Fréttablaðið - 09.04.2006, Page 19

Fréttablaðið - 09.04.2006, Page 19
bara í viðskiptum og ef hlutirnir eru ekki arðbærir og ekki hægt að laga þá, þá bara burt með þá. Áður héldu menn alls konar drasli í gangi, bara svo aðrir gætu ekki athafnað sig,“ segir hann og nefn- ir fyrirtækið Úrval Útsýn til sög- unnar sem hann segir hafa verið rekið með tapi í mörg ár. Átti að verða flugfélag Helgi hóf störf á innanlandsdeild Samvinnuferða árið 1978 og varð framkvæmdastjóri 1983. Því starfi gegndi hann til ársins 2000 þegar hann hætti, með þeim orðum að afskiptum hans af ferðaþjónustu væri lokið. Hann settist á skólabekk, fór í MBA-nám í Háskólanum í Reykjavík, og kom þaðan út endurnærður og reiðu- búinn að skella sér í ferðaþjónust- una. „Ég vann eins og brjálæðing- ur í tuttugu ár og það kom bara að því ég fjaraði út. Námið gerði mér mjög gott og ég las mér til um nýj- ungar og breytta aðferðafræði. Áður en ég vissi af var ég farinn Ferðalög eiga ekki að vera forrét tindi að hugsa með mér hvers vegna ferðaþjónustan notaði ekki þessar nýju aðferðir.“ Þorsteinn Guðjónsson var á sama tími í námi í Bandaríkjunum og þeir skiptust á hugmyndum í gegnum netið. „Fyrst ætluðum við að stofna lággjaldaflugfélag en Iceland Express var komið lengra. Við notuðum því sömu hugmynd fyrir ferðaskrifstofu.“ Allir geti ferðast Eins og gengur réðu tilviljanir því að Helgi byrjaði að vinna hjá Samvinnuferðum en hann skilur ekki almennilega hvers vegna honum var falið að sjá um innanlandsdeildina. „Ég hafði aldrei ferðast að ráði um landið og átti svo að útbúa leiðalýsingar um landið. Ég var mjög slappur í landafræðinni og ruglaðist enda- laust á Seyðisfirði og Siglufirði,“ segir hann og hlær. Þrátt fyrir þennan galla á sínum tíma finnur Helgi í dag mesta hvíld á ferðalögum innanlands og kýs þau heldur en utanlandsferðir. Hann segir þó gaman að skreppa til útlanda við og við en velur þá staði þar sem asinn er sem minnstur. En hvernig hefur hann þolað við í ferðaþjónustunni í öll þessi ár? „Ég hef lengi verið haldinn þeirri áráttu að ferðalög eigi ekki að vera forréttindi heldur ættu allir að eiga kost á því að ferðast til útlanda. Fólk þarf að geta skipt um umhverfi og koma endurnært til baka. Það hefur verið leiðarljós mitt að gera ferðalög að almenningseign en ekki sér- réttindum fyrir útvalda.“ ■ MINNSTA SKRIFBORÐ LANDSINS Skrifstofa Sumarferða lætur lítið yfir sér og fram- kvæmdastjórinn situr við skrifborð sem rúmar tölvu, síma, almanak og kaffibolla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Með vísan til 9. gr., sbr. og 11. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 auglýsir Póst- og fjarskiptastofnun eftir umsóknum um heimild til notkunar á tíðnum fyrir háhraða aðgangsnet á 3,5 GHz og 10 GHz. Umrædd tíðnisvið eru m.a. ætluð fastasamböndum, svo sem milli móðurstöðva og fastra radíóstöðva notenda þar sem þau mynda þráðlaust aðgangsnet sem kemur í stað heimtauga í jörðu. Gert er ráð fyrir að gagnaflutningsþjónusta sem veitt verður notendum verði með hraða sem er sambærilegur við aðgangsnet sem nota hefðbundnar koparheimtaugar í jörðu, t.d. ADSL. Sérhver úthlutun mun fela í sér heimild til notkunar á 28 MHz (2 x 14 MHz) bandbreidd. Að uppfylltum vissum skilyrðum má þó veita heimild til notkunar á 14 MHz (2 x 7 MHz) til viðbótar án auglýsingar. Afhenda skal umsóknir í afgreiðslu Póst- og fjarskiptastofnunar bæði á pappírs- og tölvutæku formi. Með hverri umsókn skal fylgja greiðsla að upphæð 70.000 kr. Upplýsingar um útboðið og hvað þurfi að koma fram í umsókn og skilmála, má nálgast í afgreiðslu Póst- og fjarskiptastofnunar, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, og á heimasíðu stofnunarinnar www.pfs.is Umsóknarfrestur er til 15. maí 2006, kl. 16:00 úthlutun tíðniheimilda fyrir háhraða aðgangsnet á 3,5 GHz og 10 GHz ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P O S 32 13 3 0 4/ 20 06 SUNNUDAGUR 9. apríl 2006 19

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.