Fréttablaðið - 22.03.2006, Side 57

Fréttablaðið - 22.03.2006, Side 57
Idir, Indigo og Bob Justman munu koma fram á órafmögnuðum tón- leikum á Gauknum í kvöld. Einnig koma fram Beggi Dan úr Shadow Parade og Haraldur Ingi sem munu flytja eigið efni. Idir er tiltölulega nýtt nafn á senunni en hann spilaði síðast á tónleikum The Rushes í Þjóðleik- húskjallaranum. Hann hefur nú safnað liði og mun í kvöld spila ásamt hörpuleikara og söngkonu. Síðan heldur hann til Lundúna þar sem hann mun spila á nokkrum tónleikum. Dúettinn Indigo er að taka upp sína fyrstu plötu og mun nú spila í fyrsta sinn í langan tíma. Bob Justman mun einnig flytja frumsamið efni en hann hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og kostar 500 krónur inn. ■ Órafmagnaðir tónleikar í kvöld INDIGO Dúettinn Indigo er að taka upp sína fyrstu plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á föstudaginn verður kvikmyndin Tristan & Isolde frumsýnd í Laug- arásbíó. Myndin er úr smiðju bræðranna Ridley og Tony Scott en þeir þykja með bestu leikstjórum og framleiðendum Hollywood. James Franco leikur í aðalhlut- verkið í þessari sígildu ástarsögu frá miðöldum þar sem valdabarátta riddara og kónga er undirliggjandi tónn. Sérstök sýning til styrktar samtakanna Einn á móti fimm verð- ur haldin á fimmtudaginn en þau voru stofnuð til vekja athygli á þunglyndi og kemur leikstjórinn Kevin Reynolds til landsins í tilefni af því á vegum Iceland Film Festi- val. Reynolds er mikill áhugamað- ur um þetta verkefni og vildi leggja því lið. Athafnamanninum Jóni Ólafs- syni sést bregða fyrir í hlutverki prests en hann er góðvinur leik- stjórans. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón sést bregða fyrir í hlutverki guðsmanns en hann lék sama leik í Djöflaeyju Friðriks Þórs Friðrikssonar. ■ Reynolds á leið til landsins SR. JÓN? Athafnamaðurinn Jón Ólafsson leikur prest í Hollywood-kvikmyndinni Tristan & Isolde og talar eingöngu á latínu. SMÁRALIND • ESSO ÁRTÚNSHÖFÐA • ESSO FOSSVOGI ÞITT ER VALIÐ WHOPPER! Ummmm ... Ekta eldsteiktur hamborgari úr fyrsta flokks hráefni með brakandi fersku grænmeti.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.