Fréttablaðið - 22.03.2006, Page 37

Fréttablaðið - 22.03.2006, Page 37
MARKAÐURINN 17MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 S K O Ð U N Brunatjónið á Breiðdalsvík í síð- ustu viku leiðir hugann að því hvernig fyrirbyggja megi slík tjón. Brunatjón geta haft veru- leg áhrif á rekstur fyrirtækja, starfsmenn þeirra og afkomu heilla byggðarlaga. Þótt mörg fyrirtæki séu vel vátryggð hefur stöðvun í lengri eða skemmri tíma veruleg áhrif á afkomu þeirra. Þar sem forvarnir eru því miður oft taldar of tímafrekar er hér bent á 6 punkta prófið sem getur komið í veg fyrir tjón eða takmarkað tjón. Skoðum þessa 6 punkta: 1. Í fyrsta lagi þarf að athuga hvar slökkvitæki eru og athuga hvort þau séu í lagi og hvort fólkið kunni á þau. Hafið alltaf slökkvitæki þar sem þau eiga að vera og af réttri gerð. 2. Í öðru lagi þarf að hvetja starfsmenn til þess að halda vinnusvæðum snyrtilegum. Almenn og góð umgengni minnk- ar hættuna á tjónum. Látið helst fjarlægja allt drasl samdægurs og látið það ekki standa yfir nótt. Geymið öll eldfim efni sem næst útidyrum og setjið merk- ingar þannig að slökkvilið viti um þessi efni. Forðist að safna saman afgöngum af málningu og öðrum eldfimum vökvum. 3. Í þriðja lagi þarf að láta yfirfara rafmagn með reglulegu millibili og gæta að tengingum í töflum. Fyrir vinnustaði þar sem unnið er með tæki á borð við logsuðutæki eða skurðverk- færi er brýnt að sýna sérstaka aðgæslu enda hafa orðið umtals- verð brunatjón af þeirra völdum. Hafið alltaf tvö slökkvitæki til taks þegar slík störf eru unnin og einhvern til að fylgjast með. Ef rafmagnslyftari er til staðar þarf að huga að því að aðstaða til rafmagnshleðslu sé lokuð af og vel loftræst. 4. Í fjórða lagi þarf að yfir- fara brunahólf í húsakynnum fyrirtækisins. Það hefur sýnt sig að rétt brunahólfun er eitthvert öflugasta tækið til að hindra útbreiðslu elds. Brunahólfun skal vera í samræmi við lög og reglugerðir. Ekki má rjúfa brunahólfun nema í samráði við hönnuð eða viðkomandi eldvarn- areftirlit. Gætið að þéttingum meðfram lögnum og hvers konar samskeytum. Eldvarnarhurðir þurfa að vera viðurkenndar og skal vera einfalt og fljótlegt að loka þeim. Einnig er gott að hafa reyklosunarbúnað í þaki en hann getur skipt sköpum þegar losa þarf hita úr húsinu. 5. Í fimmta lagi er rétt að athuga hvort þörf sé á vatnsúð- unarkerfi en slík kerfi hafa sann- að sig sem mjög öflug brunavörn. Vatnsúðunarkerfi slökkva ekki endilega eld en þau halda honum í skefjum þar til slökkvilið kemur á staðinn. Brunaviðvörunarkerfi beintengt við stjórnstöð ætti einnig að vera í húsnæðinu þar sem það styttir verulega þann tíma sem tekur að koma boðum til slökkviliðs. 6. Sjötti og síðasti liðurinn í 6 punkta prófinu er að athuga hvort rýmingaráætlun sé til stað- ar. Starfsmenn þurfa að gera rýmingaráætlun, þ.e. flóttaáætl- un. Handbók með helstu upplýs- ingum um viðbrögð við bruna ætti alltaf að vera aðgengileg starfsfólki og vera hluti af nýliða- fræðslu. Farið yfir útgönguleiðir og kennið starfsmönnum ykkar að bregðast rétt við ef húsið fyll- ist af reyk. Munið að reykurinn veldur oftar dauðaslysum í elds- voða en sjálfur eldurinn. Í hærri byggingum þarf að vera til stað- ar brunastigi. Hafi verið farið yfir þessa 6 punkta í fyrirtæki og tekið á þeim málum sem þörf var á er fyrirtækið komið í fremstu röð í brunavörnum og starfsmenn, eigendur og viðskiptavinir búa við aukið öryggi og tryggari afkomu til lengri tíma. Geir Jóhannssson viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Sjóvá 6 punkta brunaprófið Átak Marka›arins og Sjóvá ÖRUGG FYRIRTÆKI AUGL†SINGASÍMI 550 5000

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.