Fréttablaðið - 05.03.2006, Page 29

Fréttablaðið - 05.03.2006, Page 29
Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki landsins og veitir alhliða fjármálaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Landsbankinn leitast við að ráða til sín og hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. Til að stuðla að vexti og arðsemi bankans er áhersla lögð á skemmtilegan vinnustað, starfs- ánægju og gott starfsumhverfi, sem og markvissa starfsþróun og þekkingu starfsfólks. Það er viðhorf stjórnenda Landsbankans að starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta, séu lykillinn að farsælum rekstri bankans. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - LB I 31 65 0 0 3/ 20 06 Laus störf í þjónustuveri á sölu- og markaðssviði Landsbankans Starfssvið: • Ráðgjöf á sviði einstaklingsþjónustu • Öll almenn þjónusta við viðskiptavini bankans • Upplýsingagjöf um verðbréfa- og lífeyrisvörur bankans • Frumkvæði að því að bjóða viðskiptavinum vörur og þjónustu bankans • Ýmis önnur verkefni sem tilheyra þjónustu við einstaklinga Vegna aukinna umsvifa einstaklingsviðskipta bankans er leitað að öflugu starfsfólki í þjónustuver á sölu- og markaðssviði. Í boði er tækifæri til að taka þátt í spennandi uppbyggingarstarfi í þjónustuveri sem er staðsett í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti. Verkefni deildarinnar lúta að þjónustu við viðskiptavini sem eiga viðskipti sín að mestu leyti í síma. Vegna aukinna krafna viðskiptavina okkar er þjónustuverið opið 8–21 virka daga og 11–16 laugardaga og er vinnutími því sveigjanlegur. Samræmdar þjónustumælingar sýna að íslenskir bankar eru meðal þeirra fremstu í heiminum hvað gæði þjónustu varðar og vill Landsbankinn gera enn betur með samþættingu símaþjónustu, tölvupóstsamskipta og þjónustu gegnum vefinn. Nánari upplýsingar veita Pétur Ó. Einarsson forstöðumaður þjónustuvers í síma 410 7913 og Ingibjörg Jónsdóttir á starfsmannasviði í síma 410 7902. Umsókn og ferilskrá sendist á netfangið berglind.ingvarsdottir@landsbanki.is merkt „Þjónustuver“. Umsóknarfrestur er til og með 12. mars nk. Hæfniskröfur og eiginleikar: • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og metnaður til að ná árangri • Þjónustulund og vilji til að uppfylla þarfir viðskiptavina • Nákvæmni og geta til að starfa undir álagi • Háskólamenntun og/eða reynsla af bankastörfum er kostur ATVINNA SUNNUDAGUR 5. mars 2006 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.