Fréttablaðið - 09.04.2006, Síða 1

Fréttablaðið - 09.04.2006, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 45% 60% *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í janúar 2006. Íslendingar 18-49 ára Meðallestur Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. 40 30 50 60 Sími: 550 5000 SUNNUDAGUR 9. apríl 2006 — 97. tölublað — 6. árgangur STÚDENTAMIÐLUN Hæfustu stúdentarnir fá alltaf fyrstir vinnu Atvinna Í MIÐJU BLAÐSINS ���� ���� ����������������� ����� � ����� ������ ������������ �������� ������������������������� ������������ ��������������������������������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������������� ���������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������� ��� ������������������������������������������ ��������������������������������� ����������������������������������������������������������������� ������������������� ��������������������������������������������������� ���������� ������������������������� �������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������� Allir eiga að geta ferðast Helgi Jóhannsson hefur staðið í eldlínu ferða- þjónustunnar um árabil. VIÐTAL 18-19 Styrkurinn auð- veldar starfið Félag lesblindra fékk á dögunum veglegan styrk frá Velferðar- sjóði barna. TÍMAMÓT 16 Komin aftur á RÚV Eva María Jónsdóttir hefur kvatt Stöð 2 eftir farsælt samstarf og heldur yfir á sinn gamla stað í Efstaleitinu. FÓLK 42 VEÐRIÐ Í DAG ÓHAPP Ein og sama holan í malbik- inu á þjóðveginum á Vatnsskarði hefur valdið nokkrum ökumönnum tjóni í vikunni. Minnstu hefur mátt muna að stórslys yrði. Birgir Örn Sveinsson var á leið- inni norður á Akureyri þegar hann ók í holuna í fyrrakvöld. „Ég var bara heppinn að fara ekki út af og velta bílnum út í skurð,“ segir Birgir Örn. „Ég var með tvö ungbörn í bílnum og einn ungling og því hefði getað farið mjög illa. Aðstæður voru þokkalegar þegar ég lenti í holunni, sem er djúp með hvössum brúnum. Ég sprengdi bæði dekkin vinstra megin. Felgurnar beygluðust og eru ónýtar. Þetta er að minnsta kosti hundrað þúsund króna tjón en það ar svo sem aukaatriði. Það sem skiptir máli er að við slupp- um ómeidd.“ Birgir Örn gagnrýnir Vegagerð- ina fyrir að hafa ekki merkt hættuna með skilti eða fyllt upp í hana. Hann segist hafa tilkynnt um atvikið til lögreglunnar á Sauðárkróki og hyggst reyna að fá tjónið bætt hjá Vegagerðinni. Samkvæmt upplýsingum frá dekkjaverkstæði á Akureyri hafa þrír menn komið á verkstæðið með tjón vegna þessarar holu sem er í veginum við Vatnskarðsvatn, skammt frá Varmahlíð. Starfsmaður verkstæðisins sagðist hafa spurnir af að minnsta kosti tveimur öðrum sem hefðu orðið fyrir tjóni vegna holunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var fyllt upp í hol- una í gærmorgun. - th Lá við stórslysi þegar faðir með þrjú börn í bílnum ók í holu á þjóðveginum: Heppinn að velta ekki út í skurð RAUÐAR TÖLUR - Í dag verður yfirleitt suðvestan 5-10 m/s, hvassast norðvestan til. Lítilsháttar snjókoma eða slydda með morgninum norðaustan til en síðan þurrt. Rigning eða súld vestan til, einkum þegar líður á daginn. Hiti 0-5 stig. VEÐUR 4 � � � � � DANMÖRK Fylgi við danska Jafnað- armannaflokkinn mælist nú nítján prósent. Er þetta minnsti stuðn- ingur við flokkinn í rúma öld, sam- kvæmt frétt Politiken í gær. Ár er liðið síðan að Helle Thorning-Schmidt tók við for- mannssætinu í flokknum eftir ósig- urinn í síðustu kosningum. Þá kaus fjórðungur kjósenda jafnaðar- menn. Fylgi við næststærsta stjórn- arandstöðuflokkinn, Róttæka, hefur á sama tíma aukist töluvert og mælist fimmtán prósent. Stuðn- ingur við ríkisstjórnarflokkana minnkar milli kannanna. - ks Kreppa hjá jafnaðarmönnum: Ekki minna fylgi í 103 ár MEÐ DÓTTURINNI Birgir Örn ásamt dóttur sinni Mattý Rós. Bíll Birgis Arnar er enn í Varmahlíð þar sem hann skildi hann eftir eftir óhappið. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Góð byrjun Njarðvíkinga Njarðvík tók forystu í baráttunni um Íslandsmeist- aratitilinn við Skallagrím er liðið vann sannfær- andi sigur í fyrsta leiknum í Njarðvík. Borgnesingar virkuðu þreyttir. ÍÞRÓTTIR 34 RÓM, AP Þingkosningarnar fara fram á Ítalíu í dag. Pólitískur áróð- ur er bannaður degi fyrir kjördag og mörgum Ítalanum hefur sjálf- sagt verið létt að fá hlé frá kosn- ingabaráttunni sem hefur tröllrið- ið öllu undanfarin misseri. Baráttan milli Silvio Berlusconi og Romano Prodi hefur þótt sér- staklega hatrömm og margir kvartað yfir því að persónulegt orðaskak þeirra hafa komið í veg fyrir að aðkallandi málefni væru rædd. Skoðanakannanir benda þó til þess að mjótt verði á munun- um. Sjá síðu 20. Þingkosningar á Ítalíu: Orðaskakið tók mesta athygli FORSÆTISRÁÐHERRA ÍTALÍU Berlusconi og Prodi hafa háð hatramma kosningabaráttu. SNORRI SNORRASON VAKNAÐI SEM STJARNA Hellir sér strax í bransann FÓLK 42 HEILBRIGÐISMÁL Ungur maður sem svipti sig lífi vegna spilafíknar var borinn til grafar í Digraneskirkju í Kópavogi á miðvikudag. Minningar- orð séra Gunnars Sigurjónssonar sóknarprests vöktu mikla athygli en hann gerði spilafíkn mannsins að umfjöllunarefni á opinskáan hátt. Maðurinn ánetjaðist fjárhættuspil- um fyrir ári síðan. Gunnar sagði að umræða um spilafíkn í samfélaginu gæti orðið öðrum til hjálpar. Gunnar sagði á annað þúsund manns hafa fylgt manninum til graf- ar. „Samtakamáttur fólks er til fyrir- myndar og vonandi að hann verði til þess að við tökum höndum saman gegn spilafíkninni,“ sagði Gunnar. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að um sextíu manns á öllum aldri leiti sér hjálpar hjá SÁÁ á ári hverju. Séu sjúklingarnir allt niður í fimmtán ára. Þórarinn sagði að þekkt væri að spilafíklar gætu orðið þunglyndir og fyllst örvænt- ingu. „Meðferðarstofnun fyrir spilafíkla var sett á laggirnar í Las Vegas fyrir um 26 árum og gátu þeir sem fundu til þunglyndis lagst þar inn,“ sagði Þórarinn en hann kynnti sér stofnunina og meðferðarúrræði í spilaborginni fyrir fimmtán árum. Þórarinn sagði jafnframt mikil- vægt að spilafíkillinn gerði sér sjálfur grein fyrir fíkninni og brygðist við. Aðstandendur gætu haft samband við ráðgjafa. Júlíus Þór Júlíusson, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, tók undir með Þórarni og sagði vandann alvarlegan. Um 1.500 manns hefðu leitað til samtakanna frá upphafi, þar af fjórtán frá ára- mótum, og meðal þeirra væru nokkrir sem væru framarlega í íþróttum. „Þetta er miklu alvar- legra mál en við gerum okkur grein fyrir,“ sagði hann. - jab Svipti sig lífi vegna spilafíknar Fólk á öllum aldri leitar sér aðstoðar gegn spilafíkn. Yfirlæknir á Vogi segir þá sem ánetjast spilafíkn eiga á hættu að verða þunglyndir og fyllast örvæntingu. Spilafíklar bera fíknina ekki utan á sér, að sögn sóknarprests í Digraneskirkju. FYRSTU TÓNLEIKAR ROLLING STONES Í KÍNA Mick Jagger, söngvari rokkhljóm- sveitarinnar, The Rolling Stones, byrjaði tónleikana sem haldnir voru í Sjanghæ á því að flytja lagið Start Me Up. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.