Fréttablaðið - 05.03.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 05.03.2006, Síða 4
4 5. mars 2006 SUNNUDAGUR KÓPAVOGUR Flosi Eiríksson, odd- viti Samfylkingar í bæjarstjórn Kópavogs, gagnrýnir harðlega vinnubrögð Gunnars Birgissonar við undirbúning byggingar óperu- húss í bænum. Flosi bendir á að ekki hefur verið lögð fram kostnaðaráætlun, rekstraráætlun, drög að skipulagi né upplýsingar um fjármögnun. Enginn veit hvað húsið á að vera stórt og nú sé ljóst að Kópavogs- bær þarf að leggja fram að minnsta kosti 400 milljónir en í byrjun hafi bærinn ekki átt að leggja fram neitt fé. Flosi segir að ábyrg bæjarstjórn geti ekki tekið ákvörðun um byggingu hússins án ítarlegrar umræðu. Þess vegna vill Samfylkingin skipa vinnuhóp til undirbúnings málinu. Gunnar segir fjármögnun einkaaðila á lokastigi og ekki til neins að mynda vinnuhóp. Ljóst hafi verið frá upphafi að áhugi frá einkaaðilum réði því hvort verk- efnið kæmist á framkvæmdastig. Hann segir þetta fjölnotahús og þörf fyrir slíkt hús sé mikil. - shá Sjálfskipt og allt allt öðruvísi 1.750.000,- Sjálfskipt, 1.8 l. vél og hlaðin aukabúnaði ���������������� ����������������� Nýr, fallegri og miklu betri Opel. VIÐSKIPTI Magnús Kristinsson, útgerðarmaður frá Vestmannaeyj- um, var felldur úr stól varafor- manns stjórnar Straums-Burðar- áss á fyrsta fundi stjórnar þar sem hún skipti með sér verkum. „Mér óafvitað vantaði nýkjör- inn stjórnarmann, Pál Þór Magn- ússon fulltrúa frá Sundi, á fund- inn. Varamaðurinn Þórunn Guðmundsdóttir steig þá óvænt fram en það var ekkert sem sagði hvort hún ætti að vera fyrsti eða síðasti varastjórnarmaður,“ segir Magnús. Hann lýsir því svo að eftir að Björgólfur Thor hafi verið endurkjörinn stjórnarformaður hafi Þórunn stigið fram og mælt með Eggerti Magnússyni sem varaformanni. „Þetta kom mjög flatt upp á mig og greiddi ég atkvæði gegn tillögunni. Fyrir aðeins sex mánuðum handsöluðu menn samruna tveggja af stærstu og öflugustu félögum landsins sem átti að vera til heilla og fram- fara fyrir alla,“ segir Magnús. Hann er alls kostar ósáttur með framgöngu Björgólfs Thors í málinu og telur yfirgang for- mannsins algjöran. Eggert Magn- ússon fékk þrjú atkvæði í vara- formannskjörinu, en Magnús eitt. Kristinn Björnsson sat hjá, en samkvæmt heimildum er hann ekki fyllilega sáttur við atburðar- rásina. Magnús flaug að loknum fundi með lítilli vél til Vestmannaeyja og sá út um gluggann hvar hreyfl- ar þotu Björgólfs Thors voru ræst- ir, en Björgólfur hélt þegar utan að loknum fundi til að sinna öðrum verkefnum sínum. Samkvæmt upplýsingum úr herbúðum Björgólfs er ástæða þessa kjörs sú að Eggerti sé betur treystandi fyrir hlutverkinu í ljósi þess að Straumi er ætlað að verða norrænn fjárfestingabanki. Magn- ús gefur lítið fyrir þessar skýring- ar og spyr á móti hvort Eggerti sé betur treystandi. Ljóst er að Magn- ús telur yfir sig valtað og að Björ- gólfur þoli ekki önnur sjónarmið en sín eigin við stjórn fyrirtækis- ins. Enginn er fáanlegur til að nefna málefnaágreining, heldur virðist sem Björgólfur treysti ekki Magnúsi. Björgólfur Thor mun líta svo á málið að ekki hefði átt að koma Magnúsi á óvart að hans væri ekki óskað í varaformann- inn. Ljóst er að þetta mál er langt því frá búið. Páll Þór Magnússon situr í stjórn sem fulltrúi Trygg- ingamiðstöðvarinnar og líklegt að Magnús muni kalla saman stjórn- arfund og láta á það reyna hvort TM styðji í raun þessa ráðstöfun. Magnús er stór viðskiptavinur félagsins og eftir þvi sem næst verður komist voru TM menn ekki með í ráðum. Magnús er sjálfur með mest atkvæðavægi einstakra hluthafa, en staða hans ræðst af því hverjir munu bakka hann upp þegar á reynir. Bregðist stjórnarfundurinn á Magnús það ráð að kalla saman hluthafafund. Björgólfur Thor og TM ráða um 30 prósenta hlut í félaginu. Þessir aðilar hafa ekki fengið heimild Fjármálaeftirlits- ins til að nýta þann rétt að fullu. Þannig gæti Magnús haft sterkari stöðu ef gengið yrði til kosninga um nýja stjórn. Það gæti hins vegar oltið á afstöðu lífeyrissjóða og annarra. Á þessari stundu vilja málsaðil- ar ekki gefa mikið út um hvaða afleiðingar ágreiningur í stjórn Straums-Burðarás muni hafa. Öllum er umhugað um að standa vörð um félagið. Greinilegt er hins vegar að vík er milli vina og óvíst hvort um heilt grói. Það gæti verið vísir á frekari hræringar og hvernig muni skipast í fylkingar í framtíðinni. eggert@frettabladid.is / haflidi@frettabladid.is FRÁ AÐALFUNDI STRAUMS BURÐARÁSS Eindrægni ríkti meðal hluthafa Straums-Burðaráss á aðalfundinum. Þegar stjórn hóf að skipta með sér verkum sprakk allt í loft upp og ekki er séð fyrir endann á átökum í stjórn félagsins. Einingin rofin í Straumi Magnús Kristinsson, varaformaður Straums, var óvænt felldur úr embætti þegar stjórnin skipti með sér verkum. Björgólfur Thor treystir Magnúsi ekki og vill Eggert Magnússon sem nánasta samstarfsmann sinn í félaginu. Magnús er ósáttur við Björgólf Thor og mun reyna að hnekkja ákvörðun stjórnarinnar. HEILBRIGÐISMÁL Sjúklingar Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri voru almennt ánægðir með þjón- ustu sjúkrahússins samkvæmt þjónusturannsókn IMG Gallup sem framkvæmd var síðastliðið sumar. Meirihluti sjúklinganna taldi að þeir hefðu fengið bestu mögulegu læknismeðferð og starfsfólk sjúkrahússins hafi sýnt þeim virðingu og áhuga. Tilgangur þjónusturannsóknar- innar var að afla upplýsinga um flesta þjónustuþætti sjúkrahúss- ins og munu stjórnendur sjúkra- hússins nýta niðurstöðurnar til að bæta enn frekar aðbúnað og líðan sjúklinga á FSA. - kk FSA á Akureyri: Sjúklingarnir eru ánægðir ÍTALÍA Sautján mánaða ítölskum dreng sem þjáist af flogaveiki var rænt á fimmtudag af heimili sínu. Foreldrum hans var ógnað með byssu og þau bundin af ræningjun- um sem tóku barnið og um 150 evrur. Lögreglan telur líklegt að ætlun ræningjanna sé að kúga fé út úr foreldrunum. Þótt þau séu ekki rík getur verið að fólkið hafi orðið fyrir valinu vegna vinnu föðurins sem vinnur á pósthúsi þar sem auðvelt er fyrir hann að nálgast fé. Talið er að ránið hafi verið vel skipulagt en nokkrum dögum fyrr hvarf hundur fjölskyldunnar og rafmagnið fór af heimili þeirra að kvöldi ránsins. Barnsrán á Ítalíu: Fjárkúgun ástæða ránsins FLOGAVEIKUR Drengurinn sem var rænt er flogaveikur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Eftirlit með gæludýrum Frönsk yfir- völd hafa hvatt íbúa þeirra landshluta þar sem vart hefur orðið við fuglaflensu að loka ketti sína inni og vera með hunda í bandi til að koma í veg fyrir útbreiðslu flensunnar. Þrátt fyrir það sögðu þau enga ástæðu fyrir fólk að yfirgefa gæludýr sín í óðagoti. FRAKKLAND GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 3.3.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 65,73 66,05 Sterlingspund 115,27 115,83 Evra 78,96 79,4 Dönsk króna 10,58 10,642 Norsk króna 9,849 9,907 Sænsk króna 8,348 8,396 Japanskt jen 0,5643 0,5677 SDR 94,87 95,43 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 110,75 Fyrirhuguð bygging óperuhúss í Kópavogi: Fjármögnun komin vel á veg ÓPERUHÚS Í KÓPAVOGI Bæjarstjórinn segir fjármögnun komna vel á veg en oddviti Sam- fylkingar gagnrýnir alla þætti undirbúningsins.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.