Fréttablaðið - 31.03.2006, Side 29
FÖSTUDAGUR 31. mars 2006 3
Til hnífs og skeiðar
GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR
Katalónskur krembúðingur
(crème catalane)
Í byrjun frægrar bíómyndar lýsir
Amelie nokkrum af helstu nautnum
lífs síns en ein þeirra var kikkið sem
fæst við að brjóta karamelluskurnina
á crème brulèe búðingi. Hvort sem
vinsældir þessa búðings eru tilkomn-
ar vegna skurnarinnar sem brotnar
svo skemmtilega eða annars, þá er
það staðreynd að til eru áhugafélög
úti um allan heim sem engan tilgang
hafa annan en að vegsama þennan
tiltekna búðing. Það er kannski ekki
skrýtið því crème brulèe er nánast
gallalaus eftirréttur. Einn smávægi-
legan galla hefur hann þó og hann
er sá að innihalda margar hitaeining-
ar (það gerir rjóminn!) En örvæntið
ekki, hér er boðið upp á spænskætt-
aðan draum, Crème catalane, sem er
nákvæmlega sams konar búðingur
en gerður úr mjólk í stað rjóma, og
þannig miklu hollari þó ekki vanti
karamelluskurnina, sem gefur alveg
sama kikkið!
1/2 lítri mjólk
börkur af 1/2 límónu
1 kanilstöng
4 eggjarauður
7 msk. sykur
1 og 1/2 msk. maizena-mjöl
múskat
1. Látið mjólkina malla í
potti á lágum hita ásamt
kanilstöng og límónuberki
í tíu mínútur. Takið þá
pottinn af hellunni og
veiðið börkinn og kanil-
stöngina upp úr. Hrærið
3 msk. af sykri saman við
eggjarauðurnar í skál og
hrærið maizena-mjölinu
vel saman við.
2. Dreypið dálitlu af heitri mjólkinni
út í eggjablönduna áður en henni
er svo hellt varlega út í afganginn af
mjólkinni í pottinum. Hrærið vel í á
meðan hellt er. Setjið pottinn aftur á
helluna og hrærið stanslaust þar til
búðingurinn hefur þykknað hæfilega
mikið. Passið upp á hitann, þannig
að búðingurinn sjóði ekki.
3. Skiptið búðingnum á milli fjögurra
eldfastra skála og látið standa í kæli í
minnst tvo klukkutíma.
4. Lokaskrefið við gerð búðingsins
er að útbúa karamelluskurnina
ómótstæðilegu. Þá er afganginum af
sykrinum og ögn af múskati blandað
saman og því svo stráð jafnt yfir
búðinginn í skálunum. Bakaraofninn
er stilltur á grill og þegar hann er
orðinn mjög heitur setjið þá skál-
arnar undir grillið í nokkrar sekúndur
eða þangað til sykurinn verður að
karamellu. Látið kólna nokkra stund
áður en búðingurinn er borinn
fram. Önnur leið til að ná fram góðri
karamelluskurn á búðinginn er að
nota þar til gerð logsuðutæki sem
fást í öllum betri búsáhaldabúðum,
og bræða sykurinn með því.
Sælkeraferð um Ísland er
yfirskrift sýningarinnar Matur
2006 sem hófst í Fífunni í gær
og lýkur á sunnudag.
Sýningin Matur 2006 er nú haldin
um helgina í áttunda sinn í Fífunni
í Kópavogi. Mikið er um dýrðir á
sýningunni en samhliða henni er
einnig sýningin Ferðatorg 2006,
þar sem Ísland og matur þykja
tengjast sterkum böndum. Alls
konar uppákomur og keppnir
verða á sýningunni, eins og keppni
um Matreiðslumann ársins 2006,
nemakeppni Norðurlanda,
Íslandsmeistarakeppni kaffibar-
þjóna og uppvöskunarkeppni. Sér-
stakt barnasvæði, Orkueldhús
barnanna, er uppsett þar sem
börnum gefst meðal annars kostur
að útbúa sitt eigið heilsusnakk.
Auk þess verður haldin sérstök
matreiðslukeppni barna. Félagar í
Bakarasveinafélagi Íslands verða
að störfum á sérstöku sýningar-
svæði og málþing verður haldið
um íslenskt eldhús. Dagskrá sýn-
ingarinnar má sjá í blaðinu Lost-
æti sem fylgir Fréttablaðinu og
dreift er á sýningunni.
Matur 2006
í Fífunni
Daníel Ingi Jóhannsson er einn þeirra sem
keppa um titilinn Matreiðslumaður ársins á
sýningunni Matur 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Frábær köld með kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna.
Góð á saltkexið með rifsberjahlaupi og sem ídýfa.
Sérfræðingar
í saltfiski
Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl.
Fyrir verslanir:
Til suðu:
saltfiskbitar blandaðir
gellur
gollaraþunnildi
Til steikingar:
saltfiskbitar blandaðir
saltfiskkurl
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
gellur
Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti:
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar
saltfiskkurl
Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem:
ýsuhnakka
rækjur
þorskhnakka
steinbítskinnar og bita
Sími: 466 1016
ektafiskur@emax.is
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI