Fréttablaðið - 22.03.2006, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 22.03.2006, Qupperneq 42
MARKAÐURINN 22. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Hver eru áhrif alþjóðavæðingar íslensks viðskiptalífs á starfs- umhverfi Kauphallar Íslands? Kauphöllin nýtur alþjóðavæð- ingar íslensks viðskiptalífs í aukinni athygli erlendra fjár- festa, fyrirtækja og fjölmiðla. Erlend fyrirtæki voru í fyrsta sinn skráð í Kauphöllina á síðasta ári. Fyrirspurnum um skráningar hefur fjölgað og reikna má með nokkrum skrán- ingum erlendra fyrirtækja á allra næstu misserum. Erlent eignarhald skráðra verðbréfa hefur aukist hröðum skrefum. Þá er erlend fjölmiðlaumfjöll- un daglegt brauð. Stundum hefur hún verið neikvæð en oft jákvæð, þó að það hafi viljað gleymast í darraðardansi und- anfarinna vikna. Af hverju var ekki farið út í viðræður við sameiningu Kauphallar Íslands og OMX kauphall- arinnar? Færa má rök með og á móti samein- ingu. Farið var gaumgæfilega ofan í allar hliðar málsins og meðal annars leitað til ráðgjafarfyrir- tækisins Boston Consulting Group. Fyrirtæki í Kauphöllinni hafa notið ver- unnar þar og óvíst er að sér- staklega smærri og meðalstór félög ættu jafn- góð vaxtartæki- færi í OMX og í Kauphöllinni. Vöxtur slíkra fyrirtækja hefur verið lífæð Kauphallarinnar og mikilvægur íslensku efnahags- lífi. Ekki má gleyma því að fá ár eru síðan jafnvel stærstu fyrirtækin í Kauphöllinni tilheyrðu þessum flokki. Þá má rifja upp að stjórnin lagði áherslu á að ekki væri rétt „að svo stöddu“ að ganga til sam- einingarviðræðna. Í þessu felst að slíkar viðræður geta fyrr en varir komið aftur á dagskrá. Getur verið að stærri fjármála- fyrirtæki landsins líði fyrir smæð Kauphallarinnar? Fjármálafyrirtækin hafa án alls vafa notið þess að hafa verið skráð á sterkum heimamarkaði þar sem þau hafa fengið mikla athygli fjárfesta. Því má einn- ig ekki gleyma að Kauphöllin hefur þjónustað skráð fyrir- tæki afar vel, hún er snör í snúningum. Eftir því sem fyr- irtækin stækka verður æ mik- ilvægara fyrir þau að breikka hluthafahóp sinn og fjölga fjár- mögnunarleiðum. Hins vegar er engin ástæða til að ætla að slíkt fari ekki ágætlega saman við skráningu í Kauphöllinni. Vöxtur fjármálafyrirtækjanna, og annarra skráðra fyrirtækja, hefur reyndar meðal annars grundvallast á því hversu mikið fé þau hafa getað sótt á hlutabréfamarkað og skulda- bréfamarkað í krafti skrán- ingarinnar. Á síðasta ári var sjöttu hverrar krónu sem skráð fyrirtæki á Norðurlöndum sóttu á hlutabréfamarkað aflað af fyrirtækjum í Kauphöll Íslands og skráð fyrirtæki hafa tekið stór lán erlendis á hagstæðum kjörum. Í þessu samhengi má einnig nefna ört vaxandi þátt- töku erlendra aðila á íslenskum verðbréfamarkaði. Hversu brýnt verkefni er að stækka Kauphöllina og hvernig verður það helst gert? Þrátt fyrir að Kauphöllin hafi vaxið afar hratt er áframhaldandi vöxtur engu að síður mikilvægur. Þegar fjárfestar hugleiða að hasla sér völl á nýjum markaði þarf ávallt að leggja út í kostn- að við að kynna sér viðkomandi mark- að. Því er líklegra að erlendir fjár- festar láti verða af því að fjárfesta hér eftir því sem mark- aðurinn er stærri. Stærri markaður stuðlar einnig að öðru jöfnu að aukn- um seljanleika. Við höfum markvisst unnið að því á und- anförnum árum að gera markað- inn aðgengilegri erlendum fjár- festum. Brýnt fyrsta skref í þeim efnum var að styrkja innviði markaðarins með góðum árangri, t.a.m. með aukinni áherslu á virkt eftirlit. Kauphöllin vinnur nú einnig að því að samhæfa frekar innlent fjármálaumhverfi því sem algengast er á stærstu mörkuðunum erlendis. Við höfum einnig kynnt markaðinn erlendis, m.a. í samstarfi við skráð fyrirtæki. Kauphöllin hefur lagt áherslu á að laða að smærri og meðalstór erlend fyrirtæki enda teljum við að skráning hér geti hentað mörg- um slíkum fyrirtækjum vel, þau gangi hér að fyrsta flokks markaði og kunni að fá meiri athygli hér en á sínum heima- markaði. Má búast við að uppgjörsreglum Kauphallarinnar verði breytt? Það verkefni er þegar langt komið. Í haust er gert ráð fyrir að uppgjörstíma hlutabréfa verði breytt til samræmis við það sem algengast er erlendis, þ.e. að viðskipti verði gerð upp þremur dögum eftir að þau eiga sér stað. Þetta mun vafalaust auðvelda aðkomu erlendra aðila að markaðnum. Sameining mögu- lega aftur á dagskrá T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Þórðar Friðjónssonar forstjóra Kauphallar Íslands og framkvæmdastjóra Verðbréfaþings Íslands „Möguleikar Kauphallar Íslands til að ná því mesta út úr sívaxandi hagkerfi heimsins eru gríðarmikl- ir,“ segir prófessor Gregory Miller hjá Harvard Business School í Bandaríkjunum. Hann fjallaði um Kauphöllina og aðstæður hennar í fyrirlestri sem hann flutti á aðalfundi eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþings fyrir helgi, en Verðbréfaþing á og rekur Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráningu Íslands. Gregory Miller telur aðstæður um margt hag- stæðar hér, menntunarstig hátt og fólk duglegt, auk þess sem öll umgjörð til nýsköpunar sé góð og vist- vænir orkugjafar á borð við vatns- og jarðvarma- orku til staðar. „Á móti kemur einangrun landsins og smæð, sem hefur áhrif á birtingarmynd þess á alþjóðavettvangi.“ Með einangrun segist Miller ekki síst eiga við þær hugmyndir sem útlendingar gera sér um land og þjóð, enda séum við hér land- fræðilega einangruð og með sterka sjálfsmynd, sem birtist í eigin tungu og menningu, allt hlutir sem virki framandi. „Þegar ég segist vera á leiðinni til Íslands eru viðbrögð fólks einatt: Vá, það er langt flug! En þetta er bara ekki rétt. Fólk fer svipaðar vegalengdir í innanlandsflugi í Bandaríkjunum án þess að þykja mikið til koma og fólk sem segir þetta við mig vílar ekki fyrir sér að hoppa upp í flugvél og endasendast til Indlands eða Hong Kong.“ Þá segir hann stærðarhlutföll vinna nokkuð á móti landinu. Miller segir Kauphöll Íslands geta verið andlit viðskipta á Íslandi út á við og kynnt alþjóðafjár- festum um heim allan aðstæður hér og laðað þá í viðskipti. Verkefni Kauphallarinnar segir hann því nokkuð viðamikil enda nokkur alþekkt sannindi um fjárfesta sem hafa þurfi í huga. „Fólk hefur tilhneig- ingu til að fjárfesta á heimaslóðum og of lítið úti um heim. Þetta er ein af minnst umdeildu staðreyndum heimsviðskipta og háir jafnt sérfræðingum, stofn- unum og einstaklingum.“ Eins segir hann fleiri hluti koma til, svo sem tímamismun, ólíkar skatta- reglur og umgjörð viðskipta milli landa sem bætist við vandamál tengd einangrun og stærðarhlutföll- um. „En þegar maður gerir sér hindranirnar ljósar er hægt að bregðast við þeim.“ Hann segir ljóst að Kauphöllin og fyrirtæki hennar þurfi að vera sjá- anleg. „Þar hjálpar til skráning fyrirtækja á fleiri en einum stað, til dæmis gæti skráning fyrirtækis úr Kauphöll Íslands í Bandaríkjunum vakið áhuga fjárfestis þar á aðstæðum hér.“ Þá segir Miller vit- anlega hjálpa til ef fyrirtæki nái að stækka, enda sé vitað að stærri fyrirtæki laði frek- ar að sér fjárfesta. Hann leggur líka áherslu á að sýnileiki fyrirtækja skipti gríðarlegu máli þegar að því komi að laða að sér fjárfesta. „Staðreyndin er sú að fólk vill fjárfesta í þeim hlutum sem það hefur fyrir augunum daglega. Endalausar rannsóknir renna stoðum undir þessa kenningu.“ Um leið segir hann að fyrirtæki í þéttbýli fái fleiri fjárfesta en í dreifbýli, en svo virðist sem fyrirtæki í borgum fái frekar umtal meðal fjárfesta og upplýsingar um þau leki út eftir óhefðbundnari leiðum. „Þá skiptir höfuðmáli hversu miklum tíma fjár- festir þarf að eyða í að kynna sér aðstæður. Þarna er alvöru hindrun þegar kemur að því að laða fjár- festa til Íslands. En svo koma líka til álita hlutir á borð við menningarlega samsvörun, fólk fjárfestir frekar á sínu menningarsvæði, ef svo má segja,“ segir Miller. Þróunin á markaði hér er engu að síður í rétta átt, segir Miller. „Útrás íslenskra fyrirtækja vekur athygli og mörg þeirra eru að verða alþjóðleg. Allt hjálpar þetta til við að draga úr huglægri einangrun landsins.“ Þá segir hann íslenskt hugvit skila sér í auknum áhuga á aðstæðum hér þegar vel tekst til og nefnir gervilima- og stoðtækjafyrirtækið Össur sérstaklega í þeim efnum. „Vélvædda hnéð frá Össuri sem kynnt var fyrir áramót og hlaut mikla umfjöllum er nokkuð sem fjárfestar taka eftir og vilja fá að taka þátt í.“ Þá vinnur með landinu að þjóðin er ung og á inni mikinn ævisparnað auk þess sem lífeyrissjóðakerfið hér er öflugt. „Þess vegna eru hér öflugir og þolinmóðir fjárfestar og það skiptir miklu máli við þróun markaðarins.“ Miller segir tískulöndin meðal alþjóðafjárfesta vera Indland, Kína og Rússland og mikið verk fyrir höndum ef laða eigi fyrirtæki og fjárfesta hingað. „Ég talaði við fimm alþjóðamiðlara, á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna, í Bretlandi og víðar, og þetta voru löndin sem þeir nefndu. Þessi lönd eru öll eftir á hvað varðar innri uppbyggingu og regluverk. Á Indlandi lendir maður á risa- stórum alþjóðaflugvelli, en frá honum liggja svo moldarslóðar. Það eina sem þessi lönd hafa fram yfir Ísland er stærðin.“ Næstu skref eru að bregðast við þessari sam- keppni allri og til þess eru allmargar leiðir að mati Millers, bæði með því að flytja íslensk fyrirtæki til útlanda og með því að laða erlent fjármagn hingað. „Hægt er að einbeita sér að landsvæð- um. Norðurlöndin saman ná til dæmis nokkuð góðri stærð,“ segir hann og bendir á að þótt mikil tækifæri og öflugir fjárfestar séu bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum sé samkeppni þar að sama skapi mikil. „Annar mögu- leiki er að leita samstarfs við önnur svæði sem eiga í vanda við að láta á sér bera, líkt og Nýja-Sjáland og lönd Karíbahafsins.“ Miller segir líka möguleika hér fólgna í sérhæfingu tengdri ákveðnum iðnaði. Þar bendir hann bæði á sjávarútveg og orkuiðnað. Hann segir þó ljóst að afnema þurfi takmarkanir á fjárfestingu í sjávarútvegi. Gregory Miller segir samruna við aðrar kauphall- ir vænlegan kost fyrir Kauphöllina, en telur um leið að hugleiða þurfi slíkt skref vel. „Vert er að hafa í huga að kauphallir eru mikilvæg tól fyrir hagkerfið og útrás fyrirtækja. Með samruna tapast að stórum hluta stjórnin á þessu tóli og áherslan færist frá því að snúast um hagsmuni landsins.“ Miller segir engan vafa á að hér séu allir þeir hlutir til staðar sem þurfi til að laða að fjárfesta, innviðir og efna- hagur þjóðarinnar, fyrirtæki í útrás og fleiri hlutir. „Lykillinn er að átta sig á hindrununum og einbeita sér að möguleikum landsins og Kauphallarinnar í að sigrast á þeim.“ olikr@markadurinn.is Miklir möguleikar þrátt fyrir smæð og einangrun Amerískur prófessor sótti aðalfund Verðbréfaþings fyrir skömmu og flutti erindi um möguleg sóknarfæri Kauphallar Íslands, sem og lands og þjóðar, á sviði alþjóðaviðskipta, bæði styrk og veikleika. PRÓFESSOR GREGORY MILLER Miller sótti heim aðalfund Verðbréfaþings fyrir helgi og velti fyrir sér möguleikum Kauphallar, lands og þjóðar í alþjóðaviðskiptum. Hann segir horfur hér góðar þótt ljóst sé að við verðum að takast á við ákveðnar hindranir. MARKAÐURINN/E.ÓL. M Á L I Ð E R Staða Kauphallar Íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.