Fréttablaðið - 31.03.2006, Síða 27

Fréttablaðið - 31.03.2006, Síða 27
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. GÓÐAN DAG! Í dag er föstudagurinn 31. mars, 90. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 6.50 13.32 20.16 Akureyri 6.31 13.17 20.04 ÓDÝR MATUR OG GÓÐUR Það þarf ekki að vera dýrt að elda góðan mat. MATUR 2 Draumarúm í Bæjarlind bjóða vörur á 25-40 prósenta afslætti um helgina. Meðal þeirra eru sloppar, heilsukoddar, rúmgaflar og rúm. Stórt páskaegg frá Nóa Síríus fylgir öllum seldum rúmum. Flash á Laugavegi 54 býður 20 prósenta afslátt af sínum vörum en auk þess er meiri afsláttur af völdum vörum. Til að mynda er hægt að fá gallabuxur á 3.990 kr., gallajakka á 2.990 kr., peysur á 2.990 og sígunapils á 2.990. Ofnsteikin í sunnudagsmatinn fæst í Fjarðarkaupum á tilboði. ALLT HITT [LAUGAVEGUR MATUR TILBOÐ] VIÐSKIPTAVINIRNIR ÓMETANLEGUR FJÁRSJÓÐUR Kristín Einarsdóttir hefur rekið verslunina Sigurbogann við Laugaveg í fjórtán ár. LANGUR LAUGARDAGUR 7 Ásdís Birta Gunnarsdóttir er sannur matgæðingur og hún leggur mikið upp úr því að fjölskyldan eigi saman góða stund við matarborðið. „Fjölskyldan borðar alltaf saman,“ segir Ásdís Birta Gunnarsdóttir, eigandi meðgöngufataversl- unarinnar Tvö líf. „Maðurinn minn er flugmaður en þegar fjölskyldan kemur saman, og allir eru á landinu, þá borðum við alltaf saman og gerum það að fjölskyldustund. Mér finnst sú stund mikilvæg og við sitjum eins lengi og börnin leyfa.“ Ásdís Birta er vel þekkt af sínu fólki sem mikill sælkeri og nammgrís. „Ég á það til að draga fram eitthvað nasl eftir matinn,“ segir Ásdís og hlær, „hvort sem það er nammi eða ís eða Royal- búðingur. Ég er formaður í eftirréttadeild heimil- isins. Deili því starfi reyndar með manninum mínum sem er algjör eftirréttakarl líka.“ Uppskriftin að parmesankjúklingnum sem Ásdís gefur lesendum er komin frá Siggu Láru, vinkonu hennar og meðeiganda í Tvö líf. „Það kemur stundum fyrir að við eldum báðar þennan rétt fyrir fjölskyldur okkar að loknum skemmti- legum vinnudegi,“ segir Ásdís og hlær. „Þá erum við alveg í takt. Upphaflega var gráðostur uppi- staða í réttinum en hjá okkur hefur parmesanost- urinn tekið völdin. Enda heitir rétturinn í dag Parmesankjúklingur.“ Uppskrift Ásdísar að Parmesankjúklingnum má finna á síðu tvö. johannas@frettabladid.is Parmesan tók völdin Ásdís Birta með dóttur sinni í leit að sætindum í eldhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.