Fréttablaðið - 05.03.2006, Blaðsíða 45
Sjálfsbjargarheimilið,
Hátúni 12, Reykjavík.
Aðhlynningarstörf.
Hefur þig lengi langað til þess að vinna við
aðhlynningu en ekki látið af því verða?
Nú er tækifærið.
Óskað er eftir starfsfólki til aðhlynningarstarfa sem
fyrst, um er að ræða 100% starf þar sem unnið er
aðra hvora helgi og eina til tvær kvöldvaktir í viku
ásamt morgunvöktum, ekki er um næturvaktir að
ræða. Einnig kæmi til greina hlutastarf. Við leitum
að áhugasömum og duglegum einstaklingum sem
hafa tileinkað sér jákvætt viðhorf til lífsins og eru
tilbúnir að miðla því í starfi.
Vinsamlegast hafið samband við Guðrúnu Erlu
Gunnarsdóttur hjúkrunarforstjóra gudrun@sbh.is sem
fyrst, s. 550 0300 þar sem nánari upplýsingar fást.
Viltu vinna hjá flottu fyrirtæki?
Hjá Samskipum er kraftmikið starfsmannafélag með fjölbreytta starfsemi, s.s. golfklúbb,
siglingaklúbb og aðgang að 8 tonna skemmtibáti, fimm sumarbústaði á Bifröst og margt
fleira skemmtilegt. Hjá Samskipum á Íslandi vinna 650 skemmtilegir starfsmenn.
Slástu í hópinn!
AR
GU
S
/ 0
6-
01
34
Starfsfólk í Vörumiðstöð óskast
Við leitum að fólki til starfa í Vörumiðstöð Samskipa. Almenn störf við afgreiðslu
viðskiptavina og vörumóttöku í Landflutningum.
Hæfniskröfur
Við leitum að konum og körlum sem hafa drifkraft og frumkvæði og eru lipur í fram-
komu og mannlegum samskiptum. Dugnaður, traust og samviskusemi er mikils
metin. Umsækjandi skal hafa hreint sakavottorð og engan fíkniefnaferil.
Áhugasamir
Ef þér líst á að slást í hópinn hjá öflugu og framsýnu fyrirtæki skaltu fara á vef Sam-
skipa, www. samskip.is, og fylla þar út umsókn. Á vefnum er smellt á „Starf í Vöru-
miðstöð – auglýst staða 05.03.06”. Allar nánari upplýsingar veitir Kristinn Þór
Jóhannesson verkstjóri í síma 458 8420 eða 858 8420.
Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
Matlagin manneskja óskast
Við hjá Ávaxtabílnum leitum að skemmtilegum vinnufélaga.
Ef við hittum ekki beinlínis á vana matráðskonu, þá manneskju
sem hefur það í sér að laða fram það besta í eldhúsinu og gerir
það á skipulagðan hátt. Auk þessu mun viðkomandi sjá um að
nýja Heilsusjoppan okkar ljómi af hreysti. Við hugsum þetta sem
hálfsdagsstarf, kl. 9-13, kannski meira ef viðkomandi vill.
Við erum 6 sem vinnum hjá Ávaxtabílnum.
Eigum það sameiginlegt að vera á ýmsum aldri þannig að aldur
er enginn fyrirstaða.
Vinsamlega sendið okkur línu á haukur@avaxtabillinn.is
svo við getum haft samband.
Með ávaxtaríkri kveðju frá Ávaxtabílnum
Starfsmenn í vöruhús
Vegna aukinna verkefna óskar Danól eftir
starfsmönnum í almenn lagerstörf í mjög
fullkomnu vöruhúsi þar sem mikið er lagt í
aðbúnað starfsmanna.
Unnið er á vöktum og starfið hentar jafnt
konum sem körlum á aldrinum 20-40 ára.
Reynsla af lagerstörfum og lyftarapróf er
æskilegt en ekki skilyrði.
Nánari upplýsingar gefur Pétur Kr. Þorgríms-
son í síma 580-6600 eða petur@danol.is
sem jafnframt tekur við umsóknum.
Umsóknarfrestur er til 7. mars.
Danól er framsækið
fyrirtæki, leiðandi í
innflutningi, markaðs-
setningu og dreifingu
á mat- og sérvöru fyrir
verslanir, bakarí og
veitingahús.
Danól er til húsa við
Skútuvog 3, þar sem
4500 palla vörulager
okkar er staðsettur.
ATVINNA
SUNNUDAGUR 5. mars 2006 15