búsettan hér á landi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Geir Sveinsson þar efstur á óskalistanum. „Ég vil síður tala um nein nöfn þar sem ég er ekkert byrjaður að skoða þessi mál ennþá. Ég hef ekkert rætt við HSÍ um þetta mál en ég mun ganga í það fljótlega. Vissu- lega þekki ég Geira mjög vel og eðlilegast væri að sá sem vinnur með mér í þessu, ef einhver verð- ur, tæki við landsliðinu eftir að ég hætti ef málin þróast í þá átt. Þá kæmi inn maður sem þekkir allt í kringum verkefnið og gæti því haldið áfram á sömu línu,“ sagði Alfreð. Annað nafn sem Alfreð gæti óskað eftir er Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari Fram og fyrrverandi landsliðsþjálfari. Alfreð og Guðmundur eru mikl- ir vinir og voru herbergisfélagar á ferðum sínum með landsliðinu forðum. „Við Guðmundur erum mjög góðir vinir og hann hef- ur alltaf sýnt að hann er heims- klassa þjálfari,“ sagði Alfreð en lét ekkert upp hvort hann vildi fá hann með sér sem aðstoðarmann. Þurfum að auka breiddina Alfreð telur að helsti löstur lands- liðsins sé breiddin, aðallega í vörninni. „Við erum með lands- lið sem er eitt af tíu bestu liðum í heiminum í dag. Það sem okkur vantar er meiri breidd, sérstak- lega í varnarleiknum en mér fannst markvarslan á Evrópumót- inu vera mjög góð en mér fannst samband markvörslu og varnar vera ábótavant. Við þurfum að finna meiri breidd í vörnina og ná aðeins meira út úr sóknarleikn- um, sérstaklega skyttustöðunum. Auk þess megum við alls ekki við meiðslum hjá lykilmönnum eins og var á EM,“ sagði Alfreð sem telur að gjörbreyttur varnarleik- ur gæti hjálpað mikið til. „Við þurfum að geta spilað sterka 6-0 vörn og það er mikil- vægt að ná góðu valdi á fleiri en einu varnarafbrigði. Guðjón Valur Sigurðsson er besti framliggjandi varnarmaður í heiminum í dag og þegar við náum upp stemningu í vörninni getur hún verið mjög sterk. Auk þess er lykilatriði að Fúsi sé í formi en nú fer í gang leit við að finna mann til að vera við hliðina á Fúsa til að binda vörnina endanlega saman,“ sagði Alfreð. hjalti@frettabladid.is SUNNUDAGSVIÐTALIÐ ALFREÐ GÍSLASON NÝRÁÐINN LANDSLIÐSÞJÁLFARI Í HANDBOLTA HVER VERÐUR AÐSTOÐARÞJÁLFARI? Hver mun aðstoða Alfreð er enn óvíst en líklegast er að Geir Sveinsson taki við starfinu. LÍTIL BREIDD Alfreð segir að breiddin í liðinu sé ekki nægilega mikil og úr því þurfi að bæta. SKILUR SÁTTUR VIÐ MAGDEBURG Þrátt fyrir að samskiptin hafi verið stirð á köflum kveður Alfreð Magdeburg sáttur en hann varð bæði þýskur meistari og Evrópumeistari með liðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. ALFREÐ GÍSLASON Er mjög ánægður með að fá loksins tækifæri til að taka við landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Loksins fékk ég tækifærið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.