Fréttablaðið - 09.04.2006, Síða 25

Fréttablaðið - 09.04.2006, Síða 25
ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - A LC 3 20 14 04 /2 00 6 Búðareyri 3 730 Reyðarfjörður Sími 470 7700 www.alcoa.is Almennar kröfur sem gerðar eru til allra starfsmanna: • Færni í mannlegum samskiptum • Vilji til að starfa í teymum með jafningjum • Jákvæðni og virðing fyrir öðrum • Vilji til að leita stöðugra endurbóta • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Vilji til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni Fjölbreytt og spennandi störf hjá Alcoa Fjarðaáli Við tökum vel á móti þér Frekari upplýsingar fást á www.alcoa.is og hjá Sigurlaugu Þorsteinsdóttur (sigurlaug@img.is) og Helgu S. Guðmundsdóttur (helgas@img.is) hjá IMG Mannafli-Liðsauka. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá Alcoa Fjarðaáli. Starfsumhverfi er hannað þannig að öll störf henta jafnt báðum kynjum og stefnt er að góðri aldursdreifingu starfsmanna. Fjarðaál á að endurspegla og efla samfélagið. Allir starfsmenn munu búa á Austurlandi og greiðir fyrirtækið götu þeirra sem þurfa að flytjast búferlum. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf 1. október 2006. Umsóknarferstur er til og með 23. apríl næstkomandi. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu IMG Mannafls-Liðsauka, www.mannafl.is og láta starfsferilskrá fylgja með. Allir umsækjendur eru boðaðir í viðtal og gildismatskönnun. Hjá Alcoa Fjarðaáli vinnum við saman í sjálfstýrðum teymum. Þannig samnýtum við mismunandi sérþekk- ingu, köllum fram lifandi umræðu ólíkra einstaklinga, veitum hvert öðru stuðning og lærum saman. Hin ýmsu teymi vinna síðan náið saman. Viðhaldsverkfræðingar (2 störf) Við leitum að viðhaldsverkfræðingum til að tryggja stöðugleika framleiðslunnar með því að stýra viðhalds- og úrbótaverkefnum á tæknibúnaði Alcoa Fjarðaáls. Viðhaldsverkfræðingar greina gögn úr viðhaldskerfi sem notuð eru til að stýra fyrirbyggjandi viðhaldi, ásamt því að taka þátt í þjálfun tæknifólks viðhaldsteymis. Viðkomandi þurfa að hafa háskólamenntun á sviði véla- eða rafmagnsverkfræði eða tæknifræði. Góð enskukunnátta er æskileg. Tækniteiknarar (2 störf) Við leitum að tækniteiknurum til að viðhalda teikningasafni Alcoa Fjarðaáls ásamt því að sinna annarri teiknivinnu innan viðhaldsteymis. Umsækjendur þurfa að hafa lokið námi í tækniteiknun eða á öðru sambærilegu sviði og hafa reynslu af teiknivinnu í tölvum. Góð enskukunnátta er æskileg. Notendaþjónusta Við leitum að öflugum einstaklingi til að sinna daglegri notendaþjónustu innan fyrirtækisins, meðal annars uppsetningu útstöðva og notkun viðskipta- og iðnhugbúnaðar. Viðkomandi þarf að hafa menntun á sviði upplýsingatækni. Tveggja ára starfsreynsla í notendaþjónustu er skilyrði og Microsoft-gráður eru æskilegar. Góð enskukunnátta er nauðsynleg. Umhverfistæknar – Stjórnun og viðhald hreinsivirkja (6 störf) Við leitum að áhugasömum og ábyrgum iðnaðar- eða tæknimönnum til að sjá um viðamikil hreinsivirki Alcoa Fjarðaáls, þar með talin reykhreinsivirki og vatnshreinsikerfi. Umhverfistæknar þurfa meðal annars að framkvæma reglubundnar mælingar og prófanir á tækjabúnaði og sinna úrbótum til að viðhalda hámarksafköstum hreinsibúnaðar og tryggja stöðuga framþróun á sviði umhverfisvarna. Viðkomandi þurfa að hafa iðn- eða tæknimenntun á sviði vélaviðhalds. Bæði er um dagvinnu og vaktavinnu að ræða. Öryggissérfræðingur Við leitum að traustum einstaklingi sem er tilbúinn að sérhæfa sig í öryggismálum Alcoa Fjarðaáls. Öryggissérfræðingur þarf að þekkja öryggiskröfur fyrirtækisins til hlítar og vera fyrirmynd annarra starfsmanna þegar kemur að öryggi. Hann greinir ástand öryggismála, sér um innleiðingu öryggisáætlana og stjórnar öryggisþjálfun starfsmanna. Umhverfissérfræðingur þarf að hafa góða viðeigandi menntun, helst á háskólastigi, ásamt starfsreynslu. Sérfræðingur á heilbrigðissviði Við leitum að einstaklingi sem tekur þátt í að móta og annast framkvæmd heilbrigðisstefnu Alcoa Fjarðaáls. Í starfinu felst meðal annars að sinna mælingum, hafa umsjón með virkni tækja og hafa áhrif á viðhorf starfsfólks til þeirra þátta er kunna að hafa áhrif á heilsufar þess. Viðkomandi þarf að hafa menntun í efnafræði, eðlisfræði, heilsuverkfræði, líffræði, lýðheilsufræðum eða öðru viðeigandi. Starfsreynsla í sambærilegu framleiðsluumhverfi er æskileg. Iðjuþjálfi/Sjúkraþjálfari Meginstarf iðjuþjálfa/sjúkraþjálfara felst í eftirliti með líkamsbeitingu starfsfólks Alcoa Fjarðaáls og að skilgreina leiðir og úrbætur til að koma í veg fyrir meiðsl og atvinnutengd óþægindi vegna lyftinga, endurtekinna hreyfinga eða staðsetningar tækja og vinnustöðva. Iðjuþjálfi/sjúkraþjálfari mun starfa með verkfræðingum og heilbrigðisstarfsfólki fyrirtækisins að úrbótum. Umhverfis- og vinnuverndarteymi Viðhaldsteymi Upplýsingatækniteymi Viðskiptastjóri Við leitum að viðskiptastjóra til að annast samskipti við innlenda og alþjóðlega birgja Alcoa Fjarðaáls. Viðskiptin verða mjög fjölbreytt og umfangsmikil. Notast er við nýjustu aðferðir og tækni á öllum sviðum og stöðugt er leitast við að bæta árangur. Starfið hentar kraftmiklum einstaklingi með mikla samskiptahæfileika. Starfinu fylgir þjálfun bæði hérlendis og erlendis. Góð enskukunnátta er skilyrði og gott tölvulæsi er nauðsynlegt. Háskólamenntun er kostur en ekki skilyrði ef viðkomandi hefur góða reynsla af sambærilegum verkefnum. Innkaupateymi ATVINNA SUNNUDAGUR 9. apríl 2006 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.